Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1930, Side 26

Læknablaðið - 01.10.1930, Side 26
i68 LÆKNABLAÐIÐ stomia bá'ðu rnegin svo aÖ þvagiö fékk framrás og sjúklingum létti. En eftir nokkra sólarhringa resorberaÖist catgutiÖ og ureteres opnuðust á ný. Streymdi þá þvagið rétta leið og nephrostomi-sárin lokuðust af sjálfu sér. Coffey notaði fyrst silkiþráð til að reyra ureter, en komst brátt að raun um að catgut gerði sarna gagn, en silkiþráð notar hann í öllu falli til að reyra sundur ureter -j- mucosa recti. í fyrstu notaSi hann að auki phenol- um liquidum til að brenna með slímhimnuna, svo að hún opnaðist fyr. En þetta reyndist honum óþarft. Victor Panchet hefir nýlega skýrt frá þessari aðferð Coffey’s og lýst henni nákvæmlega í Société des chirurgiens dc Paris, og lýkur miklu lofs- orði á hana. Hann vill nota diathermi-hníf, bæði til að skera sundur serosa- muscularis og til að cauterisera slímhimnuna með, svo að fyr komi necrosis- gat á hana. Stgr. Matth. Dauðhreinsað girni kaupa máske sumir læknar í umbúðaverslunum. Vara- samt getur það verið, því próf. Knorr í Múnchen fann að 80% af sýnis- hornum voru ekki tryggilega dauðhreinsuð. (Múnch. med. W. No. 14, 193°)- Holnálar til þess að stinga inn í æðar, fást nú af sérstakri gerð, sem á að vera mikil vörn gegn því að blóð storkni í þeim. Þær nefnast „Ainit“- nálar. Þá hafa og ker verið gerð úr „Athromit", til þess að láta blóð renna í, og storknar það seint i þeim, svo að nota má til blóðgjafar. (Múnch. med. W. No. 14, 1930). F r é 11 i r. Embætti. Knútur Kristinsson, fyrv. héraðsl., hefir verið settur til að gegna héraðslæknisembættinu í Hornafirði, í sjúkdómsforföllum Hinriks Erlendssonar, sem liggur í Sct. Jósefs spítala, Rvík. Háskólinn. Dómsmálaráðherrann hefir lagt fyrir að greiða ekki í vetur þóknun fyrir kenslustörf Kjartans Ólafssonar augnlæknis. Skv. ósk Lækna- deildar sinnir augnlæknirinn þó kenslunni endurgjaldslaust, fyrst um sinn. 12 nýir stúdentar hafa innritast í Læknadeild í haust. Er það með fæsta móti. Utanfarir lækna. Ólafur Jónsson læknir er nýkominn heim, eftir nokk- urra mánaða dvöl við skurðlækningadeild á Sahlgrcnska sjukhuset í Gauta- borg. — Jóuas Sveinsson er nýsigldur til tveggja ára dvalar ytra, til sér- fræðináms í handlækningum. Mun ætla sér aðallega til Sviþjóðar og Austur- rikis. — Pétur Thoroddscn, héraðsl. á Norðfirði, og Árni Iiclgason, héraðsl. á Patreksfirði, eru nýfarnir utan. Á ferð í bænum. Ólafur Ólafsson, héraðslæknir í Stykkishólmi, kom hing- að nýlega, snögga ferð. Innheimtu- og afgreiðslumaður Lbl. er hr. Þorvaldur Jónsson, Grettisgötu 37, Rvík. Félagsprentsmið j an.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.