Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 5

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 35 Stærsti löðrungurinn, sem landlæknir rekur læknum í frumvarpi sínu er þó 13. gr. Er þar ákvetiið að iKirgun fyrir starf þeirra (praktiserandi lækna) „fari eftir því sem um semst milli stéttarfélags þeirra og ríkis- stjórnarinnar og skal landlæknir, ef ekki takast samningar, semja gjald- skrá er ráðherra staðfestir." Hefir ritstjórnin átt tal um þessa grein við nokkra lögfræðinga, og draga þeir flestir í efa, að leyfilegt sé að setja embættislausum læknum taxta, vegna 65. gr. stjórnarskrárinnar. Munii islenskir læknar hafa stilt kröfum sínum mjög í hóf um borgun fyrir verk sin. og nær það naumast nokk- urri átt að halda því fram, að almenningsheill krefjist að löggjafarvaldið taki í taumana. Má geta þess, að læknishjálp er yfirleitt alstaðar dýrari en hér, og hefir þó ekki i menningarlöndunum, enn sem komið er, þótt tiltækilegt að setja taxta á læknisverk yfirleitt. Sumstaðar er að vísu til taxti, t. d fyrir vottorð í þágu hins opinbera eða tryggingastofnana, og er hann ákveðin eftir samkomulagi við viðkomandi læknafélag. Annars- staðar er til ágreiningstaxti til leiðbeiningar fyrir dómstólana. Það myndi ógerningur að semja taxta sem nokkuð réttlæti væri í. Eftir því sem landlæknir upplýsti á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur, ætti að greiða jafnt fyrir sjúkraskoðun sem tæki alt að klukkutíma og þá, er að eins tæki t. d. 5 minútur, því að þær jöfnuðu sig upp. Væri þetta allmikil íreisting fyrir lækna til flausturs í störfum sinum og gæti auk þess leitt til þess, að læknir léti sama sjúklinginn koma oftar til sín en ella, til þess á þann hátt að fá hæfilegt honorar. Slíkar sundurslitnar skoðanir mundu þá að sjálfsögðu baka sjúklingnum óþarfa tímatöf. Það er alkunnugt, að margir læknar fá ekki nema nokkurn hluta af störfum sínum greiddan, oft ekki nema 50—60%. Auk þess miða þeir nokkuð taxta sinn við gjaldþol sjúklinganna, taka hærri borgun af þeim sem efnaðri eru, en minna eða jafnvel ekkert af þeim fátækari. Taxti eins og frv. gerir ráð fyrir, er ósamrýmanlegur þessu principi. Slikur taxti myndi leiða til þess, að læknar yrðu að ganga ríkara cftir greiðslu fvrir störf sín, og kæmi það ómaklega niður, einkum á hinum íátækari. Greinargerðin fyrir þessari grein frumvarpsins er svohljóðandi: ,,I landinu eru 48 héraðslæknar og að minsta kosti jafnmargir aðrir lækn- ar starfandi. Héraðslæknum er sett gjaldskrá, og þó að hún sé úrelt orð- in, mun enginn ágreiningur um að gjaldskrá beri að setja þeim. En ef nauð- synlegt er að tryggja almenning með gjaldskrá gagnvart héraðslæknunum, er hin sama nauðsyn fyrir hendi að þvi er snertir praktiserandi læknana, með því að mikill hluti þjóðarinnar, og þar á meðal sá fjórði hluti henn- ar, sem býr í Reykjavík, á tæplega aðgang að öðrum en praktiserandi læknum. Almennrar læknagjaldskrár er einnig mikil nauðsyn vegna við- skifta lækna við hið opinbera riki, sveitarfélög og sjúkrasamlög, sem verða meiri og meiri með hverju ári, og ciga þar praktiserandi læknar ekki síð- ur hlut að máli en héraðslæknar, og jafnvel miklu fremur. Er mikil furða, að ekki skitli þegar hafa orðið margvísleg málaferli út úr þessum viðskift- um, og er ólíklegt, að sá friður standi til lengdar. En þá hafa dómararnir við litið að halda sér, er engin lagaákvæði eru um, hvers læknar megi krefj- ast fyrir verk sín, og haía furðulegir dómar veriið kveðnir upp erlendis i slikum málum, sem betur færi á, að sem lengst yrðu óuppkveðnir hér á landi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.