Læknablaðið - 01.03.1922, Qupperneq 10
40
LÆKNABLAÐIÐ
Sjúkrahúsið á Eyrarbakka.
Það er engin smáræöisbygging nýja sjúkrahúsiö á Eyrarbakka. Lengdin
er um 18 m. og breiddin 8, húsiö tvílyft, 1)ygt úr steinsteypu, kjallari und-
ir því öllu og allhátt ris á þakinu. Gert er ráð fyrir 23 sjúkrarúmum, en
2 sjúkrastofur meö 5 rúmum má nota til einangrunar á sjúkl. með næma
sjúkd. Miöstöövarhitun á aö setja í húsið og búa það yfirleitt út eftir
nýtískuhætti.
Þó hús þetta sé mikið og veglegt, veröur tæpast sagt, aö gerð þess og
skipulag hafi tekist eins vel og á uppdrættinum af sjúkrah. á ísaf. Stofu-
göngin eru of þröng til þess að sjúkrabörur hafi greiöan gang, skuröstofa
er ekki sem best sett rétt viö innganginn þ.'r sem umferð er mest, skol-
unarklefi enginn á neðri hæð annar en salernið. Nokkur óþægindi eru þaö
og að hafa baðklefa i kjallaranum. Allþröngt er þeim og skipað rúmun
um i annari stofunni á neðri bygð. — En það er auðveldara að setja út
á slíkt skipulag en að bæta það. Þetta er fyrsta sjúkrah., sem Guðj. Sam-
úelsson hefir gert uppdrátt af, og er von að það beri þess nokkur merki.
Um hitt er enginn vafi, að húsið er fært í flestan sjó ef læknirinn er það
og þeir sem því stýra. En erfitt verður að reka svo dýrt hús og mikið, ef
hagur almennings er bágborinn eins og útlit er fyrir að hann verði næstu