Vísbending


Vísbending - 02.11.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.11.2009, Blaðsíða 2
ISBENDING Stighækkandi tekjuskattur óheppilegur Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor Forystumenn núverandi stjórnar- flokka tala um að taka upp stighækkandi tekjuskatt. Þetta er skattur, þar sem menn greiða því hærra hlutfall tekna sinna sem tekjurnar eru hærri. Maður með 200 þúsund krónur í mánaðartekjur greiðir til dæmis 20%, maður með 300 þúsund 25% og svo framvegis. Auðvitað er líka til stiglækkandi tekjuskattur, og tíðkast hann enn sums staðar (til dæmis í sumum kantónum Sviss, þar sem erlendir auðmenn, sem setjast vilja þar að, geta samið um skattgreiðslur sínar). Andstæða stighækkandi tekjuskatts er flatur skattur. Þá greiða menn sama hlutfall af tekjum sínum, hverjar sem þær eru. Fjármagnstekjuskattur á Islandi var fram á síðastliðið sumar til dæmis flatur 10% skattur á fjármagnstekjur. Fyrirtækjaskattur er flatur 15% skattur á hreinar tekjur íyrirtækisins. Það er tilefni til að rifja upp, hvers vegna flestir sérfræðingar um skattamál eru andvígir slíkum skatti. Fyrst er þess að geta, að ekki er allt sem sýnist um hann. Islendingar búa við há skattleysismörk, um 113 þúsund krónur á mánuði, og eftir það greiða venjulegir launþegar um 37% af tekjum sínum í tekjuskatt. Þetta sést á 1. mynd. Þetta er því flatur skattur að nokkru leyti (þegar komið er yfir 113 þúsund krónurnar). En hann er auðvitað stighækkandi að öðru leyti: Maður með 100 þúsund króna mánaðartekjur greiðir 0% af tekjum sínum í skatt, maður með 200 þúsund greiðir 16%, maður með 300 þúsund greiðir 23% og svo áfram. Eftir því sem tekjurnar hækka, greiða menn vegna hinna háu skattleysismarka hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt. Skattbyrði hópa Mörgum hefur líka sést yfir annað. Hér hefur aðeins verið rætt um verga skattbyrði: Þetta er það, sem menn greiða til ríkisins. Hversu mikil er skattbyrði ólíka hópa, þegar tekið er tillit til greiðslna og þjónustu ríkisins við þá? Hver er með öðrum skattbyrðin, þegar greiðslur (eða ígildi þeirra) frá ríkinu hafa verið dregnar frá greiðslum til ríkisins? Eins og dr. Ragnar Árnason prófessor bendir á, má gera ráð fyrir, að ríkið greiði svipaða upphæð (eða ígildi hennar) til allra skattgreiðenda óháð tekjum. Efnamenn njóta að vísu í meira mæli löggæslu og landvarna, af því að þeir hafa meira að vernda, en fátækt fólk fær hærri bætur og nýtur eflaust frekar niðurgreiddrar þjónustu (þótt neytendur margvíslegrar þjónustu, til dæmis synfóníutónleika og háskólafýrirlestra, séu raunar sennilega frekar tekjuháir). Á 2. mynd er sýnt, hvernig hrein skattbyrði skiptist hlutfallslega á ólíka tekjuhópa í skattkerfi eins og hinu íslenska, þar sem skattleysismörk eru við 113 þúsund krónur og lagður 37% flatur tekjuskattur á tekjur ofan þeirra marka. Gert er ráð fýrir, að greiðslur frá ríkinu séu 75 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda. Sjá má af 2. mynd, að þessi flati vergi tekjuskattur er talsvert stighækkandi sem hreinn tekjuskattur. Þeir, sem eru undir 300 þúsund krónum á mánuði, greiða minna til ríkisins en þeir fá frá því (þeir eru hreinir þiggjendur). Fyrir tekjuhópana ofan við það hækkar hlutfallið smám saman og er meira en 20% fýrir þá, sem hafa 750 þúsund króna mánaðartekjur. Einn stuðningsmaður stighækkandi tekjuskatts, Indriði H. Þorláksson, fýrrverandi ríkisskattstjóri og núverandi aðstoðarmaður fjármálaráðherra, heldur því fram, að Adam Smith hafi aðhyllst slíkan skatt. En það er hæpið, eins og sést af ummælum Smiths í V. bók AuSlegSar þjóSanna frá 1776. Þar segir hann, að borgararnir eigi að leggja fé til ríkisins „í hlutfalli við tekjur". Augljóst er, að hann á þar við flatan (proportional) tekjuskatt, ekki stighækkandi (progressive). Hann segir að vísu síðar í sömu bók ekki óskynsamlegt, að efnafólk leggi meira af mörkum hlutfallslega en aðrir, en með því er hann að rökstyðja skatt á munaðarvöru, sem lendir eðli málsins samkvæmt frekar á efnafólki en öðrum. Þótt Adam Smith sé því ekki skoðanabróðir Indriða, á hann sér samherja, Karl Marx. Annað atriðið í upptalningu þeirra Marx og Engels í Kommúnistaávarpinu 1848 á brýnustu ráðstöfunum kommúnista var: „Háir og stighækkandi skattar.“ Rök á móti Hvaða rök eru síðan gegn því að ganga lengra en nú þegar er gert á íslandi, þar sem hinn flati skattur á tekjur ofan ákveðinna marka er í raun stighækkandi skattur? Hér skulu nefnd þrenn hagnýt rök gegn stighækkandi tekjuskatti. I fýrsta Iagi flækir slíkur skattur alla skattlagningu. Ef einstaklingar í sömu fjölskyldu þurfa að greiða 40% skatt af háum tekjum, en aðeins 20% af lágum tekjum, þá munu þeir skipta tekjum sínum upp á milli sín, maðurinn til dæmis telja tekjur fram á konuna og börnin í stað þess að skýra satt og rétt frá. Menn munu líka reyna að skipta tekjum sínum milli ára, svo að eitt árið, þegar þær eru óvenjuháar, lendi Mynd 1: Flatur 37% tekjuskattur með 113 þús. kr. skattleysismörkum 2 VÍSBENDING • 43. TBL. 2 0 0 9

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.