Tölvumál - 01.11.1982, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.11.1982, Blaðsíða 10
10 SAMRÆMING ORKUREIKNINGAKERFA HÉRLENDIS Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur unnió orkureikninga í gagna- vinnsluvélum í þrjátíu ár, eöa frá 1952, að hún varö aðili aó stofnun Skýrsluvéla rikisins og Reykjavíkurborgar. Eftir aó gagnavinnslutölvur komu til sögunnar hér á landi á sjö- unda áratugnum tóku orkuveitur aó tölvuvæóast hver af annarri. Nú munu flestar ef ekki allar stærri orkuveitur vinna orku- reikninga og tilheyrandi gögn í tölvum. Á hinn bóginn hafa orkureikningakerfi til þessa orðið bæöi mörg og margvísleg og of litið hefur stefnt í átt til samræmdra kerfa. Á vegum Sambands islenskra rafveitna (SlR) hefur um nokkurt skeió verió unnið aó þvi aó samræma þessi mál með það aó markmiði, að öllum orkuveitum gefist kostur á stöðluöu orku- reikningakerfi. Fyrir valinu hefur nú orðió kerfi (ABBAS), sem Rannsóknastofnun norsku rafveitnanna hefur þróað. Rafmagnsveita Reykjavikur hefur þegar keypt þetta kerfi og mun innan tiðar taka það i notkun. Verður þaó keyrt á VAX tölvu, sem stofnunin hefur keypt i þessu skyni. Rafmagns- veitur rikisins gera ráð fyrir aö taka kerfió i notkun á næsta ári (1983) og, eins og RR, keyra það á eigin tölvu. Nefnd á vegum SÍR vinnur nú að þvi að leita hagkvæmustu leiða fyrir hinar ýmsu orkuveitur, aðrar en RR og RARIK, til aó nýta ABBAS-kerfió. - ók. "... og hér koma svo tölur siðustu þriggja mánaóa."

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.