Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ ' 14T Smágreinar og athugasemdir. Norski ríkissjóðurina gaf út 1918 1.800.000 kr. til vama og lækninga berklaveiki. 1919—20 er áætlaö til þess sama 3.250.000 kr. eða meira en 1 króna á niann. Húsflugur lúsugar. Bohm getur þess í M. m. W. 1915, aS venjulegar húsflugur geti borið á sér lús, og þaS stundum 3—4 í cinu. Má það merkilegt heita, ef satt er. Kíghósti hefir stungiö sér niður á nokkrum stöðum í Reykjavík siSustu dagana. HvaSan hann er kominn, er ekki enn þá fullljóst, en grunur leikur á því, aS hann hafi borist frá Danmörku. í efri deild hefir ákvæSiS í launalögunum um laun aukalæknis á ísafirSi veriS felt með 7:7 atkv. Þessir voru meS ákvæSinu: H. St., K. E., G. Ó., S E., S. J., M. T„ Kr. D. Á móti: E. P„ H. Sn„ G. G„ M. Kr„ J. J„ S. Fr. og landlæknir. Aftur á móti á aS veita aukalækninum eitthvaS fé í fjár- lögunum. Heiðraðir kaupendur Lbl„ sem eiga óborgaS blaSiS, eru vinsamlega l:eSnir að gera þaS sem fyrst. Læknabh verSur vart viS dýrtiSina engu ríSur en aSrir. Bólusetning gegn berklum? Nathan Raw segir frá því í Lancet 8. mars. aS hann hafi ræktað berklasýkla stöSugt í 12 ár í næringarefnuin meS nokkru af glyceríni. Sýklarnir hafa smámsaman orSiS svo þróttlausir viS þessa löngu ræktun, aS þeir sýkja nú ekki dýr. Hann tók þá aS gera til- raunir meS aS dæla þeim lifandi inn i menn, segir þaS hæítulaust, og hafi áreiSanlega haft læknandi áhrif. Óskadi, aS þetta reynist betur en skjald- bökuberklarnir. Andlitsgrímur meS grisjusium hafa reynst dr. Lautenburg i Bern lítils- virSi. Sýklar reyndust aS gariga gegnum þær. Þess er ekki getiS, hve margfalt grisjulagiS var (Lancet, 1. mars). Einhver órói er í ensku læknunum út af dýrtíðinni og erfiSri afkomu. Vilja sumir aS læknar stofni eins konar Trade Union, til þess aS bæta hag sinn, en öSrum þykir virSingu stéttarinnar misboSiS meS því. Læknanna köllun sé aS hjálpa öSrum, en ekki aura saman íé. Skólaskoðun í Bretlandi 1917—?i8. Af 21.000 börnum reyndust aS eins 6243 alheilbrigS og fullhraust (normal). 75% var eitthvaS aS athuga viS. Næringarskort (malnutrition) höfSu 4°/o, bólgna éitla 5%, sjónargalla 15%, nefstýflu 3,5%, 5jú%c(?), slæmar tennur, hypertr. tons. 8,5%„, mál- lýti 1,5%. EitthvaS sýnist hún bogin þessi upptalning, ekki síst um skemdu tennurnar, en þannig skýrir Lancet 10. maí frá.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.