SSFblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 7
VIÐTAL
Hún horfir yfir sundin blá og fylgist með
Esjunni skipta litum eftir árstíðum.
Stjórnar frá skrifborði sínu í hornskrif-
stofu á 4. hæð í húsi sem eitt sinn hýsti
fiskvinnslu en er nú eitt af stærri fjármála-
fyrirtækjum landsins, Glitnir. Birna Einars-
dóttir heitir konan sem stjórnar viðskipta-
bankanum. Hún er með Ijóst og stutt hár,
snaggaraleg í hreyfingum, hlýleg en um
leið ákveðin í fasi. Enda vön því að þurfa
að skipuleggja og stjórna.
Daglegt líf
„Dagurinn hjá mér er þétt setinn fundum,“
segir Birna þegar við höfum komið okkur
fyrir við lítið kringlótt fundarborð í skrifstofu
hennar.
„Ég funda með nánustu samstarfsmönnum
mínum reglulega og svo öðrum sem þarf að
funda með. Svo heimsæki ég útibúin, fer til
útlanda og funda þar með samstarfsaðilum
okkar, m.a. í Noregi og Finnlandi þar sem við
erum með smásöluþjónustu. Starf mitt felst
að miklu leyti í því að móta stefnu viðskipta-
bankans og hafa yfirsýn yfir það sem er að
gerast á þessu sviði. Ég bý til umgjörð fyrir
það frábæra fólk sem vinnur með mér og ég
treysti til að stjórna daglegum samskiptum
við aðra. Síðast en alis ekki síst lít ég til
morgundagsins - reyni að sjá fyrir það sem
framtíðin ber í skauti sér.
Ég er ekki hér til að slökkva elda alla daga,
tii að taka á smámálum sem koma upp. Ef
ég væri í því, kæmumst við ekkert áfram,
sætum á sama „leveli" alla tíð,“ segir Birna.
Maðurinn í Edinborg
Birna er fædd í Reykjavík en á ættir sínar
meðal annars að rekja í Rangárvallarsýslu.
Hún eyddi löngum stundum í sveit, á Skarði
í Rangárvallarsýslu, þegar hún var barn og
unglingur. Þar segist hún hafa lært að
stjórna og blóta meðal annars!
„Vinnumennirnir segja að ég hafi vakið þá
með stunguskóflu á morgnana en ég segi
þá bara að það komi bara upp um það hvað
þeir voru lengi að koma sér á fætur!
Birna segist hafa farið klassíska leið í námi.
í Versló, þaðan í viðskiptafræði í HÍ og svo
í framhaldsnám í Edinborg í Skotlandi.
„Mér finnst reyndar, svona eftir á að hyggja,
að ungt fólk eigi að nota sér það frelsi sem
það hefur og fara óhefðbundnar leiðir í námi.
Læra það sem það langar tii þó svo það sé
á skjön við endanlegt markmið. Allt nám er
til góðs og ekkert sem segir að bankastarfs-
maður hafi ekki gagn af því að læra líffræði
eða hagfræðingur heimspeki. Það eykur
bara skilning fólks og hæfileika til að takast á
við fjölbreytilegt umhverfi nútíma starfshátta."
í Skotlandi kynntist Birna verðandi eigin-
manni sínum, James Hine, prófessor í við-
skiptasiðfræði við Edinborgarháskóla. Þau
eiga saman dótturina Ellen Melkorku en hún
er 8 ára.
„Við höldum heimili bæði á íslandi og í
Skotlandi en til allrar hamingju leyfir vinna
James honum að vinna talsvert að heiman.
Það þýðir að hann dvelur mun meira hér en
ég í Skotlandi," segir Birna.
Kona í karlaheimi
Það eru ekki margir kvenstjórnendur fyrir-
tækja jafn hátt settir og Birna. Það liggur því
beint við að spyrja hvernig henni líði sem
konu í karlaheimi?
„Mér hefur alltaf líkað það vel og þykir féiags-
skapur karla alveg jafn skemmtilegur og
félagsskapur kvenna" svarar hún. „Það væri
auðvitað gaman að hafa fleiri konur í efstu
stöðum fyrirtækja en ég get ekki sagt annað
en það hafi reynst mér auðvelt að starfa að
miklu leyti með körlum. Andrúmsloftið í
stjórnunarteymi Glitnis er líka með þeim
hætti að mér líður vel hér. Menningin í fyrir-
tækinu er kannski önnur en sums staðar
annars staðar þar sem karlarnir halda sig
hver með öðrum, hér er helst spurningin
hver fer út að hlaupa með hverjuml! Að
minnsta kosti er ekki um neina klíkumyndun
að ræða - nema að ég sé að missa af
einhverju! í mínu stjórnendateymi hér heima
eru margar góðar konur sem standa sig
frábærlega vel.
Annað sem skiptir verulegu máli er að ég hef
verið svo heppin að fá með mér fólk sem
hefur mikinn áhuga á starfi sínu og hefur
með því hjálpað til að fyrirtækið hefur vaxið
og starf þess með. Það er nefnilega svo að
starfsmaður sem lítur aðeins lengra en að
bara skila lágmarksdagsverki, sem gefur sér
smátíma til að kynnast umhverfi sínu og vex
í starfi, hann hefur alla möguleika á að fara
hvert sem hann vill innan fyrirtækisins."
Orðsporið fylgir okkur
Birnu er mikið í mun að koma þeim skila-
boðum til starfsfólks í fjármálafyrirtækjum
hvað starf þeirra sem starfa hér á landi er
mikílvægt. Hún segir að orðspor fyrirtækisins
á heimamarkaði fylgir þeim hvert sem þau
fari og að hingað sæki fjölmiðlar og aðrir
upplýsingar um það hvernig fyrirtækið
stendur sig. Útrás bankanna byggi á þeim
grunni sem lagður var hér á landi af því fólki
sem hér starfar.
Einkalífið
Vinnan tekur stóran hluta tímans hjá Birnu
og hún segist gjarnan nota kvöldin eftir að
dóttirin er komin í ró til að skipuleggja næsta
dag.
„Ég fer yfir óhemju mikinn tölvupóst, bý til
skýrslur og kynningar og reyni að finna leið
til að koma hugmyndum mínum á framfæri.
Það þýðir ekkert fyrir mig að gera það á
daginn, það gefst einfaldlega ekki tími til
þess. Það er kúnst að sameina fjölskyldulíf
og viðskiptakarríer en mér hefur tekist að
gera það til þessa.“
Þegar tími gefst til, hittir Birna vini sína og
ferðast með fjölskyldunni. „Ég fer á skíði
með fjölskyldu og vinum og var einu sinni
í hestamennsku en ekki lengur." Hún segist
hafa gaman af því að koma til Ítalíu, Spánar
og Frakklands en uppáhaldsborgin sé New
York. „Svo er auðvitað alltaf gott að koma
heim til Edinborgar. Kosturinn við að halda
annað heimili þar er sá að þetta er nálægt.
Svona svipað og að fara austur á land með
flugvél. Það er mjög gott að búa í Skotlandi
og mér tekst að slappa vel af þar,“ segir
Birna að lokum. Enda tíminn sem ætlaður
var í viðtalið löngu liðinn og aðrir gestir farnir
að bíða eftir framkvæmdastjóranum.
7