Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1918, Page 15

Læknablaðið - 01.09.1918, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 141 bóluefni hafi þegar veriS útbýtt og sent þeirn, sem pantaö höföu, en af- gangurinn sendur öörum læknum, meöan entist. Eg veit ekki hversu rétt þetta er hermt um aöra, en eg var einn af þeim, sem baö landlækni um bóluefni, og þaö vill svo undarlega til, aö þar sem eg á hlut aö máli, vill ekkert af þessu standa heima. Eg baö landlækni um bóluefni, ekki ,,i vor, í síöustu forvööum“, heldur meö bréfi dags. 1. febr. Gerði eg þaö aðallega vegna þess, aö eg var hræddur um, eins og horföi þá um samgöngur við Danmörku, að geta ekki komiö bréfi héöan, né fengiö bólu- efni hingaö beint frá bólusetningarstofnuninni í tæka tiö, en hugöi hins vegar, aö ef nokkrar skipaferöir yröu milli íslands og Danmerkur, mundu þær veröa til og frá Reykjavík, og landlæknir því eiga hægra meö, eíi læknar út um land, aö sæta þeim feröum, er falla kynnu, til útvegunar bóluefnisins. Að mér hugkvæmdist aö leita til landlæknis með þetta, var ef til vill meöfram því aö þakka — eða lcenna — aö í fyrra vor sendi landlæknir hingað 4 glös af bóluefni óbeðiö, var það bóluefni ekki notaö þá, þvi aö þá haföi eg beðið um eins og vanalega og fengið i tæka tíö bóluefni beint frá stofnuninni; en í bréfinu, er nefnt var, geröi eg þá fyrir- spúrn til landlæknis, hvort reyna skyldi að bólussetja meö þessu ársgamla bóluefni, ef ekkert nýtt fengist, í þeirri von, að eitthvað af því kynni aö vera aö gagni enn. Bréfi þessu hefir ekki verið svaraö. Þegar kom fram í júní, þann mánuð, er bólusetja skyldi, og engin skeyti komu frá land- lækni, geröi eg til hans fyrirspurn símleiöis, hvort bóluefni væri væntan- legt, og ef svo væri ekki, hvort nota skyldi bóluefni frá fyrra ári, vísaði jafnframt til bréfs míns frá 1. febr. Ekki var því símskeyti svarað, og ekki hefi eg fengið bóluefni enn í dag. Til að gera afsökun mína, lét eg bólusetja 3 krakka úr garnla bóluefninu, og reyndist þaö ónýtt, sem vænta niátti. Tel eg því ekki til annars en kostnaðar og fyrirhafnar, aö láta bólusetja meö því, og fara því engar bólusetningar fram í Svarfdælahéraöi í þetta sinn. Hvernig á því stendur, aö þessi reynsla mín fer svo mjög í bág við upp- lýsingamar frá ritara landlæknis, er ekki gott aö segja. Ef til vill getur hann eöa landl. gert grein fyrir því í Lbl., og er rétt aö geyma þær frekari athugasemdir, um þetta efni, sem ástæöa kynni aö vera til aö gera, þangaö til sú greinargerð er komin. En vel má geta þess þegar, aö dkki er það uppörfandi fyrir héraöslækna til framkvæmda í heilbrigðismálum, er þeir eru ekki svo mikið sem virtir svars, er þeir snúa sér til landlæknis bréf- lega eöa símleiðis meö fyrirspurnir um slík mál. 17. sept. 1918. Sigurjón Jónsson. Eg þykist mega ráöa það af upplýsingum ritara landlæknis í Lækna- blaðinu viövíkjandi fyrirspurn um bóluefni, aö bréf mín til land- læknis dags. 11. mars og 4. júní þ. á. um bóluefni og bólusetnigar, muni aldrei hafa komið til skila, því ella gæti eg ekki gért mér skiljanlegt hverjar orsakir geta veriö til þess, aö eg hefi verið neyddur til þess, láta bólusetningar algerlega farast fyrir tvö ár samfleytt (1917 og I918L Þykir mér eigi litlu máli skifta, aö fá ákveðið svar um það hvort þessi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.