Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 16
46 LÆKNABLAÐIÐ fært, las læknirinn og íorstöðukonan saman línuritin og mælingakladdann. Börnin fóru á fætur kl. 7—8 á hverjum morgni og fengu aÖ vi'Öra sig til kl. 8y2. Þá fengu þau hafragraut og mjólk, eitt egg, og smurt brauð með tómötum og osti ofan á. Síðan fengu þau ekkert til kl. 12, að mið- degisverður var fram reiddur. Það var oftast grautur og fiskmeti, en kjöt- meti aðeins 2svar í viku. Kl. 3—4 fengu börnin kakaó með harðbrauði (kringlur, tvíbökur og harðkex). Ríflegt sýnishorn af cocomalti, sem heim- ilinu barst frá útsölumönnum þess, gekk fljótt upp, en ekki var nein sér- stök tilraun gerð með það. Kl. 6 var svo kvöldverður. Kl. 8 fóru börnin inn, og ekki út eftir það. Þá voru þau öll þvegin um höfuð og háls, hend- ur og fætur, og látin hátta. Voru þau altaf sofnuð kl. g]/2. Þótt undar- legt megi virðast, komst vanalega fyr kyrð á í þeirn enda hússins sem strák- arnir sváfu. — Milli máltíða á daginn fengu börnin mjólk að drekka, ef þau þyrsti — eða citronsafa-vatn, þegar mjólkurþambið keyrði fram úr hófi. Mjólkureyðslan komst upp í 70 lítra á dag. Áð ráði Próf. Frediricia fengu nokkur börnin reglulega safa úr hálfri citronu á dag, blandað hæfi- legu vatni og sykri, svo þau drykkju það fúslega. A þessu var ekki byrj- að fyrr en á miðjum tíina, en greinilega virtist framförin meiri i sumum þessara barna eftir það, hvort sem það má þakka þessu. Heilsufar barnanna. Ekkert barnið veiktist alvarlega og ekkcrt slys vildi til á dvalartimanum, en það var langt frá því að börnin væru altaf frisk, það lágu oft 2—3 í einu í hálsbólgu, sem raunar tíndi upp ílest börnin, en var væg, og magakvef, sem líka var vægt. Auk þess voru sum börnin oft febril af sinni adcnopathi. En þótt þau lægju 3 daga í hálsbólgu eða leng- ur í eitlahita, þá hafði það afarlítil áhrif á þyngdarframförina, en maga- kvefið, þessi uppsölufaraldur, sem gekk þar og víðar, kipti verulega úr þyngdinni. Eitt barnið lá meiri hluta timans í eitlahita og var oft borið út í sólskinið. Það barn bætti við sig 8 mánuðum í þroskaaldri og hefir verið hraust síðan. Eg hefi haldið spurnum fyrir börnunum í allan vetur og hvarvetna fengið sömu upplýsingarnar, að börnin hafa aldrei verið eins hraust og í vetur. Því nær sem dregur nýjum dvalartíma, er þetta eftirlit auðveldara, því að fjöldinn allur af aðstandendum er búinn að hringja til min og spyrja, hvort nokkur von sé, að barnið sitt komist aftur. Það er ýmislegt fleira í heilsufari barnanna, bæði meðan þau dvöldu og eins eftir á, sem þörf væri að fara frekar út í, en verður þó slept að sinni. Bæði er þessi litli reynslutími of stuttur til verulegra ályktana og rúmið í blaðinu takmarkað. En þetta, sem þegar er frá sagt, er furðu merkilegt, og gefur sjálfsagt talsvert tilefni til íhugunar öllum, sem um heilbrigðismál og uppeldismál hugsa. Eg hreyfði þessu máli á janúar-fundi L. R. í vetur, og sýndi þroskaskýrsl- una, línurit, „journal" o. f 1., og eg geri það nú í Lbl., að vekja athygli fleiri lækria á þvi, sérstaklega kaupstaðalæknanna, livað sumardvöl við góð ytri skil- yrði, reglusemi og gott viðurværi fær áorkað. Ymsir hafa haldið því fram, að staðurinn, þar sem heimilið er, sé illa valinn. I'teynsla, sem þegar er fengin, snoppungar þá menn eftirminnilega. Að vísu má eitthvað að þeim stað finna, og svo mun um flesta aðra staði, og vitanlega eru viða til eins góðir staðir, en hvort nokkur þeirra er betri en þessi, sést fyrst þegar tilraun er gerð með rekstur barnaheimilis á þeim stað, og árang- \irinn borinn saman. En þetfa var nú útúrdúr.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.