Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 4i hann, og uggir oss aS sú kynni aS verða reyndin á ef ætlunin er sú aÖ fylgja þessum lögum stranglega fram. Hvernig verða þeir sérfræSingar, sem vinna fyrir yí hærri taxta en almennir læknar? Og hvernig ætli læknisstörf þeirra verSi? Og hvernig störf hinna almennu lækna. ef ráÖherra álíka vinveittur læknastéttinni og fyrrverandi heilbrig'ÖismálaráSherra á aÖ ráÖa vinnutaxta þeirra? ÞaÖ er ekki sagt, aÖ viÖskifti almennings við læknana verði best með því að keyra taxta þeirra sem lengst niður. Fyrir þá, sem þeirrar trú- ar eru, er fróÖlegt aÖ skygnast um í þýskum heilbrigðisskýrslum og athuga reynsluna sem þar er fengin með sjúkrasjóðslækna, sem hafa verið píndir niður með taxta sina meira en góðu hófi gegnir. Krabbamein uppgötvast yfirleitt mun seinna hjá sjúkrasjóðssjúklingunum vegna þess, að læknarnir geta ekki kornist yfir að skoða sjúklinga sína eins rækilega og þeir myndu gera, ef taxtinn væri ekki svo lágur að þeir verða að komast yfir að skoða miklu fleiri sjúklinga á dag til að geta lifað en þeir geta komist yfir með nægilegri nákvæmni. Sá sparnaður borgar sig illa fyrir almenning, verður engum til góðs, en bæði læknum og sjúklingum til ills eins. Sá sem forustu hefir i heilbrigðismálum þjóðarinnar verður að ganga með gát sina götu, því að hann hefir mikla ábyrgð og í mörg horn að líta. Hinn nýi landlæknir hefði átt að sjá að stéttum þjóðfélagsins er betur borgið með því að lifa í symbiosis en antibiosis, og að læknastéttin á sín réttindi eins og aðrar stéttir, þó að þau hafi óvart gleymst i hinni fyrstu lagasmið hans um þá stétt sem hann á að veita forstöðu. Silfurpeningarnir. A landsreikningnum fyrir 1930 er tilgreind 2000 kr. upphæð, sem er við- bót við árslaun Sigvalda Kaldalóns i Keflavíkurhéraði. Þá veit maður hvað hann kostar. En hve lengi endist sú auragleði?

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.