Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.08.1918, Blaðsíða 16
I2Ö LÆKN ABLAÐIÐ skeinuhætt ir. Þannig dóu á 15—55 ára aldri: 1903 í mars: 54, 1904 í mars: 37, 1906 í mars: 23, í apríl: 104! í maí: 18, 1907 í maí: 38, 1910 i maí: 41 — Annars deyja á þessum aldri tæpl. 20 menn á mánuöi. Það eru auðvitað druknanirnar, sem þessu fári valda. G. H. Prentvillur sjást stundum allmargar í Lbl. Verst er mér við þær í grein- um eftir mig sjálfan, eins og t. d. í Maiblaðinu: Jakobspósturinn í staðinn fyrir Jobspósturinn og Tamiers fyrir Tarniers (basiotribe). Stgr. Matth. — Þessi ólukku Jakobspóstur stóð í handritinu og vissi eg ekki livað við skyldi gera. Á þessum dögum eru svo margir óheillapóstar, að mér þótti ekki furða þó einn bættist við, sem eg ekki þekti, og lét fuglinn fljúga G. H. Árið 1917. Vegna fjærveru rninnar hefir nafn mitt fallið burtu aftan við grein þessa i síðasta bl. Landlæknir hafði góðfúslega lánað mér skýrslur þær sem komnar voru og þakka eg honum fyrir það. G. H. Til minnis og eftirbreytni! Peningar fyrir Lbl. eiga að ganga til Stefáns Jónssonar docents, en árgjald Læknafél. íslands til Guðm. Magnússonar próf. Læknabl. er nú að verða félaust i dýrtíðinni. Hefir komist af öllum von- um framar. Allir, sem skulda þvi, eru beðnir að senda borgun, helst með næsta pósti. Árgjald Læknafél. ísl. eiga flestir óborgað.. Það var ákveðið 2 kr., svo hrekkur tæpast til þetta árið. Sendið árgjaldið með næsta p ó s t i, og mættu vel vera 5 kr. í staðinn fyrir 2. Yrði jafnað síðar. Læknar þurfa ekki að horfa í krónumar til Lbl. og Lf. ísl. Þ æ r k o m a a f t u r. Munið eftir að senda Lbl. lín u um öll markverð tíðindi: sóttir. sem eitthvaö kveður að, sjúkrahús, sjúkrasamlög, hjúkrunarfélög o. s. ^frv. Ilt að tina slíkt saman eftir blöðum og lausafregnum, G. H. F r é 11 i r. „Spánska veikin“ fluttist til Rvikur i júlibyrjun meö Jóni forseta. Skip- verjar höfðu allir sýkst í Englandi, en allir mjög létt nema einn (ca. 2 daga). Fylgdi skipinu vottorð um að sjúkd. hefði verið 111 f 1 u e n z a, og skipið verið sótthreinsað(!) Þótti þvi ekki tiltækilegt að gera sérstakar sóttvarnarráðstafanir. Eigi að síður sýktu skipverjar ýmsa menn t landi, og lýsti veikin sér með fremur lítilfjörlegu andfærakvefi, en alloft tals- verðu garnakvefi, samfara hitasótt. Var létt á flestum og stóð fáa daga. Annars var veiki þessi ólík Infl. að því leyti að útbreiðslan var alls ekki hröð, og allur almenningur hefir sloppið hjá sýkingu. Um ýý mán. síðar fluttist sama veikin frá Khöfn með Botníu. Höfðu margir farþegar sýkst á leiðinni með líkum einkennum. I útl. er deilt um, hvers konar veiki þetta sé. Hafa sumir sjúkl,- reglul.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.