Verktækni - 01.02.2008, Side 4
Af k jaramálum SV og KTF Í
Aðalfundur KTFÍ verður 27. mars
Aðalfundur Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27.
mars næstkomandi kl. 17:00 í Verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9.
Aðalfundur SV verður 3. apríl
Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl næstkom
andi kl. 17:00 í Verkfræðingahúsinu að Engjateigi 9.
Frá Orlofssjóði Stéttarfélags verkfræðinga
Páskaúthlutun í Hraunborgum!
Sjóðfélögum í Orlofssjóði SV gefst nú kostur á að sækja um dvöl í orlofshúsum SV um
páskana 2008. Bústaðirnir eru í Hraunborgum í Grímsnesi. Leigutíminn er frá 19.326.3.
Úthlutun er þannig háttað að þeir sjóðfélagar sem flest OSVstig hafa fá vikunum úthlut
að. OSV stig = (30 + sjóðaldur)/(1+fjöldi úthlutana síðustu fimm ár).
Úthlutun reiknast síðan til stiga eins og sumarúthlutun. Til þess að sækja um er hægt að
sendatölvupóst á netfangið sv@sv.is
Ekki verða send út sérstök umsóknareyðublöð.
Einnig er hægt að hringja á skrifstofu SV. Síminn er: 568 9986.
Umsóknarfrestur er til 16. febrúar.
Vetrarleiga 2007/2008
Akureyri, íbúð
hótelmiðar, innan-
og utanlands
Hraunborgir, 2
orlofshús
Mikil eftirspurn er eftir orlofshúsum OSV í
Hraunborgum í Grímsnesi utan sumartíma.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þennan
kost veturinn 20072008 ættu að panta
húsin sem fyrst. Eftirspurnin hefur verið
mikil þetta haust og allar helgar nýttar.
Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að
ræða fyrir vetrarleigu en áhugasamir eru
beðnir að snúa sér beint til skrifstofu SV.
Tölvupóstfang: sv@sv.is og sími: 5689986.
Í vetur standa félagsmönnum hótelmiðar
til boða eins og áður bæði í Reykjavík og
úti á landi. Skrifstofan veitir sömuleiðis
upplýsingar um þá.
Líkt og liðinn vetur er möguleiki að
sækja um íbúðina á Akureyri en hún
er í eigu Félags opinberra starfmanna á
Suðurlandi (FOSS) og er samkomulag
um að OSV nýti þær vikur sem eru lausar.
Hægt er að skoða íbúðina á: http://www.
foss.bsrb.is/orlofsmal/akureyri/. Nánari
upplýsingar veitir skrifstofa SV.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Áhugasamir um þessa kosti eru beðnir
að snúa sér til skrifstofu SV. Tölvupóstfang:
sv@sv.is og sími: 5689986.
Starfsmenn hjá
sveitarfélögum
Að gefnu tilefni viljum við benda
starfsmönnum sveitarfélaga á að fara
yfir stigin sín í starfsmatskerfinu. Eftir
endurskoðun kjarasamningsins sendi
launanefnd sveitarfélaga tilkynningu
til sveitarfélaganna um breytingarnar
sem gerðar voru. Endurmatið nær til
eftirfarandi breytinga og gilda þær aft
urvirkt frá 1. apríl 2007:
1. Í stjórnunarábyrgð ná stigin nú í 50
stig í stað 40 áður en við bætist nýtt
matsatriði sem er staðgengilshlut
verk.
Áhrifin eru þessi:
40 Staðgengill yfirstjórnanda
Staðgengill yfirstjórnanda með 50
stig.
50 Yfirstjórn
Næsti undirmaður sveitar og/eða
bæjarstjóra, s.s. sviðsstjóri, veitu
stjóri, bæjartæknifræðingur
2. Breyting var gerð á stigamati í
Fjölda ábyrgðarstiga:
Áhrifin eru þessi:
eitt svið 10 stig var áður 0
tvö svið 25
þrjú svið 35
fjögur eða fleiri 50
Félagsmenn eru hvattir til að íhuga
hvort ástæða er til að óska eftir launa
viðtali.
Að vera í
Stéttarfélagi
Stéttarfélag verkfræðinga og
Kjarafélag Tæknifræðingafélags
Íslands eru að því leyti sérstök meðal
stéttarfélaga að um helmingur félags-
manna þeirra eru utan kjarasamn-
inga. Því miður hefur það í seinni
tíð orðið útbreidd skoðun meðal
háskólamenntaðs fólks að betra sé að
vera utan stéttarfélags en innan. Ekki
hefur staðið á stjórnendum fyrirtækja
að mæla þessari skoðun bót. Margoft
heyrist sagt að háskólamenntað fólk
sé fullfært um að sjá sínum kjaramál-
um vel borgið. Það er alveg hárrétt.
Ekki má þó gleyma því að vinnuveit-
endur hafa fagmenn sem sjá um gerð
ráðningarsamninga og er full ástæða
fyrir verkfræðinga og tæknifræð-
inga að gera slíkt hið sama. Það eru
of margir sem sitja uppi með lélega
ráðningarsamninga og sjá eftir að
hafa ekki látið lesa þá yfir fyrir und-
irritun.
Nútíma kjarabarátta byggir á upp-
lýsingum. SV og KTFÍ eru upplýs-
ingabrunnar um kjaramál og félögin
fylgjast vel með þróun kjaramála bæði
hér á Íslandi og í nágrannalöndum.
Það hefur reynst mörgum dýrmætt
að fá aðstoð stéttarfélags við gerð
ráðningarsamnings. Skylt er að það
komi fram að í mörgum tilfellum eru
þeir sem eru að ráða verkfræðinga og
tæknifræðinga ánægðir með að leitað
sé til viðkomandi stéttarfélags. Þessir
aðilar vilja að starfsmaðurinn sé sátt-
ur og oft eru fyrirtækin með þessu að
komast hjá deilum við ráðningarslit
með tilheyrandi kostnaði.
Það er skrýtið ef sá sem ræður fólk
til vinnu vill á einhvern hátt hafa yfir-
burði þegar til samninga er gengið.
Ekki getur það talist eftirsóttur starfs-
kraftur sem í engu skeytir um sín
ráðningarkjör en lætur einhliða segja
sér hvernig hlutirnir „eigi að vera”.
Þrúður G. Haraldsdóttir
sviðsstjóri kjaramála.
Efni á heima–
síðurnar
Þeir sem óska eftir að fá birtar tilkynn
ingar, fréttir og annað efni á vefjumVFÍ,
SV og TFÍ geta sent tölvupóst til rit
stjóra Verktækni (sigrun@vfi.is eða sigr
un@tfi.is).