Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 10
40 LÆKNABLAÐIÐ eöa vini innan stéttarinnar, ef hann á annaö borö er svo skapi farinn, aö hann láti slikt hafa áhrif á gerðir sínar sem landlæknir. Tortryggni eöa óánægju út af aöfinslum og embættaveitingum, verður heldur eigi útrýmt. Það er því síður en svo, að eg óttist almenna hluttöku í kosningunni. Aðalatriðið verður það, að í embættið veljist enginn heigull, heldur eiiir- beittur, réttlátur, reglusamur og vel mentaður maður, sem gefur sig óskift- an við starfinu, framkvæmi.r gerðir sinar með festu og einurð, finnur hlífðarlaust og án manngreinarálits að gerðum okkar, ef ástæða er til, án liilits til ímyndaðs kosningafylgis, frændsemi eða vináttu. Slika menn veit eg aö við eigum til innan stéttarinnar og þá fleiri en einn. Vantreysti eg ekkert læknastéttinni að geta valið þvílíkan mann. Þaö er ekki rétt ályktað hjá Þ. E., að eg byggi þessa skoðun mina ein- göngu á því, að læknar bafi svo mi.kið saman við landlækni að sælda. heldur er hún aðallega bygð á hinu, hve áríðandi það er, að hinn kosni maður hafi f u 11 t r a u s t og v i r ð i n g u læknastéttarinnar, og held g því fram, að það verði ekki meö öðru betur trygt en því, að þeir kjósi hann sjálfir. Um landlæknisembættið sjálft og nauösyn þess skal eg vera fáorður. Eg álít það þýðingarmeira en svo, að eg vilji láta afnema það. Gat eg ])ess í fyrri grein minni, aö eg væri Þ. collega Edilonssyni alveg sam- dóma í því efni, og álit rök þau sem hann tilfærir, nægileg. Auk þess komu svo skýr rök fram fyrir nauösyn emliættisins á læknaþingi|nu 1919, að eg tel óþarft að endurtaka þau i læknablaði. Þá voru allir viðstaddir læknar á móti afnáminu. Má þvi vænta þess, að okkar ágætu stéttarbræður, sem nú eiga sæti á Alþingi og allir — nema einn — sátu læknaþingið 1919, geri sitt til, að stjórnarfrumvarpiö um afnám landlæknisembættisins fái þá útreið seni þaö á skilið. Ó. F. Læknafélag Reykjavíkur. Fundur var haldinn í Læknafél. Reykjavíkur mánud. 12. mars 1923 á Röntgenstofunni kl. 8*4 siðd. 1. Form. mintist Andrésar heit. Fjeldsteds með nokkrum orðum og fundarmenn stóðu upp til heiöurs við hinn látna. 2. Gunnl. Einarsson: Abscessus cerebri. Ræðumaður skýröi frá sjúkl. með heila-abscess, út frá otitis acuta, sem hann ópereraði. Sjúkl. haföi legið í öðru héraði nokkra daga með um 40 stiga hita og óþolandi verkj- um í höfðinu þrátt fyrir góða útferð um eyrað og geysimikil narkotica. Strax viö mastoiditis-óp. hurfu verkir nierkilega fljótt og hiti lækkaði þrátt fyrir það þótt pus, sem var mikið í litla antrum, næði minna niður i cellulæ en venja er til. 6 dögum siöar var extradural abs. diagn. á hæg- um puls 56—60, seinu málfæri og hita sifelt um 37,8—38 stig, sem lækk- aði eftir hverja skiftingu niður í 37,4—37,6. Fanst þá við óp. pusgangur upp um tegmen tvmpani et antri og ca. 1J/2 teskeið af greftri þar extra- duralt. Dura spent púlslaus og við fyrstu skiftingu á cftir vottaði þar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.