Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1930, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.01.1930, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 7 Helstu hcimildarrit: Carnctt J. B.: Surg. gynecol. and obstetr. vol. 42, s, 625 1926. Harrcnstein R. J.: Bruns Beitr. f. kl. chir. Bd. 139 s. 333 1927. Ljunggren C. A.: Svenska lákaretidningen 23. s. 1107, 1926. Hinrichscn H. M.: Bruns Beitr. etc. Bd. 140, s. 149 og 331, 1927. Mc. Faddcn G. D.: Brit. med. journ, nr. 3494, s. 1174, 1927. Stcrnbcrg A.: Zeitschr. f. tub. Bd. 47, s. 117, 1927. Radicvsky A. og N. Krakovekaja: Ref. i Zentralorg. f. d, ges. chr, Bd. 42, s. 759, 1928. Bartotti C.: Ref. ibid. Bd. 43, s. 112, 1928. Muellcr A.: Arch. f. kl. chir. Bd. 130, s. 157, 1924. IValton A. J.: Brit. med. Journ. nr. 3494, s. 1068, 1927. Junkelsohn M.: Ref. z.org. f. d. ges. Chir. Bd. 41. 1928. Makai E.: 52. Tag. d. Dtsch. ges. f. Chir. 1928. Ssolowjcw N. J.: Mitt. a. d. Grenzgehiet der med. u. Chir XLI. s, 20, 1928. Solierni S.: ibidem Bd. 40, s. 359, 1927. Drcvcrmann F.: Med. Klin. Jg. 22 s. 1985, 1926. Miillcr A.: Munch. med, Woch. nr. 36 s. 1576, 1925. Collega! Svo mun flestum finnast sem einhverskonar eitur og ólyfjan sé komin inn í þjóðfélag vort á síðustu árum. Þefarar og njósnarar eru sagðir á hverju strái, sem lepji hvert litilræði til stjórnarinnar, og vissasti vegurinn til þess að koma ár sinni fyrir borð er ekki lengur sá, aÖ vinna verk sín með trúmensku heldur hitt, að skriða fyrir valdhöfunum. Það er eins og drengskapurinn sé að hverfa úr landinu og alt að sökkva niður í díki pólitísku flokkas])illingarinnar. Málaferli og rannsóknarherferð geisar. Banki hrynur og menn tapa fé sinu i miljónatali. ÞaS er eins og alt sé komið á ringulreið. Og ofan á alt þetta hefir sá grunur sprottið upp, að einn af ráðherrun- um sé ekki andlega heilhrigður! í öllu þessu moldviðri er það áreiðanlega eftirtektarvert að sjá þó dæmi þess, að menn geta unnið fyrir eitthvað annað en eigin hagnað, lagt citt- livað í sölurnar fyrir samvisku sína og sannfæringu. Engum getur blandast hugur um það, að þetta hefir dr. med. Helgi Tómasson gert. Ekkert var auðveldara fyrir hann en að stunda starf sitt í friði, og ekkert var honum kærkomnara en að geta gert það. En nú vill svo illa til, að hann fær alvarlegan grun, ef ekki vissu, um það, að einn af ráðherrunum sé ekki allskostar sjálfráður verka sinna. Fleir- um læknum hafði komið hið sama til hugar, þó fátt gætu þeir fullyrt um það. Tveir kostir voru fyrir hendi; að þegja algerlega um þetta og lifa í full-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.