Aðventfréttir - 01.04.1996, Qupperneq 3

Aðventfréttir - 01.04.1996, Qupperneq 3
FRA STARFINU Aukaaðalfundur Samtakanna 1. desember 1996 Aukaaðalfundur Samtaka Sjöunda dags aðventista var haldinn í Suðurhlíðarskóla 1. desember s.l. kl. 11:00. Efni fundarins var framtíð Hlíðardalsskóla. Fundurinn hófst með því að sungnir voru t\'eir sál- mar, undirritaður las úr Ritningunni og haldin var almenn bænastund. Fund- urinn var síðan settur formlega og var Harpa Theodórsdóttir kosin ritari fund- arins en undirritaður stýrði fundinum. Fulltrúar mætdr voru 56, ókomnir 4, eða samtals 60, og fara nöfn þeirra hér á eftir: FULLTRÚAR Sjálfkjörnir fulltrúar: Fulltrúi Stór- E\TÓpudeildarinnar: Graham Barham. I stjórn Samtakanna: Eric Guðmundsson, Harpa Theodórsdóttir, Asta Arnmunds- dóttir, Björg\'in Snorrason, Halldór Olaf- sson, Karen Arason og Sigríður Kristjáns- dóttir. Vígður prédikari: Steinþór Þórðar- son. Deildarstjórar: Elías Theodórsson, Sigríður Candi. Kristniboðsstarfsmenn: Einar V. Arason, Jón Æ. Karlsson. I boði stjórnar Samtakanna - heið- ursfulltrúi: Jón Hj.Jónsson. Körnir fulltrúar: Fulltrúar Arnessafn- aðar: Eyrún Ingibjartsdóttir, Guðni Krist- jánsson, Halldór Olafsson, Kiistján Friðbergsson, Olöf Haraldasdóttir, Pétur Ottóson, Theodór Guðjónsson, Tómas Guðmundsson. Fulltrúar Reykjavíkur- safnaðar: Aðalbjörg Magnúsdóttir, Anna Jóna Guðjónsdóttir, Anna Margrét Þor- bjarnardóttir, Eiríkur Ingvarsson, Elsa Stefánsdóttir, Frode Jakobsen, Gróa H. Jónsdóttir, Guðni A. Olafsson, Harald R. Oskarsson, Heba Magnúsdóttir, Hulda Jensdóttir, Jóhannes Ari Jónsson, Jón Holbergsson, Kristín Elva Viðarsdótdr, Kristrún Jónsdótdr, Manlio Candi, Oðinn Pétur Vigfússon, Olafur Halldórsson, Olafur Krisdnsson, Ragnar Gíslason, Signý Harpa Hjartardóttir, Sigríður Hjartardóttir, Sólveig H. Jónsdóttir, Stein- unn Theodórsdóttir. Fulltrúar Hafnar- ljarðarsafnaðar: Björgvin Ibsen Helga- son, Egill Guðlaugsson, Guðný Kristjáns- dóttir, Jóhann Ilreggviðsson, Margrét Jóhannsdótdr, Úlfliildur Grímsdótdr. Fulltrúar Suðurnesjasafnaðar: Björn Sturlaugsson, Jón William Magnússon, Karen Sturlaugsson, Magnús Jónsson, Olafur Sigurðsson. Fulltrúar Vest- mannaeyjasafnaðar: Oli Þ. Alfreðsson, Njörður Olason. Fulltrúar Dreifðra: Elsa Guðrún Sveins- dóttir, Lilja Sveinsdótdr. FASTANEFNDIR Fulltrúar hvers safnaðar fýrir sig kusu einn fulltrúa frá sér í allsherjarnefnd nema Reykjavík, sem vegna stærðar sinn- ar átti þar þrjá fulltúa. Allherjarnefnd var jrannig skipuð eftirfarandi aðilum: Sjálf- kjörinn: Graham Barham, fulltrúi Stór- Evrópudeildarinnar, formaður. Frá Reykjavíkursöfnuði: Harald Oskarsson, Heba Magnúsdótdr, Olafur Kristinson. Frá Hafnarfjarðarsöfnuði: Jóhann Hreggviðsson. Frá Suðurnesjasöfnuði: Karen Sturlaugsson. Frá Árnessöfnuði: Theodór Guðjónsson. Frá Vestmanna- eyjasöfnuði: Njörður Olason. Frá söfnuði dreifðra: Elsa Guðrún Sveinsdóttir. Eftirfarandi tillaga allherjarnefndar um skipun tillögunefnd fundarins, sem var eina fastanefndin sem mynduð var á fundinum, var