SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 15
SAMEINING
Sameinaðir stöndum vér
Þaö vinna um 90 manns hjá sameinuðum
Sparisjóði Mýrasýslu, Sparisjóði Ólafsfjarðar,
Sparisjóði Skagafjarðar og Sparisjóði
Siglufjarðar. Á Siglufirði er um það bil
helmingur þessa fjölda, sem samsvarar um
1500 manna vinnustað í Reykjavi"k.
Sparisjóður Mýrasýslu er með stærri
sparisjóðum. Raunar er hann 4. stærsti
sparisjóður landsins. Honum stýrir Gísli
Kjartansson sem segist hafa verið alinn upp
í sparisjóði.
„Karl faðir minn vann í 50 ár í Sparisjóði Siglufjarðar og því má segja
að ég hafi þetta í blóðinu," segir Gísli sem er lögfræðingur að mennt.
Hann rak lengi fasteignasölu og lögfræðistofu í Borgarnesi og var í
stjórn sparisjóðsins í mörg ár áður en hann tók við stjórn hans. Gísli
býr nú í Borgarnesi ásamt eiginkonu sinni sem einnig er frá Siglufirði.
Þau fluttu þangað 1971.
Fjarvinnsla - lausn á landsbyggðinni
Gísli var í stjórn Kaupþings um síðustu aldamót og segir fljótlega
hafa komið uþp hugmyndir um að færa hluta starfseminnar norður í
land. Gerð hafi verið tilraun með að setja upp útstöð á Siglufirði, hjá
Sparisjóðnum og fyrst í stað voru störfin 3-4. „Nú vinna 30 manns
þar við ýmis konar bakvinnslu fyrir Arion sem er eign Kauþþings.
Þetta er gríðarlegur styrkur fyrir atvinnulífið á Siglufirði og samsvarar
sennilega um 1500 manna vinnustað á höfuðborgarsvæðinu," segir
Gísli. „Með vaxandi tækni er auðveldara að færa störf út á land og
mikið af bakvinnslu við fjármálastarfsemi getur verið unnin hvar sem
er, aðeins þarf að vera góð tölvutenging og þekking á starfinu. Það
gefur fólki tækifæri til að búa áfram á stöðum sem það vill búa á.“
Gísli Kjartansson
Erfiðleikar ieiða til sameiningar
Eðli málsins samkvæmt eru það eigendur stofnfjár sparisjóða, sem
oftast eru heimamenn á hverjum stað, sem stjórna. „Það er ríkt
heimamannsjónarmiðið í sparisjóðum landsins og við höfum gætt
þess vel að láta þá sparisjóði sem við höfum eignast halda nöfnum
sínum áfram. Enda verður engin breyting á starfseminni út á við þó
svo sparisjóðir sameinist. Breytingin snýr nær eingöngu að hagræði
í rekstri. Enda er meginástæða þess að sjóðir sameinist sú að erfið-
leikar koma upp í rekstrinum en einnig er orðið mjög erfitt fyrir minni
fjármálafyrirtæki að starfa því sífellt eru gerðar ríkari kröfur um fag-
þekkingu og upplýsingagjöf gagnvart viðskiptavinum o.fi. og þá er
gjarnan leitað til sterkari sjóðs eftir aðstoð. Við höfum borið gæfu til
þess að geta sameinað reksturinn öðrum sparisjóðum og það hefur
skilað sér í því að nú er reksturinn mun öflugri og getur sinnt stærri
verkefnum en áður. Það segir sig sjálft að stór sparisjóður getur
lánað meira en lítill."
Anægjuvogin
Ár eftir ár skora sparisjóðir hátt á ánægjuvoginni sem mælir ánægju
viðskiptavina. Hvert er leyndarmálið?
Ég tel að nálægðin við fólkið sé kannski helsti munurinn á banka og
sparisjóði," segir Gísli. „Reynslan sýnir að við erum nær fólkinu og
þjónum því á mun persónulegri hátt. Fólk kann að meta þetta og
sýnir það með því að gefa okkur hærri einkunn en bönkunum."
Daglegt Iff
Starf sparisjóðsstjórans er annasamt og vinnudagurinn langur. Gísli
segist að jafnaði vinna til kl. 6 alla daga. En hvað gerir hann í
tómstundum?
Ég les mikið og er alæta á bækur,“ segir hann. „Svo spila ég golf
þegar tækifæri gefst en besta hvíldin er að fara í sumarbústaðinn
okkar."
15