Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1930, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.01.1930, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 13 burt me<5 vanalegum kambi, því næst er l)yrjað að kemba burt nitina. Er þaS gert þannig: 1. Duftið ,sem fylgir kambinum er leyst upp í J4 líter af heitu vatni og bárið alt vætt vel úr ])ví, t. d. með handbursta. 2. Hárinu er nú skift frá enni að bnakka og frá eyra til eyra. Hver þess- ara fjögurra hluta er fléttaður fast, út af fyrir sig. Þetta er gert til þess að hreinsað hár þvælist ekki saman við óhreinsað. Stöðugt verður að væta hárið, meðan á hreinsuninni stendur. 3. Best er að byrja á aftari fjórðung vinstra megin, og taka fyrir lítinn lokk, sem svarar til álíka húðflatar og teikningin sýnir. Ber að greiða lokkinn fyrst vel með vanalegri greiðu, og fara svo nokkrum sinnum í gegnuni hann með nitkambinum. 4. Sé hárið grátt af nit, ber afi taka fyrir minna svæði. Sé hárið fitulítið, er gott að bera á það dálítið af hárolíu. Kambhrcinsun. Meðan á hárhreinsuninni stendur, þarf oft að verka kamb- inn. Það er gert með járni, sem fylgir; því er svo strokið eftir tönnun- um, og l)urstað lítið eitt á eftir. Að lokinni hverri notkun. á að verka kamb- inn vel, þurka hann og bera á hann ósalta feiti fvaselin). Við flatlús er best aö núa cuj)rex með höndinni inn í hörundið. Þarf að endurtaka það eftir 10 mínútur. Að klukkustund liðinni er svo þvegið vandlega meö volgu sápuvatni, og þar með lokið. Venjulega þarf 25 ccm. af cuprex handa einum manni. Það getur verið, að sumum sé ógeðfelt efni það, sem eg hefi tekið hér til meðferðar, i greinarkorni þessu. Þaö hefir til skamms tíma verið svo, að ekki hefir mátt nefna lús hér á landi, frekar en snöru í hengds manns húsi, eða ket hjá katólskum á langaföstu. En eg lít svo á, að ])á fyrst sé cinhver von um, að ráðin verði bót á þessu meini. er talað er urií ])að hispurslaust, og óþrifin dregin fram í dagsljósið úr myrkrinu. Til ])ess að eitthvað verði ágengt í þessu efni. þurfa læknar og almenn- ingur að taka höndum saman. Sérstaklega eru ])að íslenskar mæður, sem eg ber traust til, aö verði Ijúfar til samvinnu á þessu sviði. Til ])eirra leita eg og segi: Gætið vel að kollunum á börnum ykkar ! Lítið eftir þeim 2svar í viku, á miðvikudögum og laugardögum! Kembið strax burt, sjáist nokk- ur óþrif! — Fáið ykkur Nisskamb og farið að kemba! Þar sem hér er um mikilsvert menningaratriði að ræða, þá eru önnur blöð vinsamlega beðin að birta grein þessa eða útdrátt úr henni. Hofsósi í nóv. 1929. Húðflötur. Breyting á læknishéruðum. Samkvæmt tillögum sýslunefndar Suður- Múlasýslu hefir verið ákveðið, að suðurbygð Reyðarfjarðar gangi undan Fáskrúðsf jarðarhéraði og undir Reyðarf jaröarhérað og Norðurdalur í Breið- dal gangi undir Berufjarðarhérað,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.