Aðventfréttir - 01.04.1996, Side 8

Aðventfréttir - 01.04.1996, Side 8
Fordæmi Krists fólst í stöðugum sam- ræðum, aðvörunum, hvatningum, fyrir- gefningum og endursköpun. Jafnvel Júdas dró í lengstu lög að yfirgefa Krist því hann kunni að meta það og vildi meira af því sem hann sá í fari hans. Agi, sem er beitt skynsamlega, gefur barninu meiri sjálfsvirðingu og betri hegðun. I þýðingu sinni á Ef 2 kemur Eugene Peterson þessu vel til skila: „Hann tók líkama okkar dauða af synd, og gjörði okkur lifandi í Kristi,, Nú erum við þar sem Guð vill hafa okkur og hann gefur sér nægan tíma hér á jörðinni og um alla eilífð til að úthella yfir okkur náð Krists og vinsemd" (The Message). Ogun hefur ekki að markmiði að „lemja úr mönnum slæma hegðun", heldur að laða þá að Kristi. 7. ERFIÐLEIKAR Lífið er ekki auðvelt, allra síst líf for- eldra. Erfiðlcikar koma upp á óheppileg- ustu tímum og virðast gerðir til þess eins að framkalla hið versta í okkur. Kettlingurinn hennar Jennýjar sem hún hafði nýlega fengið í afmælisgjöf kom sér fyrir á viftureim bílsins í þann mund sem bifreiðin var ræst og fjölskyld- an var á leið til kirkju. Skal jarðsetja kött- inn á meðan á guðsþjónustunni stendur, eða að henni lokinni? Nonni er alveg að komast í mark í hjól- reiðakeppninni, 10 sekúndum á undan næsta keppanda, þegar hann lendir á steini og fellur á götuna. Hann er reiður og sár en samt hreikinn yfir að hafa næst- um því náð svo góðum árangri. Hvað á pabbi að segja undir slíkum kringum- stæðum? Mamma og pabbi eru ósátt hvort við annað og börnin vita af því. Hvort okkar um sig telur sig hafa rétt fyrir sér, svo að orð um fyrirgefningu og sátt eiga að koma frá hinum aðilanum. En þá minn- umst við ábyrgðar okkar sem fyrirmyndar um kærleika Guðs. Eitt barnanna kemur heim seinna, miklu seinna, en um var talað. Er þá viðeigandi að „vera góðviljaður"? ,AHir vinir mínir ætla í bíó í kvöld. Má ég fara?" Listinn yfir vandamál tekur engan enda! Og þó er þetta allt svo spennandi, þar sem hver uppákoma kallar á meiri visku en er til staðar og hvert tilfelli er Guðs tækifæri til að sýna mátt sinn í okkur. Fjórar meginreglur hafa reynst okkur gagnlegar í meðhöndl- un vandamála. Brostu strax og dragðu djúpt að þér andann. Þetta á eflaust eftir að versna! Flest vandamál eru meðfærilegri eftir að eldurinn hefur slokknað. Biðjið Guð um hjálp, sameiginlega, ef mögulegt er. „Vertu góðviljaður/góðviljuð". 8. STUÐNINGUR Jesús borðaði heima hjá Mörtu, fiskaði með Pétri, gekk með hveijum sem var, sagði börnum ótal sögur og var besti vinur Lasarusar. Þar sem hann er for- dæmi okkar í samskiptum okkar við börnin, þá þýðir þetta að við munum styðja hugmyndir þeirra, vini þeirra, markmið, vonir og breytingar. Veittu þeim stuðning líka þegar þeim finnst sem enginn styðji þau. Mættu á keppnisleiki þeirra. Njóttu þess að hlusta á hljóð- færaæfingar jteirra. Hafðu lausan síma fýrir maraþonsímtöl táninganna. Hlust- aðu á tónlist þeirra. Hafðu gaman af bröndurunum þeirra og njóttu jtess að fá vini þeirra í heimsókn. Bjóddu upp á poppkorn og pitsur og bakaðu þúsundir terta fyrir þau. Brostu. Fadmabu. Sjáðu til þess að heimilib sé alltaf öruggasti stadurinn fyrir