Læknablaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 6
LÆKNABLAÐIÐ
3Ö
eru bundnar viö ductus pancreaticus, standa eins og klettar úr hafinu.
Þetta hefir verið margreynt, en engum haföi dottiö í hug, að þetta gæti
oröið leiöin til þess að ná í pancreashormonið, fyrr en 1920, að ungur
læknir í Canada, dr. B a n t i n g, fór að hugsa um það. Hann fór svo, í
nóvember, til próf. Macleod í Toronto og sagði honum frá hug-
mynd sinni, en hann brást strax vel við, og bauð honum að vinna að
þessu á lífeðlisrannsóknarstofunni við háskólann. Þeir hafa síðan unnið
saman og orðið vel ágengt.
Þeir byrjuðu á því að binda fyrir ductus pancreaticus á hundum, og
drápu þá svo eftir nokkurn tíma, þegar pancreasvefurinn var horfinn all-
ur nema Langerhanseyjarnar, en þær voru svo leystar upp í saltvatni til
þess að ná í hormonið. Upplausnin var svo reynd á öðrum hundum, sem
íengið höfðu diabetes eftir að pancreas hafði verið skorinn úr þeim. Það
kom óðar í ljós, að hægt var, með því að sprauta inn upplausninni 4
hvern tíma, að minka blóðsykur diabeteshundanna og halda þvagi þeirra
sykurlausu. — Þarna var þá hormonið fundið, og þeir kölluðu það i n-
s u 1 i n eftir eyjunum.
En insulinið var seinunnið með þessari aðferð, og því var farið að'
skygnast eftir öðrum leiðum til þess að ná því. Næsta leiðin var að vinna
insulinið úr pancreas nýfæddra kálfa, og með því fékst bæði meira og
fljótunnara insulin. En kálfa var hægt að nota af því, að fyrir 0g um
fæðingu vantar ]iá nær allan pancreasvef nema Langerhanseyjarnar.
Með þessu kálfa-insulini var pancreaslausum hundi haldið lifandi í 10
vikur, og við svo góða heilsu, að menn fóru að efast um það, hvort
hundurinn hefði diabetes, eða hvort allur pancreas hefði náðst úr hon-
um. Til þess að ganga úr skugga um þetta, var hætt að gefa hundinum
insulin, og 3 dögum seinna var hann dauður úr coma diabeticum.
Næst tókst að ná hormoni úr pancreas fullorðinna nauta með alkoholi,
en auðveldara er þó að ná því úr pancreas ýmsra fiska, sérstaklega skötu
og hákarls-pancreas, því að hjá sumum fiskum finnast stórar Langer-
hanseyjar, sem liggja út af fyrir sig, og þess vegna hægt að skilja frá
öðrum pancreasvef.
Nú hefir insulin verið rannsakað frá ýmsum dýrum og það hefir komiö
i ljós, að hvaðan sem insulinið er tekið, eru verkanir þess eins, og virð-
ist því svo sem hormonið sé hið sama hjá öllum dýrum.
Insulin er gefið subcutant og enn ekki notað nema nýtt, því að menn vita
ekki hve lengi það helst óbreytt. Sykurinn brennur miklu örar en áður, og
viö það minkar mjög blóðsykurinn, seni venjulega er 0.08—0.1%. — En
þegar blóðsykurinn er kominn niður í 0.04% er dýrunum hætta búin, þau
fá krampa og collaps og deyja svo snögglega.
Þeir Banting og Macleod fóru snemma að hugsa um það, hvort ekki
mætti nota insulin við diabetes á mönnum, en voru lengi ragir við það
bæöi vegna þess, að i bvrjun var efnið ekki hreint, en blandað ýmsum
eggjahvítuefnum, sem geta haft skaðleg áhrif, og svo voru þeir hræddir
um, að gefa ef til vill of mikið í einu, meðan óvíst var um styrkleika
þeirra upplausna, sem gerðar voru. En það hefir tekist, að fá insulinið
alveg eggjahvítulaust og styrkleikinn er nú mældur í insulin-einingum,
en í hverri einingu er nóg insulin til þess að lækka blóðsykur kanínu
niður í 0.04%, en þá byrja krampar, eins og fyr segir.