Vísbending - 02.11.2009, Blaðsíða 1
ÍSBENDING
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
2. nóvember 2009
43. tölublað
27. árgangur
ISSN 1021-8483
Hvernig á að verðmeta Haga?
Aíslandi er varla hægt að tala
um að hlutabréfamarkaður sé
lengur starfandi. Viðskipti eru
lítil með þau örfáu félög sem enn eru
skráð á markaði. Allir eru þó sammála
um að nauðsynlegt sé að byggja
upp slíkan markað á ný. Eitt af því
mikilvægasta, sem þá bíður manna, er
að meta verðmæti íyrirtækjanna. Hér á
landi hefur verið mikið litið á hagnað
íyrir afskriftir eða EBIDTA. Aherslan á
þessa stærð ber vott um hugsunarhátt
bankamanna, sem vildu vita hve mikið
væri óhætt að lána fyrirtækjunum. Nú
er öllum ljóst að almennt voru fyrirtæki
skuldsett allt of mikið og því rétt að
horfa á aðra mælikvarða sem sumir þóttu
gamaldags fyrir tveimur árum. Hollt er að
eiginfjárhlutfall sé að minnsta kosti 30%
og mörgum liði betur núna, ef hlutfallið
hefði verið nær 40% fyrir hrunið mikla.
Jafnframt er mikilvægt að veltufjárhlutfall
falli ekki langt undir 1,0 en það er
mælikvarði á það hve vel fyrirtæki geta
greitt reikninga.
Hér veltum við hins vegar fyrir okkur
V/H-hlutfallinu, en það sýnir hlutfallið
Tafla:V/H-hlutfall 28.10.2009
V/H-hlutfall
Þýskaland 22.9
Austurríki 22.4
Holland 20.1
Noregur 19.7
Bandaríkin 19.4
Frakkland 18.4
Danmörk 17.7
Finnland 16.2
Bretland 11.8
Svíþjóð 11.3
Heimild: Fniancial Times.
Mynd:V/H-hlutfall S&P vísitölunnar bandarísku 1871-2009
á milli verðmætis fyrirtækisins og árs-
hagnaðar. Það getur gefið vísbendingu um
hvort fyrirtæki er dýrt eða ódýrt. I ástandi
eins og hér á landi, þar sem fyrirtæki eru
að rétta úr kútnum eftir stóráfall, er hægt
að nýta hlutfallið til þess að meta hve
mikinn hagnað þarf til þess að standa
undir ákveðnu verði. Við nýtum það til
þess að verðmeta Haga.
V/H-hlutfall í ýmsum löndum
I meðfylgjandi töflu sést hvernig V/H-
hlutfall var í ýmsum löndum í lok október
2009. Þar sést að á þennan mælikvarða
eru hlutabréf dýrust í Þýskalandi en
ódýrust í Svíþjóð. Hægt er að túlka V/H-
hlutfallið sem þann tíma sem það tekur að
borga upp hlutabréf með hagnaði. Því eru
þýskir fjárfestar tæplega 23 ár að fá hagnað
upp í sín hlutabréf meðan Svíar eru ekki
nema ellefu ár. Þetta er þó ekki einhlítur
mælikvarði því að greiðsla arðs hefur líka
áhrif á verðmatið, en ekki síst væntingar
manna um hver hagnaður verði. Því mætti
líta svo á að Þjóðverjar væru bjartsýnni á
framtíð sinna fyrirtækja en Svíarnir.
Annars staðar á Norðurlöndum er
V/H-hlutfallið milli 16 og 20, sem er í
Nú er öllum ljóst
að almennt voru
fyrirtæki skuldsett
allt of mikið og
því rétt aó horfa á
aðra mælikvarða
sem sumir þóttu
gamaldags fyrir
tveimur árum.
takt við Bandaríkin og Frakkland. Þessar
tölur eru þó marklausar ef við höfum ekki
hugmynd um hvaða hlutfall er „rétt“.
Langtímameðaltal á stórum hlutabréfa-
mörkuðum er yfirleitt í kringum 15 (sjá
mynd). Þegar markaðurinn fer langt frá
þessu meðaltali í aðra hvora áttina er
það yfirleitt merki um að verð sé of lágt
eða of hátt. En það er auðvitað fleira en
hagnaður sem ræður verði hlutabréfa.
Eftirspurn ræðst af því hve mikið fjármagn
er á markaðinum, hvaða fjárfestingakostir
aðrir eru til og hve hræddir fjárfestar eru
við þá áhættu sem fylgir hlutafélögum.
framhaUl á hls. 2
\ Einn af þeim mælikvörð- Nú hafa komið fram ■ Q Vísbending tekur nú A Heiðarleiki og hugrekki
1 unt sem gefur hugmynd f \ tillögur um að taka upp ■ yj upp þá nýjung að beina er sá kostur sem
um verðmæti fyrirtækja stighækkandi tekjuskatt. : nokkrum spurningum einkum prýðir góðan
er V7H-hlutfall. Hann er^fytngWötflþjc^/ til sérfræðinga. 4// stjórnmálaforingja.
VÍSBENDING • 43. TBL. 2009 1