Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 6
36 LÆICNABLAÐIÐ Þess þarf ekki að geta, aÖ stjórn Læknafélagsins mótmælir þvi, aÖ gjald- skrá verði sett embættislausum læknum, og er þó ekki ólíklegt, að þar sé meira talað fyrir munn embættislausu læknanna en héraðslæknanna, og ber þó félaginu að gæta hagsmuna beggja. Ber stjórn Læknafélagsins að- allega þrent fyrir: 1) Að ríkið hafi ckki rctt til að sctja cmbœttislausum lœktuun gjaldskrá. Eftir því ætti það að vera stjórnarskrárbrot, en það er tilhæfulaust. Það er að vísu rétt, að ekki er það títt, að ríkið setji verð á vinnu em- bættislausra manna. En þess er að gæta, að aðstaða læknanna gagnvart viðskiftamönnum sínum er ólík aðstöðu flestra, ef ekki allra annara, og störf þeirra svo trygg og einskorðuð af löggjöfinni, ekki sist ef frumvarp þetta verður að lögum, að þeir verða að sætta sig við að bæta fyrir það með nokkru. Störf yfirsetukvenna eru svipuð, enda er verð sett á vinnu þeirra, hvort sem þær eru skipaðar eða praktiserandi, og hcfir ckki verið hreyft mót- mælum gegn því. I dönsku nefndinni kom ]iað mjög til tals, að setja öllum læknum gjald- skrá ,en þó að það yrði ekki ofan á i þetta sinn, var það ekki af því, að ríkinu væri talið óheimilt, heldur var þess að svo stöddu talin minni þörf fyrir það, að þar er meiri hluti þjóðarinuar (65%) í sjúkrasamlögum, sem stauda vel að vígi að gæta réttar sjúklinganna gagnvart læknunum, en því er ekki að heilsa hér á landi. 2) Að cftir gjaldskránni muni ckki vcrða farið. Að visu verður aldrei sett sú gjaldskrá, að ekki fari greiðslur margsinnis fram, hærri eða lægri en hú nákveður, og er ekkert við því að segja, þeg- ar það skcður með góðu samkomulagi beggja aðilja. Gjaldskránni er ætl- að að tryggja sanngirni á báða bóga. Læknunum á að vera trygð sann- gjörn þóknun sem þeir eiga fulla lagakröfu til. En viðskiftamenn þeirra á að vernda gegn óhóflegum kröfum fyrir læknisverk, og á læknum að vera óheimilt að gera reikninga fyrir hærri upphæð en gjaldskráin ákveð- ur. Þarf viðleitnin að vera sú, að gera gjaldskrána svo úr garði, að sem minst frcisting verði að víkja frá henni, og sýnir reynslan, að sú gjald- skrá, sem er svo lág, að bæði sjúklingum og læknum kemur saman um að hafa hana að engu, cr engin gjaldskrá. Og hið sama mundi verða um gjaldskrá, sem væri of há. Verður hér að finna sanngjarnan meðalveg. 3) Að ckki sc ástccða iil að sctja lœknum gjaldskrá, mcð því að þcir vcrðlcggi ckki vcrk sín fram yfir það, scm sanngjarnt cr. Það ræður af líkurn, að þetta muni vera einhliða dómur, og mun hitt vera sannara, að sanngirni læknanna sé býsna misjöfn, og það svo, að full ástæða sé til að gera þar á nokkurn iöfnuð, En gangandi út frá þvi, að sanngjörn gjaldskrá verði samin, er ]>vi minna í húfi fyrir læknana, því sanngjarnara sem þeir hafa metið verk sín áður. I greininni er leitast viö að deila sem sanngjarnast á milli embættisllæknanna og hinna embættislausu lækna, svo að hvorugir verði gerðir að olboga- börnum, og hefir Læknafélagið cnga sérstaka athugasemd gert við þau ákvæði. Það telur aðeins, að of lítill munur sé gerður á sérfræðingum og öðrum læknum og bendir á, að i Danmörku, þar sem almennir læknar taka 4 krónur fyrir viðtal, taki sérfræðingar 40 krónur. Þetta virðist ekki vera til fyrirmyndar, og cr ólíku saman að jafna hér og í Danmörku að

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.