Verktækni - 01.02.2008, Blaðsíða 1

Verktækni - 01.02.2008, Blaðsíða 1
Kjaramál KTFÍ og SV 4 Örtæknikjarni 8 Menntunarkröfur 10 Hækkanir hjá sjóðum KTFÍ 7 Frá formanni VFÍ 12 1 . t b l . 1 4 . á r g . 2 0 0 8 AFL 20 ára 6 Lj ós m /M or gu nb la ði ð Snjóflóðavarnir – umhverfi og samfélag Verkfræðingafélag Íslands og Tækni­ fræðingafélag Íslands, í samstarfi við Umhverfisráðuneytið, Vegagerðina, Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun, Landsnet og Samband íslenskra sveit­ arfélaga standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Egilsstöðum dagana 11. – 14. mars nk. um málefni snjóflóðavarna, mannvirkjagerð­ ar, umhverfis og samfélags. Einnig koma að ráðstefnunni Norges Geotekniske Institutt (NGI) og Wilbauch und Lawinen Verbaaung (WLV) sem hafa komið að mörgum snjóflóðaverkefnum hér á landi á undanförnum árum. Félagasamtökin International Glaciological Society (IGS) eru sérstakur stuðningsaðili ráðstefnunnar. Frá því að mannskæðar snjóflóðahrinur gengu yfir landið árið 1995 hefur áhersla verið lögð á rannsóknir og þróun á sviði snjóflóðamála og markvissar aðgerðir til þess að draga úr snjóflóðahættu. Þær hafa falist í hættumati, uppbyggingu varn­ arvirkja og flutningi byggðar af hættusvæð­ um. Eftir þessu hefur verið tekið víða um lönd. Nokkuð hefur verið fjallað um þau miklu mannvirki sem byggð hafa verið en minna hefur borið á umfjöllun um umhverfi, skipulag og samfélagslega þætti sem þessi mannvirki hafa áhrif á. Markmið ráðstefnunnar er meðal annars að fá fram þverfaglega umræðu um þetta málefni þar sem ólík sjónarhorn eru kynnt eða krufin til mergjar. Enskt heiti ráðstefnunnar er: International Symposium on Mitigative Measures against Snow Avalanches. Nánari upplýsingar eru á vef ráðstefn­ unnar: www.orion.is/snow

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.