Verktækni - 01.02.2008, Blaðsíða 12
12 / VERKTÆKNI
Almenn vörustjórnun: Stjórnun
flutninga og dreifing
Fjallað almennt um helstu þætti vöru
stjórnunar í flutningamálum og dreifingu.
Mismunandi eiginleikum mismunandi
flutningamáta, vörubíla, lesta, flug og
sjóflutninga eru gerð skil og forsendur
vals á flutningamáta skoðuð, hérlendis
og erlendis. Uppbygging dreifingarkerfa
verður skoðuð, þar sem áhersla er lögð á
að greina forsendur miðlægra og dreifðra
dreifingarkerfa, hvaða hlutverk mismun
andi einingar í dreifikerfum hafa og hvern
ig má bæta stjórnun í birgðageymslum og
dreifingarstöðvum. Umhverfisáhrif flutn
inga og dreifingar verða einnig könnuð.
Námskeið á vegum Endurmenntunar HÍ
Kennari: Gunnar Stefánsson, Ph.D.
Tími: Fös. 15. og 22. feb. kl. 8:1512:00.
Verð: kr. 28.300.
Florence Kennedy: Vinnustofa í
samningatækni
Færni í samningatækni er afar mik
ilvæg í öllum nútímaviðskiptum. MPM
nám verkfræðideildar HÍ, í samstarfi við
Endurmenntun HÍ, býður nú til öflugs
námskeiðs í samningatækni í umsjá eins
af fremstu sérfræðingum Breta á þessu
sviði, Florence Kennedy. Um er að ræða
efnismikla og krefjandi vinnustofu þar
sem kennt er með raunhæfum verkefnum
og æfingum sem skerpa sýn og auka á
Í tilefni af ráðningu nýs orkumálastjóra
sendi Kvennanefnd Verkfræðingafélags
Íslands iðnaðarráðherra bréf, þann 3. jan
úar síðastliðinn, þar sem sjónarmiðum
nefndarinnar var komið á framfæri.
Bréfið var einnig sent á alla fjölmiðla
og undirritað af stjórn nefndarinnar. Nafn
undirritaðar var þar á meðal en hún er
ein af fimm stjórnarmönnum nefndarinn
ar. Í forföllum formanns nefndarinnar
féllst ég á að veita Ríkissjónvarpinu viðtal.
Hvorki í bréfinu né í viðtalinu kemur fram
Frá formanni VFÍ
Vegna ályktunar Kvennanefndar
að þetta sé sjónarmið Verkfræðingafélag
Íslands. Það var sérstaklega tekið fram
við fréttamann Sjónvarps að þetta væri
ályktun Kvennanefndar VFÍ og ítrekað
að undirrituð veitti viðtal sem stjórn
armaður í nefndinni. Það er því alfarið
á ábyrgð fréttamannsins að í kynningu
á fréttinni var notaður titillinn formaður
Verkfræðingafélags Íslands.
Reykjavík, 14. janúar 2007.
Jóhanna Harpa Árnadóttir.
Eins og sagt hefur verið frá hér á síðum
Verktækni þá hefur undanfarna mán
uði verið unnið að gerð nýrra vefja fyrir
VFÍ og TFÍ. Ráðgert var að vefirnir færu í
loftið í upphafi ársins en ófyrirsjáanlegar
tafir urðu á lokasprettinum. Þegar þetta
er skrifað eru vefirnir tilbúnir en nýr vefur
SV verður tekin í notkun fljótlega.
Vefir félaganna þriggja verða með svip
uðu útliti og að mestu sama innihaldi.
Nýju vefirnir munu bjóða upp á mun
meiri gagnvirkni, til dæmis varðandi
stöðu umsókna, m.a. úr sjúkra, orlofs
og endurmenntunarsjóðum. Einnig
verður sameiginlegt spjallsvæði þar sem
félagsmenn geta skipst á skoðunum.
Félagsmenn VFÍ og TFÍ fá á næstu dögum
bréf með leiðbeiningum og lykilorði.
Félagsmenn eru vinsamlega beðnir um
að skoða vefina og koma með ábend
ingar um það sem betur má fara. Ritstjóri
vefjanna er Sigrún S. Hafstein, sem jafn
framt ritstýrir Verktækni. Tölvupóstfang:
sigrun@vfi.is eða sigrun@tfi.is
Tafir á uppsetningu vefja
skilvirkan hátt samningatækni þátttak
enda.
Kennari: Florence Kennedy, framkvæmda
stjóri Negotiate Ltd. í Edinborg.
Tími: Mán. 31. mar. og þri. 1. apr. kl. 8:15
16:00.
Verð: kr. 67.100.
Gæðastjórnun: Hugmyndafræði, stefna,
aðferðir og umbótastarf
Farið er í hugmyndir, aðferðir og þróun
gæðastjórnunar á innlendum og alþjóðleg
um vettvangi. Einnig í ábyrgð og hlutverk
stjórnenda í gæðastarfi. Gefið er yfirlit yfir
ISO 9000 staðlana og altæka gæðastjórnun.
Kynntar mats og mæliaðferðir í gæðastarfi,
s.s. sjálfsmat, vottun, samanburðarmæl
ingar (benchmarking), samhæfð mælikerfi
(Balanced Scorecard), ánægjuvog viðskipta
vina og gæðaverðlaun. Áhersla er lögð á að
vinna hagnýt verkefni sem miða að því að
móta gæðastefnu, leysa vandamál í ferlum
og setja fram lausnir í formi verklagsreglna.
Kennari: Davíð Lúðvíksson, rekstrarverk
fræðingur og forstöðumaður þjónustu og
þróunarsviðs hjá Samtökum iðnaðarins.
Tími: Mið. 2. apríl kl. 8:3016:00, fim. 3. og
fös. 4. apríl kl. 13:0017:00 (3x).
Verð: 44.500.
Verkfæri í verkefnastjórnun
Farið verður í grundvallaratriði nokkurra
verkfæra sem nýtast í verkefnastjórnun,
bæði við undirbúning og áætlanagerð sem
og við eftirfylgni. Hugkort verða kynnt,
bæði grunnatriði þeirra en einnig hvernig
þau nýtast í verkefnastjórnun og verkefna
vinnu. Einnig verður hugkortagerð með
tölvuforritum sýnd með sérstakri áherslu
á MindManager og æfingu í notkun þess
forrits. Farið verður í grundvallaratriði
verkáætlanagerðar og forrit sem nýtast við
gerð verkáætlana verða kynnt . Farið verður
í gegnum hnitmiðaða æfingu á grundvelli
MS Project og JCV Gantt og nemendum
gefið gott yfirlit yfir styrkleika og veikleika
þessara tóla og hvenær þau eiga helst við.
Einnig verður farið í notkun á hugbúnaði
og lausnum sem snúa að verkefnastjórnun
á netinu.
Kennari: Árni Sigurður Ingason MSc.,
vélaverkfræðingur.
Tími: Mán. 11. og mið. 13. feb. kl. 8:30
12:30.
Verð: kr. 36.900.
Nánari upplýsingar og skráning á nám-
skeiðin er á vef Endurmenntunar HÍ,
www.endurmenntun.is og í síma 525
4444.