Læknablaðið - 01.10.1930, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
167
Sumir rithöfundar eru þeirrar skoÖunar, aÖ meÖ vaxandi menningu hafi
konum orðið hættulegra að fæða. — Villikonán í fyrndinni fæddi sjálf-
krafa og hjálparlaust, eins og skepnurnar og beit eÖa sleit sundur nafla-
strenginn. Samræmi 'milli stærðar fósturs og grindar raskaðist meö vax-
andi höfuðstærð barnsins, vegna stærri heila. Og með vaxandi hjálp komu
fleiri óhreinar hendur til að smita konuna og verkfæri og aðgerðir bætt-
ust við, er greiddu sýklunum götu. Og ekki bætti um, þegar abortus af lít-
illi fyrirhyggju og kunnáttu komst i móð.
Stgr. Matth.
R. Coffey: Experimental transplantation of urcter in which a trans-
fixion suture is used to complete the anastomosis. — Northwest
Medecine, March 1930.
I Lbl. nóv. 1929 bls. 177 skýrði eg frá aðferðum Grey Turner’s og R.
Coffey’s til að lækna ectopia eða extrophia vesicœ.
Nýlega sendi Coffey mér ofannefnda ritgerð eftir sig, þar sem hann skýr-
ir frá hvernig hann, eftir ítrekaðar tilraunir á hundum, hefir fundið mjög
einfalda og hættulausa aðferð til að græða ureteres inn í vegginn á rectum.
Og getur þessi aðferð ekki einungis komið að góðu gagni við ectopia vesicæ,
heldur einnig þegar það óhapp vill til, að ureter skaddast við operation og
ekki er unt að skeyta hann saman. Hann klípur um proximala ureter-stúfinn
með æöatöng, stingur síðan gegnum hann með mjórri, beinni nál, þræddri
með catgut, bindur fyrst um neðri helminginn og síðan utan um allan stúf-
inn og reyrir allfast að, til þess að necrosis komi sem fyrst.
Þessu næst sker hann 1V2 ctm. langan skurð framan á rectumvegginn
gegnum serosa og muscularis inn að mucosa og flær mucosa nægilega bera
til að ureter-endinn komist vel fyrir.
Síðan festir hann ureter-endann í neðra sárhorninu með sama catgut-
þræðinum (anchorstitch). Að því búnu tekur hann nýja nál þrædda með
silki, stingur henni gegnum mucosa og bindur þræðinum utan um ureter, rétt
ofan við fyrri sauminn.
Loks lokar hann serosa-muscularis-sárinu yfir ureter með fyrri catgut-
þræðinum.
Eftir einn eða tvo sólarhringa hafa þræðirnir reyrt sundur bæði ureter
og mucosa og þvagið rennur hindrunarlaust, en ureter grær fastur von
bráðar. ,
Þessi aðferð er afarhandhæg i samanburði við fyrri aðferðina (sem lýst
var í Lbl. i fyrra), þar sem Coffey notaði ureter-þvagleggi, er hann stakk
upp í ureter-opin með hjálp rectoscops, að undangenginni ítarlegri hreins-
un á rectum. Við þá aðferð þurfti mestu nákvæmni og góða aðstoð, en
hér má alt takast intraperitonealt.
Coffey er listamaður í sinni teknik, og eg hygg, að þessi aðferð hans
marki stórvægilega framför í ureter-kírúrgíunni og sennilega á ýmsum fleiri
svæðum, þar sem er um kirtlagöng að ræða.
Hugmyndina til þessarar aðferðar segist Coffey hafa fengið, þegar vin-
ur hans, skurðlæknir einn þar vestra, skýrði honum frá slysi, er nýlega
hefði hent hann við meiri háttar aðgerð í kviðarholi. Hann hafði í ógáti
bundið um báða ureteres, en án þess að skera þá sundur. Þegar sjúkling-
urinn fékk fullkomna anuria á eftir, uppgötvaði hann slysið og gerði nephro-