SSFblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 5

SSFblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 5
ERLENT Fréttir af félögum okkar á Norðurlöndum Frá Noregi Nýlega var haldið þing norskra samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þar eru starfsmenn banka og tryggingafyrirtækja saman í stéttarfélagi. Jorunn Berland var endurkjörinn formaður en hún situr þar með sitt þriðja tímabil í forsæti samtakanna. Þingið samþykkti að lengja tímabil milli þinga úr tveimur árum í þrjú. Á síðasta kjörtímabili var stærsta viðfangsefnið deila við viðsemj- endur um samningsrétt félagsins um lífeyris- kjör félagsmanna. Þeirri deilu lauk með því að félagið boðaði til verkfalls sem tók gildi í áföngum. Viðsemjendur svöruðu með vinnu- banni og þegar deilan var komin í hnút setti norska stórþingið lög sem bönnuðu verkfallið vegna þjóðarhagsmuna og þar á eftir fylgdi skipun sáttanefndar sem gerði tillögu atvinnurekenda að sinni og sú gildir. Finansforbundet hefur leitað réttar síns í þessu máli hjá alþjóðastofnunum og eru úrslit ekki komin. Við þingslit hélt endur- kjörinn formaður ræðu þar sem hún lýsti því hvert væri markmið þessa kjörtímaþils. Fram kom að meginmarkmiðið er að Finansfor- bundet verði besta stéttarfélag í Noregi. í Svíþjóð Sænsk verkalýðsfélög hafa sett af stað átaksverkefni sem miðar að því að kynna starfsemi félaganna og gera starfandi fólki á vinnumarkaði Ijóst að þátttaka í starfi félag- anna er mikilvæg fyrir alla aðila. I Sviþjóð eru þankamenn og tryggingamenn í sitt hvoru félaginu og jafnframt er talsvert um að háskólamenntaðir starfsmenn fjármálafyrir- tækja gangi í félög háskólamanna þannig að endurnýjun í félagi starfsmanna fjármálafyrir- tækja í Finansforbundet þar verður í raun lítil á sama tíma og stórir hópar félagsmanna fara á eftirlaun ár hvert. Þessi þróun veldur því að í raun fækkar félagsmönnum í Finansforbundet í Svíþjóð talsvert á hverju ári. í Svíþjóð eru starfsmenn fjármálafyrir- tækja félagsmenn í Finansforbundet og í samtökum háskólamenntaðra starfsmanna en starfsmenn tryggingafélaga eru félags- menn í FTF samtökum tryggingamanna. í Finnlandi Skipulagi félaga í Finnlandi háttar svipað til og hjá Svíum. Starfsmenn fjármálafyrirtækja eru meðlimir í Suora en starfsmenn trygg- ingafélaga eru flestir með aðild að FMF. Tryggingamenn í Finnlandi (FMF) gerðu nýlega kjarasamning þar sem samnings- tíminn er frá 1.11. 2007 til 30.9. 2011. Þessi samningur gefur þeim á rúmu einu ári launa- hækkanir um 10%. Síðan eru ný ákvæði um launasamtal, sem á að taka upp árið 2009. Slíkt samtal á að skila a.m.k. 1% launa- hækkun árið 2010. Aðilar munu síðan setjast að samningaborði haustið 2010 og kanna hvernig launasam- talið skilar sér og semja um lokahækkun samninganna í kjölfarið á þeim viðræðum. Ef samningar nást ekki er unnt að segja launaliðnum upp haustið 2010. Ef samningar nást þá gilda samningarnir til 30.9. 2011. Samningar Suora eru í gangi núna. í Danmörku Dönsku samtökin, Finansforbundet og DFL eru kröftug og hafa verið í talsverðri félags- legri uppsveiflu. í Finansforbundet hefur forystusveitin leitt starf í að móta starfsað- ferðir sem miða við að koma á viður- kenndum og góðum stjórnarháttum. Þetta nefnist á þeirra máli Union Governance og á sér hliðstæðu í stjórnunarfræðum sem Corporate Governance. Þessi aðferðafræði gengur út á að auka gagnsæi starfseminnar og tryggja virkt lýðræði meðal félagsmanna. Sl. ár hefur verið talsverð eftirspurn eftir starfsmönnum í fjármálafyrirtækjum í Dan- mörku. í Danmörku eru tryggingamenn félagar í DFL en starfsmenn fjármálafyrirtækja starfsmenn í Finansforbundet. Þessi tvö samtök deila með sér húsnæði og samnýta ýmsa þætti starfseminnar. Frá NFU NFU, Nordiska finansanstálldas union, eru norræn samtök starfsmanna fjármálafyrir- tækja. Aðilar að þeim eru viðeigandi samtök í hverju landi. Formaður er Allan Bang sem jafnframt er formaður danska sambandsins. Fiann hefur einnig valist til formennsku í Evrópusamtökum starfsmanna fjármálafyrir- tækja UNI finance, en þau eru með starfsemi í Nyon og Brussel. Jan Erik Lidström hefur verið framkvæmda- stjóri NFU frá árinu 1977. Flann lætur af störfum vegna aldurs í lok 2008. Til að taka við af honum hefur verið valin Christina Jayne Colclough sem er hámenntuð í atvinnulífsfræðum og hefur lokið doktorsnámi á því sviði. Hún mun hefja störf í janúar 2008 þannig að fráfarandi og viðtakandi fram- kvæmdastjórar starfa saman í 12 mánuði. Starfsemi NFU í Eystrasaltslöndunum NFU hefur í allmörg ár haft starfsmann sem sinnt hefur því viðfangsefni að koma á fót stéttarfélagi í Eystrasaltslöndum. Á tímum Sovétstjórnar var þessum félögum stjórnað af ríkinu og því hafa stéttarfélög átt erfitt uppdráttar eftir fall þess veldis. Best hefur starfið gengið í Litháen og þar hefur nú verið stofnað félag starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þetta félag hefur þegar verið samþykkt sem aðili að Evrópusamtökum og nýtur stuðnings samtaka innan norrænu fyrirtækjanna sem eru starfandi í landinu. Jan Erik Lidström, framkvæmdastjóri NFU, var af þessu tilefni heiðraður sérstaklega af ríkisstjórn Litháen fyrir framlag sitt til við að efla starfsemi stéttarfélaga í landinu. 5

x

SSFblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SSFblaðið
https://timarit.is/publication/980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.