Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 119 utanfélags læknar. Nýir félagar bættust viö og sendu sumir upptökubeiðnir simleiöis. Þeir hafa eflaust séö, aö Læknafél. íslands væri þó eitthvaö ann- að en blóðlaus og einskis nýt hugmynd, væri afl, sem bæöi gæti gert gott og ilt. Líflitla barnið orgaöi nú alt í einu hástöfum og baöaöi út öllum öng- um, fjörugt og frisklegt. En þingmönnum leist óheillavænlega á króann, hefðu eflaust látiö bera hann út, ef þess heföi verið kostur, en úr þvi aö það stóö ekki i þeirra valdi, sá þingiö sig um hönd og vakti aftur upþ máliö, sem þaö var nýbúiö aö skera niður í mesta flýti: aö bæta hag læknanna. En það þarf ekki nema einn gikk i hverja veiðistöð. Nú sigldu aðrir embættismenn í kjölfar læknanna og eftir ótal ræöur og stælur fengu þeir flestir einhverja úrlausn, en satt mun þaö vera, aö lagasmíö þingsins um þessi mál hafi síður en svo verið nein fyrirmynd, hvernig sem á hana er litið. Hvaö báru svo læknar úr býtum: Hækkun á gömlu dýrtíðaruppbótinni =150 kr. 60% dýrtíðaruppbót á aukatekjum um 700—800 kr. aö meðaltali á ári. Úr hækkun á dýrtíðaruppbót á launum er lítiö gerandi, þvi jafnframt er nú ómagastyrkur lægri. Aftur ætti dýrtíöaruppbót á aukatekjum tæpl. að nema minna en 700—800 kr. aö meðaltali i héraði, því samkvæmt skýrsl- um 36 héraðslækna 1916 nema aukatekjur aö meöaltali 1175 kr., þó æriö séu þær misjafnar. 33000—40000 kr. ætti þá læknastéttin aö fá á ári fram yfir það sem áð- ur var. Þess þykist eg fullviss, aö e n g a n e y r i h e f ö i h ú n f e n g i ö, e f L f. h e f ð i h v e r g i v e r i ö, og vil eg þó síst vanþakka starf lækna og annara góðra manna á Alþ., sem mál vort studdu. Sérstaklega má geta þess, aö forsætisráðherra studdi mál vort einlæglega frá fyrstu byrjun. En þó þessi fjárhæö væri minni en til var ætlast, og fjarri því aö bæta sæmilega hag lækna, afréö stjórn Lf. aö una viö þessa kosti til næsta reglulegs þings. Stefnubreyting. Þaö er þó ekki þessi fjárhæð, sem látin var af hendi rakna, heldur mikilvæg stefnubreyting, sem mér virðist aðalatriöið fyrir oss lækna. Hversu myndi vinnulýöur vor una högum sinum, ef bændur og aðrir vinnuveitendur væru algerlega einráöir um kaupið, ef vinnutíminn væri auk þess algerlega óákveöinn, bæði sýknt og heilagt, bæöi á nótt og degi? Viö þessi kjör hafa íslenskir læknar búið til þessa og að nokkru leyti < allir embættismenn. Þeim hefir fundist þaö sjálfsagt, aö sætta sig við það, sem þingið góðfúslega ákvæöi. Þess vegna er ferðataxtinn 30 aurar um tímann og tæpir 50 aurar með dýrtiðaruppbótinni. Þetta er aö breytast. Meö stofnun Lf. Isl. hafa ísl. læknar fengið víö- tækt vald til þess að setja sjálfir kosti, r á ö a m j ö g m i k 1 u s j á 1 f i r u m k j ö r s í n. En jafnframt legst sú siðferöisskylda á þá, aö stilla svo kröfum sin-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.