Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1932, Page 7

Læknablaðið - 01.05.1932, Page 7
LÆKN ABLAÐIÐ 37 þessu leyti. Þar á almenningur víÖast a'Ögang aÖ hjálp sérfræÖinga á sjúkra- liúsum og annarstaðar fyrir mjög sanngjarna þóknun, aÖ öllum trygg- ingum þeirra ógleymdum. I.æknir, sem setur upp tugi króna fyrir eitt við- tal, er fyrir danska auðkýfinga, en ekki fyrir almenning. Hér getur verið aðeins einn sérfræðingur i einhverri grein á öllu landinu. Almenningur á þá ekki í annað hús aÖ venda. lif hann getur ekki unniÖ fyrir kaup viÖ hæfi almennings, er hér engin þörf íyrir hann. Auðkýfinga höfum við svo fáa. Við röksemdafærslu landlæknisins er a'Ö athuga: I fyrsta lagi er það álit margra lækna, að ekki heri að setja héraðslæknum gjaldskrá fyrir þau verk sem þeir vinna fyrir einstaklinga. Það má vera ríkinu óviðkomandi, hvað læknir, eða annar starfsmaður þess, tekur fyrir verk sem hann ekki vinnur beint í rikisins þágu. Ríkið skiftir sér ekki af kaupi því sem fastlaunaðir kennarar taka íyrir einkatima. Ríkið skiftir sér ekki heldur af því, ]jó að lögreglustjóri eða sýsluniaður eða aðrir lögfræðilegir starfsmenn þess séu ráðunautar privat manna eða privat fyrirtækja og fái fyrir það borgun. Það virðist því augljóst, að taxti héraðslækna að þessu leyti er óréttmætur, ef hann ekki er beint ólöglegur, en úr því mun aldrei hafa verið skorið með dómi. Það er annað mál, ]>ótt ríki'Ö gjalcli læknum eins og öðrum starfsmönn- um sínum laun fyrir þau verk sem ])eir vinna heint í ríkisins þágu. Þannig er fyrirkomulagið t. d. í Noregi, að héraðslæknar þiggja laun úr ríkissjóði (mismunandi eftir héruðum) fyrir öll opinber heilbrigðisstörf, svo sem alment heilbrigðiseftirlit í héraðinu, skólaeftirlit, farsóttarlækningar, eftirlit með berklaveikum og geðveikum og störf í þágu fátækrastjórnanna. Auk föstu launanna fá þeir allan ferðakostnað greiddan, þegar um er að ræða ferðir í þágu hins opinbera. Að öðru leyti (það er að segja gagnvart einstaklingunum) fá þeir borgun eftir taxta norska læknafélagsins. Það er því síður en svo, að ekki sé ágreiningur um að gjaldskrá beri að setja héraðslæknum. Það er einnig síður en svo, að nauðsynlegt sé að tryggja almenning gagn- vart héraðslæknum. Iiéraðslæknar hafa í raun og veru um mörg ár verið taxtalausir, þar sem fyrv. landlæknir Guðm. Björnson gaf opinberlega þá skýringu á taxtanum frá 1908, að hann skyldi að eins vera til leiðbeining- ar, ef ágreiningur risi á milli sjúklings og læknis. Virðist reynslan síst vera sú, að héraðslæknar hafi hagað kröfum sínum þannig, að nú beri nauðsyn til að tryggja almenning gagnvart þeim. Landlæknir segir að það „muni enginn ágreiningur um, að setja beri hér- aðslæknum gjaldskrá. En ef nauðsynlegt er að tryggja almenning með gjaldskrá gagnvart héraðslæknum, er hin sama nauðsyn fyrir hendi að því er snertir praktiserandi lækna.“ Vér höfum sýnt fram á, að ágreiningur er um, hvort setja beri héraðs- læknum taxta, og að það er ósannað, að nauðsynlegt sé að tryggja almenn- ing gagnvart héraðslæknum. Það er líka ósannað, að nauðsynlegt sé að tryggja almenning gagn- vart praktiserandi læknum, það er þvert á móti sannað, að það er óþarft, meðal annars vegna þess, að ekki skuli hafa af þvi risið margvísleg mála- ferli. Rökræður landlæknis í tilefni af þvi að stjórn læknaféagsins mótmælti því

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.