Læknablaðið - 01.06.1927, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ
87
sér í þaö, og eins geta þeir fengiö hættuleg collapstilfelli, sem geta riöiö
þeim aö fullu. Það verður altaf að venja þá af smátt og smátt. Hér er
þess að gæta. að ekki nægir að gefa jafnmikið morfín og það, sem
manni reiknast þeir hafi átt að fá úr öllum reyknum. Ef maður t. d.
reykir 5 Chi á dag og fær þannig í reyknum 22,5 mgr. af morfíni (sem
auðvitað resorberast aö eins aö litlum hluta), þá nægir ekki að gefa jafn
mikið pr. os. Það veröur aö gefa honum rúml. 5 sinnum meira pr. os, eða
um 0,1125 gr. af morfíni á dag til aö liyrja meö, ef maður vill komast
hjá abstinenssymptomum. Síðan er dregið úr morfíninu og að síðustu
eitthvað inaktivt gefiö í þess stað í viku tima áður en reykjandi er út-
skrifaöur. Mönnum er það ráðgáta, hvernig á þessu stendur, en það bend-
ir meðal annars til þess, að það sé fleira i ópíumreyknum, sem verkun-
unum veldur, en morfínið.
Það er auövitað, að margir líta svo á, sem einstaklingunum sé ekki
trúandi fyrir að fara þannig með hið tvíeggjaöa sverð, að tilfinnanleg-
ur fjöldi hljóti ekki sár sem seint gróa. Það er því langt síðan stjórnirn-
ar í ópíumlöndunum hafa farið að skifta sér af málinu. Kínverska stjórn-
in hefir margsinnis reynt aö stemma stigu fyrir ópíumreykingum með
lagaboðum. Innflutningur hefir verið margbannaður og jafnvel dauða-
hegning lögð við reykingum. En ópíum er verslunarvara, og framleið-
endur taka til sinna ráða, ef salan er hindruð. Lagasetningar Kínverja
hafa þannig verið brotnar á bak aftur með vopnum útlendra framleiðenda.
Menn kannast við ópíumstríöin um miðja öldina sem leið. Endirinn á
])eim varð sá, aö Kínverjar urðu að opna land sitt fyrir útlendu ópíum.
Raunar er ópíum ræktað i Kina i stórúm stíl og nokkuð útflutt. Á siðari
árum hefir afstaða útlendra stjórnarvalda breyst á þá leið, að nú virðist
sem stórveldin vilji rétta Kínverjum hjálparhönd í l)aráttu þeirra gegn
ópíum, og er alþjóðasambandið nú að athuga málið. En hér er um að
íæða rótgróna þjóðarvenju fjögur hundruð miljóna manna og hins vegar
hið ís'meygilegasta óminnislyf sem til er í heiminum. Það kemur því undir
trú hvers eins á lagaboðum og „banni“ yfirleitt hvers árangurs menn
vænta af baráttunni gegn ópíumreykingum.
Grlaucoma og skyldmennagiítingar.
Athugasemd.
í apríl—maí-blaði Lbl. þ. á. birtist útdráttur úr ritgerð eftir R. K.
Rasmussen, lækni i Færeyjum, um blindu þar. Hefir greinarhöf. með
virðingarverðum dugiiaði rannsakað blindu í héraði sinu, og látið rann-
saka þá og telja annarstaöar í eyjunum. Kemst hann að þeirri niðurstöðu,
að glaucoma sé aðalorsök blindunnar, og að erfðir og skyldmennagift-
ingar séu fyrsta orsök til þessa glaucoma — eða jafnvel sú eina.
Eg er í litlum vafa um, að orsök blindunnar i Færeyjum muni vera
hin sama og hér á landi, nfl. glaucoma simplex eða gl. chron. fere simpl.