Vísbending


Vísbending - 02.11.2009, Síða 3

Vísbending - 02.11.2009, Síða 3
Mynd 2: Flatur vergur skattur = stighækkandi hreinn skattur Hrein skattbyröi þeir ekki í hærra skattþrepi. Hið sama er að segja um fyrirtæki. Orka þeirra fer ekki í að skapa verðmæti, heldur í að skipta tekjuöflun sinni milli einstaklinga, fyrirtækja og tímabila í því skyni að komast á lægra skattþrep. I öðru lagi stuðlar það að ábyrgðarleysi, þegar einn fjölmennur og öflugur hópur fær að leggja þyngri skattbyrðar á aðra fámennari hópa en hann ber sjálfur. Þetta gerist til dæmis, þegar meirihlutinn ákveður, að meðallaun og laun neðan við þau beri 20% skatt, en hærri laun 40% skatt. Það er ekki sami hópur, sem ákveður skattgreiðslurnar og verður fyrir þeim. Bandaríski skattasérfræðingurinn James M. Buchanan, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir, að skattar séu þá og því aðeins réttlátir, að allir geti sætt sig við þá, en einn hópur neyði þeim ekki upp á aðra. I þriðja lagi dregur úr vinnufysi við stighækkandi tekjuskatt. Menn verða ef til vill ekki latari, en þeir velja sér frekar óskattlagða starfsemi en skattlagða. Þeir hörfa út af hinum skipulagða og skattlagða vinnumarkaði. Ein afleiðingin verður, að skattstofninn minnkar, svo að skatttekjur ríkisins af tekjuskatti geta jafnvel lækkað, þótt skatthlutfallið sé hækkað. Bandaríski hagfræðingurinnogNóbelsverðlaunahafmn Edward S. Prescott hefur sýnt fram á sterk öfug tengsl vinnufysi og skattheimtu, þótt það væri efni í aðra grein að ræða um niðurstöður hans. Flatur skattur Sumar óæskilegar afleiðingar hás jaðar- skatts á tekjur liggja þó ekki í augum uppi, til dæmis sú að hann takmarkar hina hagkvæmu verkaskiptingu milli manna. Ef tekjuskattur er flatur, til dæmis 30%, þá breytir engu, hvernig lögfræðingur og smiður skipta með sér verkum. Þeir greiða báðir sama hlutfall af tekjum sínum í skatt. En ef tekjuskatturinn er stighækkandi, 20% af dagvinnu (meðaltekjum) og 40% af aukavinnu (háum tekjum), þá borgar sig frekar fyrir lögfræðinginn að sinna nauðsynlegu viðhaldi heima hjá sér en vinna sjálfur lengur og greiða smiðnum fyrir það, sem smiðurinn kann betur til verka í en hann sjálfur. Hann greiðir 40% af aukavinnu sinni, en smiðurinn 20% af vinnu sinni. Svipað er að segja um framkvæmda- menn. Þeir verða tregari til að taka áhættu við stighækkandi tekjuskatt. Þetta sést af einföldu dæmi. Setjum svo, að framkvæmdamaður sé á því skattþrepi, að hann greiði 30% af tekjum sínum í skatt. Hann á eina milljón króna, sem hann ætlar að fjárfesta. Hann veit um fjárfestingu, sem hann telur helmingslíkur á, að heppnist. Ef hún heppnast, þá græðir hann aðra milljón og flyst á hærra skattþrep, svo að hann greiðir 50% gróðans í tekjuskatt. Ef fjárfestingin misheppnast, þá tapar hann fénu og situr kyrr á sínu fyrra skattþrepi eða lækkar jafnvel um skattþrep. Eftir skatt getur hann með öðrum orðum grætt 500 þúsund krónur eða tapað 700 þúsund á fjárfestingu, sem helmingslíkur eru á, að heppnist. Með stighækkandi tekjuskatt er þungt lóð Iagt öðrum megin á vogarskálina. U jramhald afbls. 1 Þróunin á þroskuðum markaði Ef litið er á V/H-hlutfall í mjög langan tíma miðað við S&P vísitöluna í Bandaríkjunum kemur í ljós að mark- aðurinn sveiflast mjög mikið (sjá mynd). Eftir því sem hlutfallið er hærra er hættan meiri á því að verð hlutabréfa falli mikið. Þetta gerðist í dot.com-bólunni svonefndu um aldamótin 2000 og í hruninu mikla árið 1929. Síðastliðin ár var hlutfallið nálægt 30 sem er hættumerki. Við hrunið lækkaði það niður í 13,4, en hefur nú hækkað á ný og var komið yfir 20 þann 15. október. Síðan hefur verð lækkað aðeins. Meðfylgjandi mynd sýnir hlutfallið allt frá árinu 1871. Það var óvenjulágt árið 1982 og þegar eftirspurn jókst í kjölfar skattalækkana Reagans hækkaði hlutabréfaverð mikið. Verðið var líklega eðlilegt um 1990, en hélt áfram að hækka næstu tíu árin, þrátt fyrir að augljóst væri að hagnaður stæði ekki undir svo háu verði. Það sem hélt verðinu uppi voru væntingar um að verðið myndi halda áfram að hækka. Myndin bendir til þess að verðið nú sé hátt, en það er ekki þar með sagt að hlutabréfaverð lækki á næstunni. Flest bendir til þess að hagnaður aukist, þannig að jafnvel þó að V/H-hlutfall stæði í stað myndi verð hlutabréfa hækka. Þó er líklegra að hlutabréfavísitalan haldi sig nálægt núverandi stöðu og V/H-hlutfallið lækki á næstunni. Dæmi af íslandi Fram kom í Morgunblaðinu 2.11. að félagið 1998 ehf. skuldar Nýja Kaup- þingi 48 milljarða króna, skuld sem varð til þegar félagið keypti Haga af Baugi á síðasta ári. Miðað við V/H-gildið 15 ætti hagnaður Haga eftir skatta að nema 3,2 milljörðum króna. I raun mun þó hagnaður hafa verið miklu minni. Kunnugir telja að 700 milljónir gætu verið nærri lagi. Því væri raunverulegt verðmæti fyrirtækisins nær 10 milljörðum en 48. Sagt er í frétt Morgunblaðsins að 1998 ehf. hafi nokkrar vikur til að koma með fjárframlag upp á 5-7 milljarða kr. inn í félagið til að geta haldið yfirráðum í Högum. Miðað við það sem að framan er sagt er það ekki fráleitt miðað við verðmat Vísbendingar á fyrirtækinu (miðað við afar litlar upplýsingar). Umræðan snýst reyndar ekki um verðið heldur hvort eðlilegt sé að núverandi eigendur haldi fyrirtækinu eftir afskrifir skulda, sem blasa við. ea VÍSBENDING • 43. TBL. 2 0 0 9 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.