Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1932, Side 17

Læknablaðið - 01.05.1932, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 4 7 ÞaÖ, sem eg vildi aÖ lokum sagt liafa, er þetta: Við eigum mesta fjölda af kirtlaveikum böriium, sem Damoklesar- sverÖ berklasýkingarhættunnar hangir yfir nótt og dag í heimahús- um. Urmul af börnum, sem sefur í litlum, sólarlitlum og loftillum húsa- kynnum. ViÖ eigum spítalapláss og gamalmennahælispláss fyllilega á við aðrar helstu menningarþjóðir (miðað við fólksfjölda), en fram til 5. júlí 1931 áttum við ekkert slíkt heimili fyrir börn, og þessi 2 heimili, sem Oddfélagar og Afmælisfélagið hafa látið gera og ráku í fyrra, er vitanlega smámunir (lika miðað við fólksfjölda) á móts við það, sem aðrar menn- ingarþjóðir gera í þem efnum. Ríkissjóður stynur undir spitalakostnaði og berklakostnaði, en hann hefir ekki enn lagt eyri til heilsuhjálpar börn- unum, fyr en þau eru orðin spítalamatur, en það er gamall og góður ís- lenskur málsháttur, að betra sé að byrgja brunninn áður en barnið er dott- ið ofan í hann. Og eg vil reyna, hvort harnaheimilin séu ekki einmitt einhver haldbestu lokin á berklabrunnana. Eg vil reyná að láta barnaheimilið Egils- staði svara þeirri spurningu fyrir sitt leyti, með því að taka árum saman sömu börnin, á meðan þau sækja og þuría þess með heilsunnar vegna og aklurstakmarkið leyfir. Þá er spurningin, hvort þjóðin hefir ráð á að bíða eftir svari og láta langflest þurftarbörn bjargast upp á eigin spýtur, á með- an, áður en hún sjálf hefst handa og byggir sitt fyrsta barnaheimili ? Eg treysti læknunum að fylgjast með tilrauninni og ýta við heilbrigðisstjórn landsins, þegar sá hentugi tími er kominn. Reykjavik, 8. maí 1932. G. Einarsson. Stéttarmálefni. Eftir Árna Arnason. I. Undanfarið hefir oft verið rætt um styrkleik læknastéttarinnar, og munu vist flestir læknar á einu máli um að óska þess, að hann megi haldast sem mestur og sem lengst. En það eru einkum tvær stoðir, sem vegur og vald stéttarinnar hvílir á, þær eru eollegialitas og almenningshylli. Þetta tvent er að því leyti samtengt, að aknenningshylli varðveitist með þvi, að ekki sé það gert, sem rýrir stéttina í augum almennings, auk þess sem hún að sjálfsögðu byggist á dugnaði og framkomu einstaklinga stéttarinnar. Eg ætla nú ekki að fara að rekja þetta mál alt, en eg hefi baft í buga að drepa á tvö atriði i þessu sambandi, sem eru þess verð, að þau séu íhuguð nánar en stundum vill verða. Ymsir læknar hafa rætt uni gildi læknisstarfsins, einstakræ greina þess, ckki að eins í Læknabl. — sem er annað mál, þótt það sé nú raunar alls ekki eingöngu inter nos — heldur líka opinberlega i almennum málgögnum, og þeir hafa vegið ]jær og fundið þær léttvægar. Það má t. d. nefna tvent, sem allir kannast við, „meðalalækningar" og suggestio. Einkum befir þetta hent chirurgos, sem þá jafnframt gefa fullkomlega í skyn, að chirurgia

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.