SSFblaðið - 01.12.2007, Page 8
LAUNAMÁL
Helstu niðurstöður launakönnunar SÍB 2007
Áhugavert er að skoða niðurstöður launakönn-
unar SÍB. Niðurstöður hennar endurspegla vel
þær breytingar sem eiga sér stað í greininni.
Sem dæmi má nefna breytingar á fjölda svara
eftir starfsheitum. Þar má sjá að talsverð
fjölgun svara frá sérfræðingum og þjónustu-
fulltrúum meðan svörum frá bankariturum og
gjaldkerum fækkar. Launakönnunin fékk góðar
viðtökur hjá félagsmönnum og var svarhlutfall
um 70% sem er með því besta sem gerist
hérlendis í könnun sem þessari þar sem hver
og einn tekur ákvörðun um hvort hann svarar.
í umljöllun um mánaðarlaun er í öllum tilfellum
miðað við 12 mánaða laun. Þannig er búið að
samræma svör og tölulegar upplýsingar
beggja hópa; þeirra sem fá laun samkvæmt
launatöflu A og þeirra sem fá laun samkvæmt
launatöflu B.
Þegar einungis er litið á heildarlaun er launa-
munur kynjanna sláandi, karlar eru að meðaltali
með 517.000 krónur í heildarlaun fyrir fullt starf
(390.299 í launakönnun 2004) og konurnar
með 343.000 krónur fyrir fullt starf (243.929
árið 2004) eða um 66% af launum karla (63%
árið 2004). Ýmsar skýringar eru á þessum mun
sem nauðsynlegt er að skoða nánar áður en
endanlegt mat er lagt á launamun kynjanna.
Meðal annars starfsval eða vettvang innan
fyrirtækis, menntun starfsmanna, starfsaldur og
heildar vinnutíma, þ.m.t. yfirvinnu. Karlarnir eru
almennt með meiri menntun, t.d. háskóla-
menntun, þeir velja sér störf á verðbréfasviði,
í tölvudeildum og öðrum stoðdeildum innan
höfuðstöðva og virðast eiga greiðari aðgang
í störf yfirmanna fyrir vikið. Konurnar vinna í
miklum meirihluta í útibúum banka og spari-
sjóða í störfum gjaldkera, fulltrúa og millistjórn-
enda þar sem launin eru lægri. Konurnar eru
einnig mun meira í hlutastörfum en karlar.
Dagvinnulaun kynjanna eru mjög svipuð en
karlarnir virðast fá hærri heildarlaun þegar
menntun þeirra eykst eða um 8% hærri.
Menntun er góð fjárfesting
Karlar í störfum millistjórnenda hafa hærri laun
en konur í sambærilegum störfum, sérstaklega
hafa karlar með stuttan starfsaldur hærri laun
en konur með sama starfsaldur. Þetta bendir til
þess að ungir, oftast háskólamenntaðir karlar
virðast geta selt sína vinnu fyrir hærra verð en
ungar háskólamenntaðar konur.
Ljóst er að menntun er góð fjárfesting því
sérfræðingar, sem langflestir eru með fram-
haldsskóla- og háskólamenntun að baki eru
með 496.000 krónur að meðaltali fyrir mars-
mánuð (389.387 árið 2004).
í umfjöllun sérfræðinga Capacent um
launamun kynjanna í þessari könnun meðal
félagsmanna kemur fram að þegar búið er að
meta áhrif hlutastarfa, menntunar, starfsaldurs
o. fl, er niðurstaðan samt algjörlega óviðunandi
því kynbundinn launamunur er 10,8% á
grunnlaunum og 12,9% á heildarlaunum
(munurinn var 14,6% árið 1996).
Þegar skoðuð er þróun meðallauna má sjá að
meðallaun karla hafa hækkað um ca. 32% á
tímabilinu 1. apríl 2004 til 1. mars 2007 og
meðallaun kvenna um rúm 40% á sama tíma.
Þetta sýnir að launaskrið umfram kjarasamn-
inga er mikið því kjarasamningar hafa skilað á
milli 18-30% grunnkaups-hækkunum á
þessum tæpu þremur árum. Kjarasamningar
hafa skilað þeim sem eru neðan við miðja
launatöflu um 30% hækkun (undir launaflokki
163) en minna til þeirra er hærri launin hafa.
Niðurstöður í heild má sjá á www.sib.is
undir útgáfa.
Launareiknivél á heimasíðu SSF
Hægra megin á vefnum www.sib.is má sjá
þennan hnapp. Þegar smellt er á hann birtist
valmyndin sem er hér fyrir neðan. Ef við t.d.
setjum þar inn sem dagvinnulaun kr. 200.000 og felljum síðan úr
felligluggum starfsheitið ráðgjafi og starfssvið ráðgjöf/ þjónustu-
fulltrúar, þá birtast meðallaun, miðgildi og svo meðallaun karla og
meðallaun kvenna. Neðan við þessa mynd kemur svo myndræn
skýring á þessum tölum eins og sjá má hér, gula línan er þá þau
laun sem við settum inn í dagvinnulaun, græna línan sýnir þann feril
sem svarendur í launakönnun með þessar forsendur gáfu upp, rauð
lína er meðallaun kvenna og blá lína er meðallaun karla. Á sama hátt
er hægt að setja inn heildarlaun sín með því að velja úr felliglugga og
eins að velja um aðra þætti. Ekki er æskilegt að nota meira en þrjá
valkosti við hverja leit til að auka líkur á tæku svari.
Launareiknivélin er mikilvægt verkfæri til að bera eigin laun saman
við það sem gerist í greininni og einnig að skoða eigin stöðu miðað
við laun fyrir starfsheiti og viðfangsefni hvers og eins.
Grunn upplýsingar
Ártal Viðmið Min laun
[2007 jv 11 Dagvinnulaun'iál [200000 ] | Leita [
ítarlegri upplýsingar - ekki þarf aó fylla íalla reitina
td. gefa valmoguleikarnir "buseta", "menntun" og "starísheiti" gottyfirlit
Búseta:
| Veldu v
Menntun:
| Veldu iil
Starfsaldur
j Veldu dl
Starfsheiti
| Ráðgjafi lil
Starfssvið
| Ráðgjöf/þjónustufulltrúar dl
Meðallaun: 245.221 kr
Miðgildi: 244.000 kr
MeðaBaun karta: 291.725 kr
MeðaRaun kvenna: 239.909 kr
Launadreifing
> Laun Medaiiaun karla Meðailaun kvenna ------Mín laun
8