Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1926, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.08.1926, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐIÐ 114 liana færa. Þaö voru ekki nema einaröir menn, sem gerðu þaö í þá daga. Hann hefir 'veriö kennari viö háskólann í 15 ár og unniö þar mikiö og gott starf, meöal annars komiö íslenskum heitum á fjölda af beinum og vöövum t mannlegum líkáma. Kennari er hann talinn afkastamikill og stúdentunúm þykir hann næsta aöhaldssamur. Honum er einstaklega létt um mál og vandur að máli. En þaö er fjarri því, aö hann hafi verið viö eina fjölina feldur, siöan hann kom hingað, þó aö þaö hafi verið æriö verkefni. Llann var í fyrstu ritstjórn Læknablaðsins og reit þá löngum mest í það sjálfur. Fundarskrif- ari er hann annálaður, svo aö á læknaþingum er enginn hans líki. Þegar Læknafél. Reykjavíkur og Læknafél. íslands var stofnaö, var hann kos- inn fyrsti forseti beggja félaga. Alla æfi hefir hann haft mikinn áhuga á byggingum og hugsað mikiö um byggingarefni. Hefir hann ritaö bók um það áhugamál sitt, auk fjölda ritgerða. Hann hefir um mörg ár kynt sér fjölda erlendra tímarita, er um slíkt fjalla og er alveg óvenjulega fróöur á því sviði. Alt virðisi: leika í höndum hans, hvort heldur eru járnsmiðar eöa teikningar, enda er hann af því bergi brotinn. Faðir hans, Hannes Guömundsson á Eiðs- stööum, var hreinasti völundur og þjóökunnur fyrir smíöisgripi sína. A- huga sinn og smekkvísi í þessum efnum hefir hann sýnt í verki meö spít- alanum á Akureyri og húsi sínu í Reykjavík. Hann er og hefir veriö í skipulagsnefnd bæja og kauptúna og mun hvatamaöur aö löggjöfinni um þessi efni. Hann var um stund settur landlæknir og samdi þá heilbrigðisskýrsl- ur landsins um 10 ár, og eru þær snildarverk, hvernig sem á er litið. Er nærri þvi ótrúlegt, aö hann skyldi geta afkastaö slíku á jafn skömmum tima og jafn hljóðalaust, eins vel og þaö er gert. Heilbrigðisfræði hefir hann kent viö Stýrimannaskólann og gaf þá út ritling sjómönnum til leiðbeiningar og viövörunar. Þá hefir hann og enn tekið fyrir nýja grein og getið sér ágætan orðstir fyrir visindamensku sina. Það eru mannamælingarnar. Ritaði hann um það stóra bók, sem fylgdi árbók háskólans 1925 í þýskri þýðing. Er það geysiverk og seinunniö. Aö tilhlutun G. H. mun og hafa verið háö þing norrænna mannfræðinga i Uppsölum 1925. Þingmaður var hann nokkurn tíma. Hann var einn þeirra þriggja sem kallaður var á konungs fund, út af sambandsmálinu. Hann mun þó ekki hafa kunnað senr best viö sig i þingmannahópnum. Ýnnsir litu svo a, að hann væri of íhaldssamur í fjármálum og stundum of reikull í rásinni. Sjálfum hefir honurn aö likindum þótt eyðslusemin og alvöruleysið í fjármálunum lítt þolandi.. Enn er ógetiö eins hluta af starfsemi hans. Þegar nokkrir menn í Reykja- vík hófu rannsókn dularfullra fyrírbrigöa skömmu eftir aldamótin, varö mikill úlfaþytur út af því, sem barst um land alt. Flestir uröu 'til aö á- fellast rannsóknarmennina. En Guömundur Hannesson var ekki fyr orð- inn héraðslæknir í Reykjavík og kominn hingaö suöur en hann beiddist eftir aö fá að koma á tilraunafundina. Hann lét enga hleypidóma hamla sér, en varð hinn ötulasti aö fást við þessar nýstárlegu og erfiðu rann- sóknir. Hann fekst viö þær stööuglega heilan vetur, og þrátt fyrir mikla efagirni sannfærðist hann um fyrirbrigðin. Áriö 1910 ritaði hann greina-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.