Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1918, Síða 14

Læknablaðið - 01.09.1918, Síða 14
140 LÆKNABLAÐIÐ Smágreinar og athugasemdir. Skýrsla um heilbrigðisástandið í Danmörku fyrir árið 1915, er nýlega komin út, nokkuð sein í förum, og er þaS mikið verk, 259 síður, samið af J. Carlsen og H. J. Hansen. Er það fult af tölum, töflum og kurfvum og er því nokkuð strembið og tölurnar, eins og vant er í slíkum: skýrslum, ekki alt af bygðar á nákvæmum grundvelli. Fólksfjöldinn í Danmörku (hinu eiginl. konungsríki) var 1. febr. 1916 samkvæmt manntali 2898170, en 1914 var hann 2855270, og fer þvi stöð- ugt vaxandi og mun nú vera nær 3 milj. Þar fæddust 1915 70190 lifandi börn, en árið áður 73293. Fæðingum fækkar því stórum. Fæðingarhlutfallið var 24,2 pro mille. Það dóu á árinu 37180, dauðahlutfallið 12,8 pro inille. Af 1000 börnum dóu 98 á fyrsta ári. Engar alvarlegar landfarsóttir gengu það ár, og algengir næmir sjúk- dómar gerðu ekki mikinn usla. Þó má geta þess, að bæði sáraveik'i og lekandi fóru vaxandi og stafaði það af aukinni herþjónustu. Það bar og meira á kláða og mun það af sömu rótum runnið. Delirium tremens er nú að detta úr sögunni vegna dýrleika áfengisins. Úr krabbameini dóu nál. 4100, var ca. 11% af öllum dauðameinum, en úr berklaveiki (alls konar) er talið að dáið hafi 3600 eða 9,7%. Krabba- mein fer vaxandi, en hvíti dauðinn er ekki eins mannskæður og fyrrum. Prkt. læknar voru það ár taldir 1809 eða 1 læknir fyrir 1603 íbúa. Til- tölulega voru flestir læknar í Khöfn, eða 1 fyrir 771 íbúa. Tannlæknar voru 456, lyfsalar 265 og ljósmæður 1021. Á öllum sjúkrahúsum voru samtals 24220 rúm, og af þeim 2800 fyrir berklaveika og er þó ekki alt talið með. tbúar Færeyja voru 19370, fæðingarhlutfall 34,5 pro mille, dauðahlutfall 15,5 pro mille (árið 1914 var það 10,2 pro mille). Úr berklaveiki dóu 23 og 12 úr krabbameini. Af öðrum veikindum kvað mest að mislingum og kíghósta. Kíghósti hafði ekki komið til Færeyja síðan 1808—9. Fór hann að ganga þar í okt. 1914. Samkv. skýrslum læknanna veiktust alls 1286 manns, en áætlað að 3 eða 4 sinnum fleiri hafi veikst. 85 börn dóu úr honum en enginn fullorðinn. íbúar Grænlands voru 1915 13411. Fólkstala fer vaxandi. Fæðingar- hlutfallið var 40 pro mille (góð viðkoma), 0g dauðahlutfallið 34 pro mille. Þar íer margur í sjóinn. Skýrslurnar frá Vesturindíaeyjunum voru ekki glæsilegar. Á St. Croix dóu fleiri en fæddust og margir fluttu úr eyjunum, svo mannfækkun var þar mikil. : Margt mætti tína til, en það yrði of langt mál. Síðasta greinin í bókinni hljóðar svo: Ekki er oss kunnugt, að skýrslur um heilbrigðisástandið á íslandi hafi komið út síðan 1910. G. Br. Bóluefnisvöntunin. Út af fyrirspum frá H. Stef., er það haft eftir rit- ara landlæknis í síðasta Lbl., að nokkrir héraðslæknar hafi beðið land- lækni í vor, i síðustu forvöðu m,* að útvega sér bóluefni. Þessu * Auðkent af mér. — S. J.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.