Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1918, Síða 11

Læknablaðið - 01.07.1918, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 105 gætlega til hjálpar og leyst okkur oft úr vanda. Skal eg koma að því siöar. En oft hugsa eg um aS í sumurn mínum tilfellum frá fyrri árum heföi hagurinn greiöst án nokkurra a'ögeröa frá minni hálfu, heföi eg talaö kjark í fólkiö og máske gefiö konunni morfín eöa deyfingu í staö þess aö grípa til tangarinnar. Því eftir því sem reynsla mín hefir vaxiö, hefi eg orðið þolinmóðari og öruggari að bíða og oft séð hvernig hríöirnar geta örfast aftur eftir langt hlé, þegar konan þóttist að þrotum komin. Maður vefður að gera sér ljóst, að fæðing getur stundum staöið yfir í marga sólarhringa án þess sjáanlegt sé að nokkur hætta sé á ferðum. Meðan vatn er ekki farið, er venjulega ekkert að óttast, og jafnvel þó himnur séu sprungnar (vatnið þarf ekki að vera nema lítiliega farið fyrir því), þá er enn óhætt að bíða langan tíma; á það bendir að minsta kosti mín reynsla. Þegar eg lit yfir nefndar 57 fæðingar, þá er venjulega um of veikar hríöir að ræða (primær eða sekundær hriðarveiklun). — Sama sagan upp aftur og aftur: Sótt byrjuð fyrir 1—2 sólarhringum, já einstaka sinnum varað miklu lengur — alt aö 10 sólarhringum, en sóttin aðgerðalítil eða engin og vatn stendur eða er nýfarið. Þolinmæðin er þá þrotin, konan orðin þjáö og þreytt og læknir sóttur. Svo reyni eg að örfa hríðirnar eftir að hafa beðið og athugað allan gang, og ef seint gengur, þá gríp eg tíl tangarinnar þegar útvíkkun er nóg. En stundum er vatn farið fyrir 1—2 sólarhringum og ekkert gengur. I eitt skifti kom það fyrir mig aö II. para. fæddi fyrst á 14. degi eftir að vatn var farið — eftir því sem hún sjálf og gremd og gömul yfirsetukona fullyrti. Allan þann tíma hafði konan linar hríðir stutta kafla í senn, var með ógleðisköstum og þoldi ekki að vera á fótum. Á 2. sólarhring reyndi eg að örfa hríöirnar meö pituitríni og gaf henni 3 glös meö 2 stunda millibili. Legopið tók 2—3 fingur og höfuð ofarlega í grind. Fyrsta innspýtingin gaf góðar hríöir svo eg hélt hún mundi fæða i einum rykk; ung kona og sterkleg; en brátt hættu þær aftur. Hinar innspýtingarnar höfðu enga teljandi verkun og var þó sú síðari intra- venös. Eg beið svo alla nóttina, en ekkert gekk. Fór eg svo heim, en var sóttur aftur aö 2 dögum liðnum. Konan hafði dálitlar hríðir stöku sinnum, en aðgjörðalitlar; fóstrið með góðu lífi. Eg hafði svo fréttir af henni, og þar eð liðanin var að mínum dómi ekkert iskyggileg, beið eg aðgerða þar til á 14. degi -— og þótti yfirsetukonunni þá mál að losna. Útvíkkun var þá nærri fullkomin. Eg gaf pituitrín á ný, og fæddi hún þá von bráöar og heilsaðist bæði henni og barninu vel. Eg get þessa dæmis af því aö óvenjulegt mun vera aö fæðing dragist svona lengi eftir aö himnur eru sprungnar. Eg efast um að rétt væri athugað um legvatnið og kváði vel eftir því, en yfirsetukonan var föst á því og sagðist hafa séö vatnsrensli hvað eftir annað meö kviðunum — ekki þvag. Gat hér verið að ræða um vatn milli himnanna? Um það skal eg ekki fullyrða. En hvernig sem það var, fanst mér þessi fæðing lær- dómsrík, því eg hafði aldrei upplifað neina svo langvinna og yfirsetu- konan heldur ekki. Eg spurði gamla yfirsetukonu, sem þjónað hafði í 40 ar hér á Akureyri, hvort hún mundi nokkuð svipað þessu. Hún sagði mér aö 1 eitt skifti hefði fæðing dregist viku eftir að himnur sprungu og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.