Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 3

Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 3
LEIllSLllll 16. árg. Reykjavík, október-nóvember. 10. tbl. Lungnapest í sauðfé. Að vísu er Lbl. ekki tímarit fyrir dýralækna, en þó vir'Sist mér ekki úr vegi að fara hér nokkurum orðum um sauðfjárveiki þá, sem allvíða hefir gert vart við sig á landinu og valdið býsna rniklu tjóni. Góður læknir á að vera vel að sér í sjúkdómafræði manna og dýra og getur margt fróðlegt lært af þeim sjúkdómum, sem að eins finnast í dýraríkinu. Og þar sem svo viða er örðugt að ná til dýralæknis hér á landi, ætti læknirinn ekki að vera upp yfir það hafinn, aö leiðbeina fólki i þeim efnum, þar sem hann hefir þekk- ingu til þess. Sá sjúkdómur sem hér um ræðir hefir gert vart við sig hér á landi mörg undanfarin ár, sennilegt að megi rekja hann aftur til aldamóta, ef ekki lengra aftur í tímann. En einkennilegt er það, að hvergi finnur maður getið um samskonar veiki hjá sauðfé í öðrum löndum, og merkir erlendir vísinda- menn, sem eru sérfræðingar á þessu sviði, kannast ekki við að hafa rek- ist á, né heldur heyrt getið um hana. Rannsóknir þær, sem eg með aðstoð Kristjáns Grímssonar stud. med. og Ásgeirs dýralæknis Ólafssonar gerði i BorgarfirSi í fyrravetur, leiddu í ljós orsök og uppruna veikinnar og ýmsan fróðleik um háttalag hennar. Skal hér að eins drepið á það helsta. Orsökin er örlítill Gram -j- stafur, venjul. ca. 2/n á lengd og örgrannur, ca. 0,3—0,4,« að gildleika. Hann er óhreyfanlegur, vex sjaldnast sýnilega í gelatine við 20 gr. hita og bræðir það ekki. Myndar ekki spora. Vex best við 35—40 gr. hita. Ef maður skoðar hann í 12—24 klt. kjötsoðsgróðri lifandi, eru stafirnir nokkuð auðþekkjanlegir, grannir og kornóttir og brjóta lítt ljós- ið, svo að dálítið erfitt er að koma auga á þá ólitaSa. Engin himna myndast á kjötsoðsyfirborðinu, ekki heldur neitt botnfall, og vöxturinn verður ekki mjög þjettur í venjulegu kjötsoði, en greinilegur þó. Þéttari verður hann í ascites- og serumbouillon. Á venjulegum agar vex sýkillinn vel, myndar bláleitar ,,koloníur“, sem eftir sólarhring við 37 gr. eru orðnar 2—3 r*m í þvermál. Hann myndar ekki loft, en gerjar ákveðnar sykurtegundir, meðal þeirra venjulegast fljótast sakrose. Hann þolir illa hitabreytingar, svo að gróð- ur, sem látinn er standa í stofuhita, er jafnaðarlega dauður eftir 1—2 sólar- hringa. Við 37 gr. hita má halda honum lengur lifandi, en oft þarí að skifta um æti fyrir hann, og vill þó altaf deyja út eftir nokkurar vikur. Sjúkdómurinn grípur kindina venjulega snögglega. Dæmi eru til að kind- in hefir verið heilbrigS og frískleg að kveldi, en dauð að morgni. Venju- lega líður þó sólarhringur og oft lengur, frá því að á kindinni sér og þangað til hún drepst. Það fyrsta, sem menn taka eftir, er að kindin verð-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.