Læknablaðið - 01.06.1927, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ
91
Lækningabálkur.
Byrjandi lungnaberklar.
Byrjandi lungiiaberklar geta í flestum tilfellum batnab aö íullu, en
því útbreiddari og magnaöri, sem berklarnir eru, því lakari eru batahorf-
ur. Þaö er því nauðsynlegt, aö taka veikina föstum tökum, þegar er
hennar verður vart.
Engin lyf eöa aöferö þekkist, senn læknaö geti lungnaberkla á stutt-
um tima, en reynslan hefir sannað, að hvíld og almennar heilbrigðis-
reglur hafa heppileg og læknandi áhrif á þá, einkum á fyrstu stigum
veikinnar. Á þeim grundvelli eru heilsuhælin reist og útbúin, þar aö auki
hafa þau tekið upp þær lækningatilraunir, sem líklegastar eru til aö
l^era árangur, enda mun það nær einró'ma álit berklalækna, aö sjúklinga
með byrjandi lungnaberkla beri að senda á heilsuhæli. Ýmsar ástæður,
einkum þó plássleysi á hæluni hér seni annarsstaðar, gera það að verk-
um, að oft er óhjákvæmilegt aö meðhöndla slíka sjúklinga í heimahús-
um, og er þá meöferðin í aðalatriðum þessi:
Loft: Sjúklingur veröur að hafa sérstakt herljergi, með upphitun,
sæmilega stórt og bjart, og engir ryksælir húsmunir mega vera i þvi.
Glugga þarf að vera hægt að opna, og a. m. k. ein rúða þarf aö vera
opin aö staðaldri. Sé sjúklingurinn rúmliggjandi ogj sérstaklega við-
kvæmur, getur þó nægt, einkum á nóttum, að hafa opinn glugga í næsta
herbergi, og svo opnár dyr á milli. Hafi sjúklingurinn fótavist, þarf
hann að vera sem allra mest úti, og þarf í því skyni aö útbúa honum
lædda á skjólgóðum staö sunnan í móti, og getur hann þá legiö þar
fyrir i öllu sæmilegu veðri, með teppi og skinn yfir sér. Tjakllega gæti
komið aö líkum notum.
Á sumrum getur veriö ávinningur að senda sjúklinga úr kaupstaö upp
í sveit, ef þeir geta verið þar undir lækniseftirliti.
H v í 1 d o g h æ f i 1 e g h r e y f i 11 g: Hvíld er áreiöanlega eitt þýð-
ingarmesta atriöið í meöferöinni. Þaö er ekki nóg, að sjúkling sé sagt
aö hætta aö vinna, og hann þurfi að halda kyrru fyrir, því að hvíldin
er því aðeins fullnægjandi, að hann liggi fyrir vissar og ákveðnar stund-
ir á degi hverjum. Til þess að halda líkamanum í stælingu, eru göng-
ur fyrirskipaðar jafnhliöa hvíldinni. Hvort leggja eigi meiri áherslu á
hvíldina eða stælinguna, fer eftir því, hvort veikin er í framrás eða ekki.
Því meiri tilhneigingu sem veikin hefir til aö lu'eiðast út, því meiri hvild.
Árangur af skoðun og ýms sjúkdómsmerki, svo sem : uppgangur, brjóst-
verkir og sérstaklega hitinn, eru mælikvaröinn. Iiiti berklaveikra er mjög
viðkvæmur og hækkar oft við sárlitla hreyfingu, jiarf því að mæla hann
4—5 sinnum á dag. Sjúklingur meö hita, þarf aö liggja rúmfastur. Nokkru
eftir að hann er orðinn hitalaus, fer hann aö klæöast stuttan tíma. á dag.
Þegar fótavistin er orðin 5—6 klst. á dag, getur sjúklingurinn byrjað
að ganga stuttan spöl. Ef gangan þolist vel, má lengja fótavistina, og
síöan með gætni lengja og fjölga göngustundunum alt aö 1—\]/2 klst.
þrisvar á dag, og mætti úr því fara að verja nokkru af göngutimanum
til léttrar útivinnu. Efir hverja göngu þarf sjúkl. að liggja fyrir 1—2
klst., og er heppilegast. aö það sé rétt á undan ináltiðum.