Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1932, Side 10

Læknablaðið - 01.05.1932, Side 10
40 LÆKNABLAÐIÐ Af þessu leiíSir, aS fyrir sum brot ver'Öur hinn almenni refsikvarÖi alt of vægur, en íyrir önnur óhæfilega hár. Tökum dæmi: Samkv. 3. mgr. 18. greinar á að dæma í þyngstu sektir ef brot er ítrekaÖ, alveg án tillits til þess hve smávægilegt það er. — Samkv. 12. gr. frv. er lækni bannað að auglýsa starfsemi sína nema með látlausum auglýsingum, sem birta má í hæsta lagi þrisvar. — Ef nú læknir telur sér nauðsynlegt að láta nafn síns getið 4 sinnum í blaði, á hann það á hættu að verða sektaður. — Og ef hann heldur áfram að auglýsa, verður ekki hjá því komist samkv. lögunum, að dæma hann í 10.000 kr. sekt. Líkt kemur fram við t. d. nuddlækna, tannlækna og þess háttar. — Sjúk- lingur sem hefir t. d. gonorrhoe getur ekki fengið „pluml)eraða“ tönn í sér, og sá tannlæknir, sem heldur áfram með tannplumberinguna eftir að landlækn- ir hefir aðvarað hann um lekandann í manninum, má búast við að þurfa að greiða 10.000 kr. meðgjöf með tönninni, ef hann þá sleppur við fangelsi. Hins vegar lítur svo út, sem hægt sé fyrir lækni að sleppa með sekt (að vísu þá hæstu) þó að brot hans hafi valdið „alvarlegu tjóni fyrir einstaklinga eða þjóðfélagið i heild sinni“ og má segja að þar sé allvel sloppið og i ósam- ræmi við önnur gildandi hegningarlagaákvæði. í niðurlagi greinarinnar er svo ákveðið, að með brot út aí lögunum skuli fara með að hætti almennra lögreglumála. Slikri meðferð sæta þau refsimál þjóðfélagsins, sem minstu máli skiftir. Meðferð þeirra er „summarisk" og veitir enga tryggingu fyrir réttdæmi hvorki sakborning né þjóðfélaginu, enda er sú aðferð ekki viðhöfð nema við rannsókn og dóm á lítil fj örlegustu sektamálum. — í slíkum málum er engin stefna gefin út, málsmeðíerðin er fljótlega bókuð. — Kærður á engan rétt á að fá skipaðan talsmann og yfir höfuð er mikið vikið frá meðferð almennra sakamála, til þess að málsmeðferð verði hraðað svo sem unt er. — Við slíka málsmeðferð ciga lœknar að sœtta sig eftir lögum þessum í málurn, sem ekki einasta er hægt heldur á að dæma þá í hæstu (10.000 kr.) sektir fyrir smávegis yfirsjónir, og jafnvel að svifta þá leyfi því til lækninga er þeir hafa unnið sér með a. m. k. 11 ára ástundunarsömu námi. Þó að margir og miklir gallar séu á þessum lögum frá læknanna sjónar- ármiði, þá væri þó ekki nema sjálfsagt að viðurkenna réttmæti þeirra, ef likindi væri til að þær skyldur, sem læknunum eru á herðar lagðar í þeim, væri líklegar til að verða heilbrigðismálum landsins til bóta og almenningi til heilla. En því er miður, að þeirrar uppskeru er ekki að vænta af þess- ari lagasmíð. Að visu eru sum ákvæði laganna til bóta, eins og t. d. bann við auglýsingum á lyfjum (sem þó gengur óþarflega langt), en annars er engin veruleg breyting fyrirskipuð í lögunum frá því sem nú er, sem ætla má að verði til bóta, en ýmislegt, sem óhlutvönd stjórnarvöld geta notað sér til að ná sér niðri á einstökum mönnum, eins og t. d. neitun á lækninga- leyfi, sem að vísu á að veitast að fengnum tillögum læknadeildar og land- læknis, en neitunarrétturinn er hér í fyrsta skifti fenginn ráðherranum í hendur. Skal engu spáð um að það ákvæði verði misnotað, en afskifti stjórn- arinnar af læknamálum hafa ekki verið þann veg vaxin hin síðari árin, að þaðan megi altaf vænta sjálfsagðrar sanngirni og réttlætis. Hitt skiftir þó mestu máli, að það sem á að bæta hag almennings verði ekki til að skerða

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.