Læknablaðið - 01.06.1927, Qupperneq 10
LÆKNABLAÐIÐ
Ef til vill er þar nokkru meira af „glaucoma inflammatorium“* en hér,
en blindratalan þar (84% yfir sextugt og 49 bl. af 10000 íbúum), og hér**
(89% yfir sextugt og 41. 1)1. af icooo íb.)*** bendir ekki á, aö mun-
urinn sé geysimikill.
Hinsvegar þykir mér höf. leggja óforsvaranlega mikiö upp úr erfö-
um og giftingu skyldra, sem orsakar til glaucomblindu.
Þaö er víst enginn vafi á, enda alment álitiö, aö orsakir til gl. eru
margvíslegar. En um þær fæstar vita menn með vissu, og allra síst um
hvað fyrst beri að telja sem aöalorsök og hvaö ekki, enda er ekki
ósennilegt, að þaö geti verið margbreytilegt eftir staöháttum. og eftir
því hvaða tegund glaucoma um er aö ræöa.
Eins og eg drap á áöan, geri eg ráö íyrir, að í Færeyjum sé ástandiö
líkt og hér á landi. þ. e. aö langsamlega mestur hluti glaucomanna sé
gl. simplex.
Eg er sjálfur á þeirri skoðun, aö erfðir og skyldmennagiftingar eigi
nokkurn þátt í tíðleika glaucomanna, en eg er hinsvegar algerlega mót-
fallinn því, að þær beri aö skoða sem höfuðorsök og a 11 r a s í s t til
gl. simplex. Það er sú tegund gl., sem minst ber á typiskri „glaucom-
l)yggingu“ (stutt hypermetropiskt auga, camera ant. grunn, lens til-
tölulega stór, etc.) við. En hún er miklu algengari við barnaglaucom
(sem mjög oft orsakast af meðfæddum vanskapnaði á augunum, en auð-
vitað taka barnsaugun fljótt breytingum, vegna þess, hve sclera er lítið
resistent), og svo við „gl. inflammatorium“. Fyrir þessar síöasttöldu
2 tegundir held eg að erföirnar hafi miklu meiri þýðingu, og munu fleiri
vera á þeirri skoðun.
Þá er annað: Hvernig útskýrir höf. þann mikla mun á tíðleika gl.
simplex hjá körlum og konum, ef ekki væri öðru en erfðum til að dreifa?
í Mið-Evrópu, þar sem „gl. inflammatorium" er algengara, er talið að
ríflegur meiri hluti glaucomsjúkl. séu konur. En eftir því sem norðar
dregur, og meira verður um gl. simplex, skal ])aö alstaðar vera segin
saga, að karlmenn verða í svo miklum meiri hluta, aö slíkt getur eng-
in tilviljun verið.
Hér á landi hefi eg rannsakað ca. 350 nýja glaucomsjúklinga, og höföu
þéir því næst allir gl. simplex. Af þeim voru karlar 73%, en konur að-
eins 27%. En af öllum blindum hér á landi er taliö að karlar séu ca.
60%, en konur 40%. —
Sjúklingatala mín er að vísu ekki há, borin saman við erlendar statistik-
ur, en þó nægilega há til að sannfæra ímig persónulega um, aö hér á
landi er glaucoma s i m p 1 e x langt frá því að vera tiltakanlega arf-
* Svo kallast þau glaucom, ]>ar sem að jafnaði ber mikið á roða í augunum, en
nafnið er villandi, þar sem roði þessi orsakast miklu frekar af stase en bólgu.
Hins vegar hefir það komið í ljós á síðustu árum, að ,.glaucoma simplex" er
oft samfara iridocvclitis, sem margir telja vcra komna á undan glauaomínu.
** Þar sem minst er á blindrafjölda í grein þessari, hvort heldur cr á öllu landinu
eða í einstökum sveitum, er farið eftir manntalsskýrslu Hagstofunnar I. des.
1920. — Nýrri gögn hefi eg ekki í höndum.
'f** Próf. G. H. kveður í ofannefndum útdrætti blindrafjöldann hér á landi vera
30: 10000, — Hlýtur, að eg held, að vera misritun.