Læknablaðið - 01.06.1927, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ
83
hausinn er rétt fyrir neöan tniSjan legginn, á stærð viö tóbakspípuhaus
i stærra lagi, en opiö mjög lítiö, rétt nálargengt. Nú taka menn pípuna i
aöra hönd og prjóninn i hina, dýfa enda hans ofan i ópíumkvoöuna og
taka upp þaö, sem loöir á endanum, vinda prjóninum fram og aftur milli
fingra sér, til þess aö missa ekki þaö, sem á honum er, og læra hann
yfir logann á lampanum. Baka siöan kvoöuna hæfilega, án þess aö brenna
hana, þangaö til hún er mátulega þur til þess að hnoöa úr henni litla
pillu eða granulum milli lófa sér. Síöan er pillan látin viö gatið á pípu-
hausnum, — ekki í opiö, því þá rnyndi það lokast, — og nú er pípuhaus-
inn borinn aö loganum og reykjandinn ber varirnar aö enda leggsins og
sýgur nú aö sér, djúpt og rækilega þrisvar, fjórum sinnum, og gætir
þess vandlega, að setn mest af reyknum komist ofan í lungun. Þá er
búiö úr þeirri pipunni, reykjandinn skefur öskuna af pípuhausnum og
geymir og fer siðan aö tilbúa næstu pípu. Kínverjar nostra oft lengi viö
aö undirbúa reykinguna, og eru þá aö njóta ánægju eftirvæntingarinnar.
En sjálf reykingin tekur ekki nema 20—30 sekúndur. hver pipa.
Þegar u'm verkanir ópíumreykinga er að ræöa, veröur aö gæta þess,
aö ópíum hefir mjög misjöfn áhrif á hina ýmsu kynflokka mannkynsins.
Margt og rnikiö hefir veriö skrifaö um verkanir ópiums á hvíta menn
yfirleitt og kemur öllum saman um, aö fyrir oss sé ópium mjög skaðlegt,
ef notkun þess fer fram úr þvi, sem læknar leyfa. Sama máli er að gegna
um Malaja. Eftir því sem Kínverjum fjölgar í Malajalöndunum, breiöast
ópíumreykingar út, þó hægt fari enn, meöal Malaja. Stjórnirnar í Malaja-
löndunum hafa þvi látiö rannsaka máliö margvislega, og hafa rannsókn-
arnefndirnar jafnan komist aö þeirri niöurstööu, að ópíum sé meö öllu
óhæft til nautnar fyrir Malaja, þeir hljóti einungis hin svæfandi og veikl-
andi áhrif þess og verði undantekningarlaust aö óhófsmönnum og aö sið-
ustu ræflar likamlega og andlega.
Alt ööru máli er að gegna um Kinverja. Þeir hafa algerlega sérstöðu
gagnvart ópium (og raunar Indverjar líka). Því þó þeim sé ekki gefið
absolut immunitet gagnvart illum verkunum ópíums, hvað gálauslega sem
þeir nota þaö — þvi fer mjög fjarri —, þá neitar því enginn sem því er
kunnugur, aö fjöldi þeirra sýgur bæöi hvíld og hressingu úr ópíumpípunni
áratugum saman, án þess að sýnilegt sé að þeim verði þaö aö meini. Þeir
viröast geta notiö hins besta og sloppiö viö hiö versta úr ópíutn ef þeir
nota þaö skynsamlega. Og ennfremur viröist þeim í sjálfs vald sett aö
témpra reykingarnar og forðast óhóf, en þaö mun vera býsna sjaldgæft
um aðra menn.
í þessu samltandi má geta þess, að Kínverjar hafa aöra aöstööu en vér
gagnvart fleiri lyfjum en ópíum. Þeir hafa t. d. greinilegt idiosyitcrasi
gagnvart joöi. Margur læknir hefir hrekkjast á þvi að gefa þeim joðkali
eöa joöoform; þó það sje raunar ekki algengt, aö liætta stafi af því. Hið
sarna má segja um ipecacuanha (emetin) og belladonna (atropin), að
læknar hrekkjast oft á því að gefa Kínverjum þau.
Áhrifin af ópiumpípunni eru læknum vitanlega auöskilin. Hinar einu
verkanir, sem maöur veröur var viö kliniskt, eftir eina eða tvær pípur
eru þær, aö í byrjun veröur púlsinn lítið eitt hraöari og hraöari (blóöþrýst-
ingurinn rís litiö eitt). Eftir örstuttan tima, 20—30 sekúndur, nálgast
narkosestigið. Þá veröur púlsinn aftur hægari og hægari en hann var áö-