SSFblaðið - 01.12.2007, Qupperneq 24
Þess vegna er betra
að vera félagsmaður í SSF!!
• GÓÐ LÍFEYRISRÉTTINDI
Hefðbundinn hlutfallssjóður eða stigasjóður +7%
viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarsjóð án
mótframlags starfsmanns eftir þriggja ára starf innan
kjarasamnings SÍB. Einnig 2+2% í séreignarsjóð fyrir alla.
• LAUNATÖFLUR
sem verða til í kjarasamningum og gefa raunhæfa mynd
af launakjörum meirihluta félagsmanna.
• ORLOFSFRAMLAG
120.952 kr. fyrir alla fastráðna starfsmenn. Ýmist greitt út
í júní eða jafnað á 12 almanaksmánuði (sjá launatöflu B).
• 13. MÁNUÐUR
auka mánaðarlaun fyrir alla fastráðna starfsmenn. Ýmist
greiddur út í desember eða jafnað á 12 almanaksmánuði
(sjá launatöflu B).
• LÍF- OG SLYSATRYGGING
skv. kjarasamningi fyrir fastráðna starfsmenn - allan
sólarhringinn, og gildir alls staðar í heiminum.
• STYRKTARSJÓÐUR
sem greiðir sjúkradagpeninga að loknum veikindarétti
auk styrkja vegna forvarnaaðgerða.
• VEIKINDARÉTTUR
fjórir og hálfur til tólf mánuðir, eftir starfsaldri, fyrir
fastráðna starfsmenn.
• FÆÐINGARORLOF
sem tryggir fastráðnum starfsmönnum full laun
í fæðingarorlofi.
• MENNTUNARSJÓÐUR
sem endurgreiðir um helming námsgjalda við
einingametið nám.
• FJÖLSKYLDUVÆNN VINNUTÍMI
hjá meirihluta félagsmanna.
Og síðast en ekki síst:
RAUNVERULEG AÐSTOÐ STÉTTARFÉLAGSINS
við félagsmenn sem þurfa að leita réttar síns, s.s. aðstoð
og leiðsögn vegna óvæntra mála, vegna uppsagna eða
lögfræðimálefna.
SÖFNUN UPPLÝSINGA UM KJARAMÁL
og úrvinnsla til undirbúnings kjarasamninga og vegna
upplýsinga til félagsmanna.
LÆGSTU STÉTTARFÉLAGSGJÖLD
- einungis 0,7% af grunnlaunum og þar af fer 0,2% beint
í Vinnudeilusjóð.
Kynntu þér réttindi þín og skyldur sem fram koma
í kjarasamningum á www.sib.is