Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 8
134 LÆKNABLAÐIÐ Berklasmitun og berklaveiki. í „Zeitschrift fiir árztliche Fortbildung, nr. 5, 1914, er fyrirlestur eftir próf. Hamburger í Wien, um skoöun nútímalækna á berklum og kirtla- veiki. Af því mér þótti lesturinn góður, og efast um, aö nema fáir kollegar hafi gefið honum gaum, skal eg gefa útdrátt úr honum. Hamburger segir: Sennilega fá allir einhverntíma berkla; allir smit- ast; en aS eins minni hlutinn sem v e i k i s t. Berklaveikin er aS sumu leyti lík syfilis. T. d. í þessu. Báöum fylgir frumsæri (primæraffekt) meS eitlabólgu, báSum fylgir ónæmi gegn nýrri smitun og hins vegar tilhneiging til afturkasta; og loks má cins skifta berklaveikinni í þrjú stig, eins og syfilis. ÞaS er engum vafa bundiS, aS berklasóttkveikjan kemur til leiSar ónæmi i líkamanum, meS myndun mótefna (antikörper) í blóSinu. Þetta má sýna meS dýratilraunum. Ef aS eins fáum bakteríum er spýtt inn í guinea-grís, veikist hann annaö hvort ekki, eSa þá þannig, aö eftir 1—3 vikur keniur berkill þar sem spýtt var og eitlar bólgna í grendinni — og þetta batnar. En ef löngu seinna er spýtt inn á sama staö, roönar strax og bólgnar hör- undiö töluvert, en þetta hverfur eftir nokkra daga. Enginn berkill mynd- ast né eitlabólga, og dýriö veikist ekki. En ef a)t of miklu er spýtt inn beint í blóSiS eöa lífholiö, þá drepst dýriö eftir örstuttan tíma, eins og af eitrun (anafylaxi). í MiS-Evrópu heldur H. aS í 98% berklaveikra séu lungun sýkt, og hann heldur, aö langoftast sýkist menn af öndunarúöa út úr sjúklingum. Rannsóknir hafa sýnt, að tuberkúlín hrífur aS eins á 1% barna á 1. ári. 10% á 2. ári, 25% á 3. ári, 50% á 5.—6. ári, 75% á 7.—10. ári og 95% á þroskaaldri. H. heldur því fram, aS öll börn, sem veröi fyrir smitun á 1. ári vei k- i s t, færri á 2. ári, enn færri á 3.—4. ári, og eftir 5. áriö verSi ekki vart viö nein veikindi af frumsmituninni. M. ö. o., því eldri sem manneskjan verður, þess o f t a r þarf hún aS smitast, til aö veikjast, og þess meira þarf af sóttkveikjum til ]iess aö þær valdi tjóni. En sá, sem smitaöur er orSinn og geymir inniluktar bakteríur (honum virðist batnaö, en þaö er ekki fullur bati), getur veikst aftur, ef innilokuðu bakteríurnar brjótast út og smita likamann á ný. Venjan verSur sú, aö ítrekuS smitun leiSir til vaxandi ónæmi. MaSur, sem smitaöur er orSinn, veröur mjög viðkvæm- ur fyrir berklaeitri, hvort sem hann veröur fyrir áhrifum lifandi sótt- kveikja eöa dauöra, eSa seySinu af þeim (túberkúlini). TúberkúlíniS er þvi ágætur mælir þess ónæmis, sem likaminn hefir fengiS. Þvi meira ónærni, ]iess sterkar hrífur túberkúlíniö. En séu áhrifin dauf, er ónæmið ekki fullkomiS. Pirquet hefur.sýnt, aS túberkúlín hrífur lítiS í mislinga- sjúklingi. Þess vegna fá svo margir tæringu upp úr mislingum. Hann heldur, aS fyrir veiklun af völdum mislingaeitursins losni liakteriur úr iæSingi og endursmiti líkamann. Og Pirquet trúir því, að í hvert skifti sem berklar taka sig upp í einhverjum, þá sé þar á undan gengiS tímabil sem líkamann hefir vantaS getuna til aö taka viöbragS móti túberkúlíni eöa sóttkveikjum (þ. e. reagera á móti þeim — á vondri íslensku).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.