Læknablaðið - 01.06.1916, Blaðsíða 4
90
LÆKNABLAÐIÐ
Þegar eg haföi sogið vel upp slím og komið barninu til að hósta því
upp, lét eg inn hæfilega mjóa barkapípu, saumaði síöan saman sárið neðan-
vert með tveim djúpum katgútsaumum og skinnið með alúmíníumbronze.
Eg lagði síðan joðóformlín á sárið og kringum málmpípuna og festi hana
með bandi um hálsinn.
Nú andaði barnið rólega, litarháttur ])ess varð eölilegur, því virtist líða
vel, og sofnaði eftir litla stund.
Fyrstu 2 sólarhringana var það óvært sökum hósta. (Það hafði verið
kvefað áður og haft slæma lungnabólgu i vetur.) Það hóstaði út um pip-
una feiknamiklu gulgrænu slími, sem oft þurfti aö verka upp. Það var
reynt að dreypa á það vatni við og við, en mestalt sþýttist út aftur og
gerði barninu óþægindi, þar eð þaö treystist eigi til að kyngja vegna
sársauka. En eftir að þessir tveir sólarhringar voru liðnir, fóru að heyrast
skælur í barninu upp um barkakýlið; um sama leyti hóstaði það upp hvít-
um skánflyksum úr kokinu, og eftir það var hægt að næra það á mjólk og
öðru. Eg reyndi þá að taka pipuna út og gekk þaö vel. Reyndar andaði
barnið mest um barkasárið, en smámsaman greiddist farvegurinn um „via
naturalis". Enn var töluverð hrygla fyrir brjósti og hósti, og var því
tjaldað yfir það og viðhöfð vatnsgufa. Að eins i 2 sólarhringa (3. og 4.)
var hiti kringum 38 stig, en fjell svo alveg.
Eg lét barnið fara heim eftir viku, og gekk svo til þess daglega. Bruna-
sárin hafa gróið án þess að eftir yrðu nokkur þrengjandi ör. Barkasárið
lokaðist alveg á 14. degi og nú á 16. degi má alt heita gróið og skinngað.
— Það var sjálfsagt rangt af mér að hugsa til aö geta svæft barnið, hvort
heldur með klóroformi eöa æther, því svo megn eitur hlutu að valda spasmus
glottidis, að minsta kosti fyrst i stað ; þetta hugsaöi eg líka, en að það yrði
svo alvarlegur spasmus, datt mér sizt í hug. En því skar eg ekki óðara
inn, þegar barnið hætti að anda? munu menn spyrja. Það var lika rangt af
mér, en eins og ástatt var, var það erfitt meðan barnið var að brjótast um
og eg beið eftir því að andardrátturinn lagaðist.
En þetta tilfelli hefir betur en nokkuð annað sannfært mig um, hve
vel barkaskurður getur bjargað lifinu. Og skal enginn kynoka sér við
að bregða hnífnum á barkann í líkum tilfellum og þessum, hvar sem
maður er staddur. Vandinn i rauninni enginn og hættan því síöur.
Akureyri, 11. júní 1916. STEINGRIMUR MATTHIASSON.
Panaritium tendinosum.
(Klapps aðferð.)
Pan. tendinosum er ein þeirra ígerða þar sem stóru skuröirnir (die aus-
giebigen Incisionen) eru að fara halloka fyrir þeim smærri.
Áður þótti sjálfsagt, að opna sinasliðrin með einum löngum skurði;
losnaði þá sinin um of, misti næringar og vildi hljótast drep af, enda var
skolað með sterkum antisepticis, eða fingurinn liaöaður í þeim.
Afleiðing: fjöldi staurfingra'.