SSFblaðið - 01.12.2007, Síða 22
ÞETTA ER ÉG
Friðrik S. Halldórsson
„Ég er til húsa í glæsilegum höfuðstöðvum
bankans og starf mitt felst einkum í að fylgjast
með því sem er að gerast á bankamarkaði,
nýjungum og breytingum. Ég sinni
samskiptum við útibúin og fylgist með rekstri
þeirra og framgangi. Þetta svið er eitt stærsta
svið bankans og hér vinna um 440 manns.
Inn á sviðið tengjast svo ýmsar stoðeiningar
eins og upplýsinga- og tæknisvið, viðskipta-
umsjón og fleiri aðilar sem vinna fyrir sviðið,"
segir Friðrik. „En svona til gamans má geta
þess að sviðið er eins og bankinn allur var
fyrir um það bil 20 árum, hvað stærð og
vinnulag áhrærir.“
Friðrik hefur unnið hjá flestum viðskipta-
bönkum landsins. Flann byrjaði í Útvegs-
bankanum sem svo sameinaðist íslands-
banka. Þaðan fór hann í Seðlabankann og
svo Búnaðarbankann sem nú er Kaupþing.
„Ég tók við verðbréfaviðskiptum Búnaðar-
bankans 1992 en þá var sú deild aðeins þrír
aðilar. Það breyttist heldur betur því við
sameiningu Búnaðarbanka og Kaupþings
voru starfsmenn sviðsins um 160. Þegar ég
byrjaði kiktu menn svona einu sinni á dag
á netið og keyptu ríkisbréf, en það voru einu
bréfin sem skráð voru á markaði. Nú sitja
menn fastir við skjáina alla daga og kaupa
og selja,“ segir hann.
Nám og fyrri störf
„Ég fór í Menntaskólann við Sund. Þaðan fór
ég í háskólann í verkfræði en endaði sem við-
skiptafræðingur," bætir Friðrik við. „Mér fannst
ekkert gaman að verkfræðinni svo ég færði
mig yfir í viðskiptafræðina. Með námi, allt frá
13 ára aldri hef ég unnið í banka. Fyrsta starflð
mitt var að fara með gjaldeyrisumsóknir í
gjaldeyriseftiriit bankanna svo hægt væri að
stimpla þær en það var forsenda þess að
menn fengju gjaldeyri. Eina hliðarskrefið mitt
frá bankastörfum var þegar ég gerðist
fjármálastjóri Iðntæknistofnunar í 3 ár.“
Áhugamálin
Friðrik er giftur og á þrjár stelpur sem eru
á aldrinum 11-23 ára. „Sú elsta var að klára
verkfræðina - hélt áfram þar sem ég hætti
við á sínum tírna," segir Friðrik glettinn.
„Áhugamálin? Ég er með ólæknandi biladellu.
Fer mikið í jeppaferðir um flöll og firnindi.
Svo þykir mér frábært að nota frítíma minn í
að smíða jeppa og nota það svona sem mót-
vægi við skrifborðsvinnuna. Fjölskyldan
ferðast mikið saman en ég hef verið virkur
félagsmaður í 4x4 um langa hn'ð. Var reyndar
í stjórn þar ein 10 ár, formaður í 5 ár og er
einn af stofnendum klúbbsins. Mér þykir
langbest að ferðast á íslandi og skemmtilegt
að skoða landið á veturna. Eiginlega má
segja að mín mestu vonbrigði varðandi
ferðalög hafi orðið erlendis. Ég fór einhvern
tíma til að skoða Stonehenge og borgaði þar
10 pund í aðgangseyri en fannst lítið til
staðarins koma og sá eiginlega mest lítið. Þar
sannaðist kannski fyrir mér að fallegasta
umhverfið væri nú bara heima á íslandi og að
hér væri hægt að finna staði sem tæki öðrum
fram. Það skemmtilega við að ferðast á
íslandi er hversu ólíkt umhverfið getur verið
milli sumars og veturs. Vetrarferðir eru alveg
einstök upplifum sem allir ættu að prófa.
22