Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1930, Side 4

Læknablaðið - 01.10.1930, Side 4
146 LÆKNABLAÐIÐ ur daufari í brag'Öi og hættir a8 éta. Fer ekki á jötuna með hinu fénu, en stendur utan við, þegar hópurinn rySst á garÖann. Hún verÖur móÖ, andar iöulega 40—60 sinnum á mínútu (normalt 10—25) og stendur eÖa liggur, en vill sem minst hreyfa sig. Hóstar venjulega ekki. Þegar henni fer aÖ þyngja, hengir hún hausinn og hreyfir sig ekki, þó að henni sé gengið. FéÖ getur veikst á öllum aldri, en í Borgarfirðinum var það aðallega eldra fé, sem veikina tók, mátti heita undantekning, aÖ lömb og veturgamalt dræpist úr henni. Við sektion finnur maður ávalt meiri og minni breytingar í lungunum. Langalgengast er að finna mestar breytingar í mæðilunganu (fremsta blaði hægra lunga) og í neðri röndinni á framblaði vinstra lungans. Þar er lungna- vefurinn orðinn fastur og þéttur og fyrirferðarmeiri af svæsinni bólgu, svo að bólgnu svæðin stinga mjög í stúf við það, sem heilbrigt er af lung- unum. Iðulega er bólgan skarpt afmörkuð, lyftir sér með stalli upp úr heil- brigða vefnum og liturinn á bólgna holdinu er jafnaðarlega dekkri en heil- brigði vefurinn; getur verið dökkrauðflekkóttur, en er iðulega bláleitur, stundum nærri því svartur. Á pleura er venjulega fibrinslikja yfir bólgna svæðinu, stundum þykkri grá- eða gulleit skán. Bólgan er þétt og föst á að taka, eins og lifur eða jafnvel nýra. Þegar skorið er í hana, er sárflötur- inn ýmist grárauðflekkóttur eða dökkrauðari, alt eftir þvi á hvaða stigi bólgan er, því ljósleitari sem meira drep er komið í bólguna. Oft sjást lítið eitt upphækkaðir gráleitir hringar í kring um dökkrauða bletti (hring- arnir þétt leukocytainfiltration). Stundum er bólgan næstum því svört á litinn, eins og infarkt. Histologiskt sést, að allar lungnablöðrur eru úttroðnar af exsudati, sem mestmegnis er samsett úr leukocytum, en rnikið af þeim einkjarna frumur, og þeirn er svo þétt raðað, að varla sést nokkurt bil á milli. Fyrst virðist bólgan iðulega byrja með emigration á rauðum blóðkornum inn í lungna- blöðrurnar og ber stundum mjög mikið á þeim; en þegar frá líður, flykk- ist svo meira og meira af leukocytum að. Svo kemur iðulega drep i alt saman. Frá hverju einasta lungnabólgutilfelli ræktuðum við sama sýkilinn, og finst hann undantekningarlaust lika, ef maður smyr bólgusafanum beint á gler, litar og skoðar í smásjá (best«með Gramlitun). Venjulega sér mað- ur þá hreingróður af Gram stöfum, oftast nær urmul af þeim. Verra er að sjá þá í histologiskt lituðum sneiðum; iðulega mjög örðugt að koma auga á þá í þeim. Lungnaeitlarnir eru venjulega stækkaðir, hvítleitari og miklu safameiri en normalt. Smáblæðingar sjást oft undir pericardium. Gallblaðran er jafnaðarlega útþanin af ga]Ji, oft yfir 10 cm. á lengd. A öðrum líffærum sér venjulega ekki verulega, nema hvað lifrin er oftast nær nokkuð stækkuð. Sýklana getur maður undantekningarlaust ræktað úr lungunum, og svo að segja alt af úr lungnaeitlunum lika. Ennfremur ræktuðum við þá líka úr hjartablóði, lifur, gallblöðru, nýrum og milta, svo að auðséð er að þetta er septiskur sjúkdómur. Með sýkingartilraunum á kindum frá ósýktum bæ, gengum við úr skugga um, að það, sem við álitum vera sýkilinn, er í raun og veru orsök veik- innar. Þessar kindur voru látnar í kofa, þar sem engin skepna hafði komið inn í heilt ár og strax dælt hreingróðri af stöfunum í bouillon (1 ccm.)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.