Alþýðublaðið - 19.03.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1924, Blaðsíða 4
4 hann yröi ráöherra, ]>ví aí þangab mun feiðinni heitið fyrir honum og öllum hans flokksbræðrum, — helzt, að þeir gætu verið þar allir undir eins. Þá myndi þeim fyrst líða reglulega vel. Að endingu bið ég alla lesendur að taka ekki til þess, þótt þessar línur sóu nokkuð sundurlausar og ekki mjög mentamannlega stílaðar. Sóra Eggert Pálsson, þingmaður Kangæinga, þekkir sem prestur, að mentun sú, sem unglingar fengu fram að fjórtán ára aldri, var ekki svo beysin fyrir 20 árum, þótt það væri 1—2 vikur á vetri, og sjaldan ríflegri hjá þeim, sem voru aldir upp á sama hátt og ég. Pað þótti stundum þarfara, að slikir unglingar gerðu eitthvað annað en elta kennarana bæja á milli, svo að engan mentamanninn þarf neitt að undra, þótt í ein- hverju væri ábótavant, hvað stíla- mátann snertir. Oamall Bangwingur. Alpingi. Ingv. Pálmas. ber fram frv. um brt, á sveitarstjórnarlögunum; reikningsár hreppá sé almanaks- ár. Jón Baldv. flytur frv. um hlutfallskosningu nefnda í bæjar stjórn Háfnarfjarðar. Meiri hluti fjárv.nefndar viil breyta launa- íögum barnakennara þannig, að Iaunaviðbætur eftir þjónustu- aldrl og dýrtiðaruppbót greiðist af sömu aðiljum og eftir sömu hluttöilum, og að heimilt sé að segja upp með 6 mánaða fyrir- vara kennurum, er þær telja eigi þörf á vegna lögskipaðrar fræðuslu, — gert tii að létta byrði at ríkissjóði, þ. e. firra atvinnurekendur gjöldum í þann sjóð. Minnl hl. (P. Ott.) vili fresta framkv. fræðslulaganna. Magn. J. og Ásg. Ásg. vilja með þsál. fela stjórninni að skipa nafnd til að rannsaka og undirbúa þegnskylduvinnu. Frv. um máiið er f fylgiskjali. Sjávarútvegs- netnd nema Jón Baldv. flytur nú frv. um ríkisábyrgð á Iáni handa einstaklingum til togarakaupa í Hafnarf. P. Þórðars. ber fram brt, á sveitarstj.l. um, að slægju- áfnot t. d. geti orðið álögustofn til útsvars. Sjávarútvegsnefrd vlll veita heimild til að greiða yfirfiskimatsmönnuro iaunabætur. P. Ottes. vill með frv. herða á refsingu við skipstjóra fyrir land- helgisbrot. Ásg. Ásg., Sigurjóns- son Jónsson og Á. Jónss. viija með frv. láta greiða landhelgis- sektir í gullkrónum. Sv. Ól. og Ing. Bj. viija með þsál. skora á stjórnina, að keyptur verði guil- forði íslandsbanka eftir þvf, eem hann losnar. Meiri hiutl allsh.nefndar Nd. vili ekkl fallast á það í frv. til kosningarlaga fyrir Reykjavfk, áð menn hafi kosningarrétt, þótt þelr standi í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk vegna elii, heilsu- brests, ómegðar eða atvinnu- leysis. 1 meirl hlutanum eru tveir þingmenn Reykvíkinga, J. Þorl. og Magn. J. Fjárveitinganefnd Nd. hefir lagt frám breytingar- tillögur sínar við fjárl.írv. Tekju- megin eru þeir liðir einir hækk- aðir, er miðast við áfengisnautn. Gjaldamegin er ógrynni Hða lækkað og niður felt, en nokkrir hækkaðlr. í Ed. í gær vár frv. um nauða- samniega afgr. til Nd. og tvö smámál samþ. til 2. umr. í Nd. var íyrst afgr. til Ed. brt. á kosningalögum til Alþingls. Þá kom til umr. írv. um friðun rjúpna. Þar henti P. Ottes. það að minnast á, að f skilnaðar- veizlu við fyrrv. sendiherra Ðana hefðu verið étnar íslenzkar rjúp ur þrátt fyrir friðunioa. Varð af þessu nokkur úlfaþytur og áskor- anlr um réttarrannsóknir. Féll það niður við nánari skýrlngar ýmsra þingmanna á orðnm sínum. Frv. um löggiiding verzlunar- staðar á Málmeyjarsandi komst því í friði leiðar sinnar. P. Ottes. mun þó hafa þótt ráðlegra, að frv. hans um brt, á samv.lögun- um væri teklð út af dagskrá, eoda var svo gert, Frv. Jóns Baldv. um brt. á fátækralögun- um var vísað til 2. umr. eftir dálitlar umræður með 16:9 atkv. og til allsh.uefndar með 14 sam- hijóðíi. Þá kom til 1. umr. frv. M. G. ucn aukaúlsvar ríkiasto n- ana. Tók mikiil ijöídi þingdeiid- arm. tii máls, og kom fram svo mikill fjöldi skoðana, pð ógerlegt er að rekja hér; má mikið vera, ef állir þingdeildárménn hafa verið með helíum >sönsum< eftir ait það moldviðri. Ætti þó ekkl að vera erfitt að átta sig á ekki stórvægilegra máli. Annars er það einkennilegt fyrir Alþingi, hversu iangar verða áð jafnaði umræður þingmanna um smá- málin. Stórmálunum flaustra þeir aítur á móti oít svo af, að þeir vita margir ekki fyrr en eftir á, hvað þeir hafa drepið eða leitt í lög, og sumir aldrei. Ætta flokk- árnir að komá sér saman um beint eða óbeint að koma þvf lagi 'á, að einhver einn maður úr hverjum þeirra bæri fram állt sitt og fiokksmanna sinna í hverju máli og héldi uppi vörn fyrir það, ef þörf gerðist. Myndi það stytta umræður og neyða þingmenn til meiri viðsýni en þeir annars temja sér. Hafa sumir fiokkarnir komið sér stundnm saman um það, sem verra er, sbr. kjör Sigurjónssonar Jóns- sonar. Eftir að stór hópur hafðl sýnt speki síná í umræðunum, þar á meðal Sigurjónsson Jóns- son, var þvf vlsað til 2. umr. með 19 samhlj. atkv. og ailsh,- neíndar með 18. Verður verk nefndarinnar varla annað en áð greiða rof á moldviðrismökkinn. Dálítill meiningamunur varð milli J. Kj. og Tr. Þ. um, hvort frv. hins fyrra um útgáfu 5. flokks veðdeildarbréfa, er næst kom til umræðu, væri betra en frv, hins síðara um búnaðarlánadeiid við Landsbankann. Ákveðnar voru tvær umr. um þsái.till. um launa- uppbætur til yfirfiskimatsmanna og um guiikaup tii seðlatrygg- ingar. Frv. um afnám tóbaks- einkasöiunnar og hlutfallskosn- inganefnda í bæjarstj. Hafnarlj. voru tekln út at dagskrá. Hætarlæbnir er í nótt Halid. Hansen Miðstræti 10, sími 256. Rltatjóri ®g ábyrgðarniaðKr: HsSIbjöm HaÍMómsa, Preatsealðja Hsíigrlass B@n®áLktss©sar, Bsrgstaðaatræti **j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.