Læknablaðið - 01.09.1918, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
143
yellow soap“ (ensk stangasápa?) og styrkleiki sápuvatnsins 2)4%. Upp
úr því voru- umbúðirnar undnar og þeim skift meS 3—4 daga millibili.
Ekki er þess getiö, aS sápuvatniS hafi veriö soSiS.
AlþýSa notar stundum grænsápu viS bruna. Eflaust er það hrossa-
lækning, en vel má vera, aS eitthvaS sé til í þessari sápulækningu. Hún
er aS minsta kosti handhæg, einföld og ódýr. Sérstaklega ætti hún aS
koma til greina viS óhrein sár.
Tennur skólabarna. Af 160 skólabörnum, sem Jón Jónsson héraSsl. á
Blönduósi skoSaSi í hitt eSa fyrra höfSu 72% skemdar tennur. Má þetta
skaplegt heita, í samanburSi viS þaS sem gerist í þorpum og sjávarsveitum.
Prentvillu hefir Sigurjón Jónsson bent á í júlíblaSinu. Er þar sagt aS
tekjur enskra lækna séu 500—300 £, en á auSvitaS aS vera 500—3000, og
mun þó aS eins gert ráS fyrir lítilfjörlegum meSaltekjum.
Fr éttir.
Fyrirlestur um góSgerSir viS sjálfan sig og aSra hélt Stgr. Matth.
áSur en hann fór á spítalann. Húsfyllir þrátt fyrir þaS, aS kenning Stein-
grírns um allar nautnir í lifnaSarhætti sé alt annaS en lúkullisk. MeSal
annars mintist hann á aS bannlögin væru víSsvegar brotin, eftirlitiS frá
lögreglunnar hálfu einskis virSi og lítiS eSa ekkert meS áfengissölu lækna.
Myndi tæpast veita af, aS reka bæSi sýslumenn og lækna úr embættum,
ef bannlögunum skyldi stranglega fylgt! — Já, þaS kann víSa aS vera
pottur brotinn, en óhætt er þó aS fullyrSa þaS, aS a 11 a lækna þyrfti ekki
aS reka frá embætti vegna þessa. M a r g i r þeirra fara mjög samvisku-
samlega eftir fyrirmælum laganna, hvort sem eftirlitiS er nokkuS eSa
ekki neitt.
Steingrímur Matthíasson, héraSslæknir, ljet nýlega gera skurS á sér
vegna botnlangabólgu. GuSm. Magnússon gerSi skurSinn og tókst ágæt-
lega. Er Stgr. nú kominn af spítala.
Embættispróf (lokapróf) taka nú 3 stúdentar í september, meS sér-
stöku leyfi: Hinrik Thorarensen, Jón Bjamason og Kristján Arinbjarnar-
son. Verkefni, skrifleg, voru þessi:
í handlæknisfræSi: Carcinoma mammæ, einkenni, greining frá
öSrum sjúkdómum, horfur og meSferS.
I lyflæknisfræSi: LýsiS rannsóknaraSferSum viS magasjúk-
dóma, og hverja þýSingu þær hafa fyrir aSgreiningu þessara sjúkdóma.
í réttarlæknisfræSi: Kona kom til lögreglustjóra og sagSist
hafa aliS barn á laun fyrir þrem dögum, og fleygt þvi í sjóinn. BarniS
hefir ekki fundist. Lögreglustjóri biSur lækni rannsaka konuna og gefa
skýrslu um alt, er aS þessu lýtur.