barníö þitt. Knúsaðu börnin þín oft. Láttu barnið aldrei fara í háttinn, í skólann, til vinnu, eða jafnvel út að leika sér án jtess að tjá því ást þína. Sýndu blíðu og rósemi. Vertu hvetjandi. Spurðu skyn- samlegra spurninga, þeirra spurninga sem þau vilja helst ekki heyra frá þér. Brostu. Faðmaðu. Sjáðu til þess að heim- ilið sé alltaf öruggasti staðurinn fyrir barnið þitt. 9. MISTÖK Mistök eru undanfari fyrirgefningar. Og fyrirgefning er undanfari þroska. í minningabanka fjölskyldunnar er að finna allmörg slæm mistök eins og t.d. þegar pabbi öskraði á Nonna þegar hann stöðvaði ekki bílinn við vegaskiltið á ferðalaginu. Það var ljóta uppistandið þegar reiði og tár fengu fulla útrás. En svo kom fyrirgefningin í kjölfarið. Eða þegar besti kokkur í heimi gerði hnetuböku sem brann við og varð hörð eins og gijót. Það tók langan tíma áður en hláturinn lokkaði fram bros á vörum eldabuskunn- ar. Slíkar minningar rifja upp sárindi og fyrirgefningu. Og lof sé Guði fyrir það að allt hefur þetta hjálpað okkur til að þroskast. Farsæld er mikið undir því komið hvernig þú meðhöndlar mistökin. Samuel Beckett skrifaði: „Alltaf að reyna. Alltaf að mistakast. Gerir ekkert til. Reyndu bara aftur. Gerðu mistök aftur. Gerðu betri mistök." 10. LEIKIR Leikið ykkur saman. Ein af uppáhaldsminningunum okkar snýst um það þegar \ ið reyndum að telja gervitunglin á stjörnubjörtum himn- inum. Aðrar minningar eru frá bátsferð- um á ánni, eða þegar við létum okkur reka niður straumharða á í björgunar- vestinu einu saman. Og ekki má gleyma borðtennisleikjúnum, keiluspilunum, pússlumyndunum og góðu myndbönd- unum. Mundu bara að lykilorðið í þessu öllu er „að vera santan." Að leika sér. Að brosa. Að skapa minn- ingar. Saman. 11. LEIÐARSTJÖRNUR Farsælir foreldrar sækja styrk sinn í sambandið við Krist. Eftirfarandi leiðbeining Drottins hefur verið okkur leiðarljós í foreldrahlutverki okkar: „Þér skínið hjá þeim eins og ljós í heiminum. Haldið fast við orð lífsins." Fil 2.15-16. A okkar heimili köllum við Jesú leiðarstjörnuna okkar sem við getum snúið okkur til af mikilli alvöru þegar taka þarf stórar ákvarðanir, eða þegar lífið leikur okkur grátt. Það er afar mikilvægt í mótunarferli barnanna að þau geti eignast slíkt leiðarstjörnusamband. Þau sjá að okkur foreldrunum reynist farsælt að treysta Guði, Orði hans og leiðbeiningum góðra vina. Því munu þau einnig vilja tileinka sér það sem virkar í lífi okkar. Því miður getum við ekki gefið |)ór ein- falt kerfi sem örugglega verður til þess að börn meðtaki Jesú Krist sem frelsara. Við höfum hins vegar sýnt fram á leiðir sem okkur hafa reynst árangursríkar. Haltu þétt í hendi Guðs og haltu líka þétt í hendur barnanna þinna. Kreistu hvort tveggja og brostu. I brosi okkar og hand- taki finna börnin kærleika Guðs. Og í hlýju kærleika okkar getur vel farið svo að þau uppgötvi að Kristur og samfélag við hann reynist einfaldlega ómótstæðileg. Brenda og Richard Duerksen eru mamma ogpabbi sem sinna foreldra- hlulverki sínu med því ad tengja börnin sín upþsþrettu frelsis og kær- leika, hinum ómótstcedilega frelsara okkar. Þýöandi: Sleinþór Þórbarson 8 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.