Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1916, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.06.1916, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 103 Wilhelm Wang í Þrándheimi 5 kr. (fyrir lækna og sjúkrahús), tabl. lact. ferrosi sama og lact. ferrosi c. ars. kr. 5.10. Annars er verö á flest- töflum í smærri skömtum 1—2 aura taflan, og er hún oftast hæfilegur skamtur. Hvaö sem annars þessum norsku lyfjum líöur, þá held eg aö þaö hlyti aö vera greiöi fyrir marga lækna, ef athugaö væri vandlega, liver væru bezt ráö til þess aö gera lyfjabirgöirnar sem einfaldastar, handhægastar og ódýrastar. Hefir próf. Sæm. Bjarnhéöinsson haft góö orð um aö gera þetta viö fyrsta tækifæri og gera grein fyrir því i Lbl. Ein þægindi, meöal arinars, fylgja töflulyfjum fyrir oss, nefnilega, aö hafa má fjölda lyfja í tösku sinni á ferðalögum og láta sjúklingana fá lyfin strax er skoðun á þeim er lokið. Tekur þetta af lækninum alt umstangið viö aö taka til lyf, þegar hann kemur þreyttur heim. Þá geri eg líka ráö fyrir, aö töflulyfin séu sízt lakari en lyf þau, sem oft eru sett saman í mesta flýti á annríkisdögum læknisins, eöa jafnvel á nóttum, er hann kemur heim úr feröalögum. Guðm. Thoroddsen lækni á Húsavík hitti eg nýlega. Hann lét all- vel yfir starfinu þar nyröra. Hefir ýmsa skuröi gert: 3 sullskurði, 2 gastroenterostomiae, 3 appendicitisskurði, 1 exstirpatio uteri vegna myomata, 1 amp. mammae (Cancer), 1 sectio alta (blöörusteinn), 2 kviö- slitsskurði og 1 operat. á fract. male sanat. Er þetta ekkert smáræöi á svo skömmum tíma og ekki sízt þegar þess er gætt, aö a 11 i r sjúklingarnir hafa komist til heilsu. Sýnir þetta bezt'hve mikilsvarðandi starf héraös- læknar vorir geta leyst af höndum og hve nauðsynlegt er aö allur útbún- aöur þeirra sé sæmilegur. Guöm. Thoroddsen hefir gert tilraun meö aö láta sjúklinga f a r a s n e m m a á f æ t u r e f t i r s k u r ð i. Eftir einfalda botnlangabólgu- skuröi (a froid) lætur hann þá fara á fætur eftir 3—4 daga og þykir þetta gefast ágætlega. Sjúkl. ná sér mjög fljótt. Þaö er eitt með ööru sem hefst af þvi, hve heilbrigðisskýrslur eru orðnar á eftir tímanum, aö fáir vita um hvaöa skuröir eru gerðir á sjúkrahúsum og utan þeirra. Er þó fróðlegt aö sjá framförina í þessum greinum, sem er í raun og veru mikil. G. H. Ekki sektaður. í siðasta blaöi var sagt frá því, að einn utanliæjarlæknir lieföi verið sektaöur um 200 kr. fyrir misbrúkun á áfengislyfjum. Þetta er ekki alveg rétt. Hann bauð 200 kr. og féll svo málið niöur. M. J. M. Fréttir. Mislingarnir halda áfram aö breiðast út, og reynast allþungir á mörgum sjúkl. Af 50 sjúkil. í Strandasýslu dóu 2. Ef 4 pct. deyja að meöaltali á landinu, þá eru það ekki fá mannslíf sem fara. Flestum bæjum, sem ekki liggja i þjóöbraut er það í lófa lagiö aö verjast veikinni og þaö fyrir-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.