samþykkt: Björgvin M. Snorrason, Einar V. Arason, Jón Hj. Jónsson, Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Candi. ÁFRAMHALD FUNDARINS Eftir matarhlé flutd Grahams Barham ávarp þar sem hann undirstrikaði mikil- vægi að söfnuðurinn sökkvi sér ekki niður í stofnanarekstur, sérílagi óarðbæran rekstur sem gæti skapað fjárhagslegt óöryggi og tekið upp tíma og athygli stjórnenda safnaðarins, heldur að hann einbeiti sér að því að fylgja þeim starfs- aðferðum sem borið geta sem mestan árangur til uppfyllingar hinum eiginlega tilgang safnaðarins: að boða fagnaðar- erindið um Jesú Krist og bráða endur- komu hans. Hann sagði það skoðun Stór- Evrópudeildarinnar að ekki sé framtíð fyrir Hlíðardalsskóla. Þá fór undirritaður nokkrum orðum um þau nefndarstörf og almennu safn- aðarfundi sem fariða hafa fram s.l. ár til að kanna mögulegt framtíðarhlutverk Hlíðardalsskóla. En meginniðurstöður þessara kannana eru í stuttu máli þær að ekki er talið ráðlegt eða mógulegt fyrir söfnuðinn að reka hvorki skóla í Hlíð- ardal eins og verið hefur eða heilsu- rekstur nema hið opinbera komi þar að málum með töluverðan rekstrarstuðning sem ekki virðist vera möguleiki fyrir um þessar mundir. ÁFRAMHALD FUNDARINS Þá hófust almennar umræður um þá dllögu stjórnar Samtakanna sem lá fyrir fundinum að aðalfundurinn gæfi stjórn- inni fullt umboð til þess að kanna til hlýt- ar hvaða möguleikar séu fýrir hendi á nýtingu Hlíðardalsskóla utan safnaðarins og að þetta umboð fæli jafnframt í sér leyfi til handa stjórninni til að selja Hlíðardalsskóla í heild eða hluta eignar- innar ef viðunandi tilboð fengist að mati stjórnarinnar. Sextán fulltrúar tóku til máls um jtessa tillögu og allmennt um stöðu og framtíð Hlíðardalsskóla. Síðan fór fram leynileg atkvæðagreiðsla og niðurstöður hennar voru þær að 54 fulltrúar greiddu atkvæði, þar af voru 36 atkvæði með tillögunni, eða 66% atkvæða, 14 atkvæði á mód, eða 26% atkvæða og 4 skiluðu auðum seðli, eða 7% þeirra sem þátt tóku. SAMÞYKKT FUNDARINS Tillaga að orðun samþykktar fundarins var síðan lögð skriflega fýrir alla fundar- menn sem síðan skiptu sér í hópa til að hver og einn gæti haft áhrif á orðalag. Nefndarmenn tillögunefndarinnar skiptu sér í þessa hópa og voru ritarar hópanna. Nefndin hittíst síðan að loknu hópastarfi til að vinna sameiginlega tillögu sem síðan var lögð fýrir fundin. Endanleg samþykkt aðalfundarins hljóðar svo: Samþykkt: 1. Að aukaaðalfundur Samtala Sjöunda dags aðventista á Islandi þann 1. desember 1996 veiti stjórn Sam- takanna, í nánu samráði við Stór- Evrópudeildina og í samræmi við reglugerðir safnaðarins, umboð til þess að selja Hlíðardalsskóla og að and\drði sölunnar verði í sameigin- legri vörslu Deildarinnar og stjórnar Samtakanna. 2. Að skýr áætlun um notkun and- viröisins sem mæti óskum jafnt Deild- arinnar sem Samtakanna verði gerð og kynnt söfnuðinum á Islandi. Þar eð fundarskráin var tæmd var fundi slitið með bæn. Eric Gudmundsson AðventFréttir 3

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.