Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1932, Síða 18

Læknablaðið - 01.05.1932, Síða 18
48 LÆKNABLAÐIÐ sé sú eina góða og fullkomna lækningaaÖferð. Eg heyrði lækni eitt sinn segja, að váleriana væri áreiðanlega ónýtt lyf, því að það niætti drekka mörk af inf. valer. án þess að verða var við nokkur áhrif. Hvort hann hefir talið eiturverkanir lyfja þær einu, sem gagnlegar væru til lækninga, er mér ekki ljóst. Eg geri ráð fyrir, að ef einhver tæki um hancllegg hans og gerði ,,Kochers rotatio", þá myndi honurn finnast litið í það varið, en liefði hann setið með luxatio humeri, og repositio hefði þannig verið gerð, þá hefði honum fundist hann nokkru bættari. Það er vitanlega ekkert við það að athuga, þótt læknir skrifi grein í gleði sinni yfir því, að hafa tálgað burt eitthvert mannlegt mein, enda þótt honum yrði það á að hæla sér dálítið um leið, en vorkunnarlaust er að minnast þeirrar góðu reglu, að lofa svo einn að lasta ekki annan. Ef öll medicina interna væri lítils eða einskis virði, þá hefðu þeir til lítils lifað, sem stunduðu hana eingöngu og ýmsar greinar hennar sérstaklega, og þá væri sjálfsagt óhætt að afnema nú þegar mörg embætti, t. d. við spítala, og setja hjúkrunarkonur í staðinn. Þótt læknum komi nú ekki til hugar, að draga slikar ályktanir, þá er ekki að vita, hvað alþýða mundi gera á sínum tima, og áreiðanlega er þetta til þess að spilla dómgreind hennar í þessu efni. Læknir, sem er góður lyflæknir, duglegur við diagnosis, við fæðingarhjálp, hygiene og alla chirurgia minor, svo að helstu atriðin séu nefnd, er áreiðanlega stórum nýtur maður i þjóðfélaginu. Þetta mun læknastéttin líka viðurkenna alment, en ckki er víst, að öll alþýða viðurkenni það. Það er ekki heldur víst, að stjórnarvöldin, sem líka eru leik- menn á þessu sviði, viðurkenni það, og þá er ver farið en heima setið, ef stéttin hefir sjálf orðið til þess að hleypa asnanum inn í herbúðirnar. Hitt atriðið, sem eg vildi nefna, eru stærri skurðaðgerðir í heimahúsum. Því er ekki að neita, að ef alt gengur brotalaust, þá er hægt að framkvæma verkið sjálft í heimahúsum, en þó munu flestir viðurkenna, hve aðstaðan þar er afleit til þess að mæta öllum complicationes, meðan á aðgerð stend- ur og á eftir. M'm skoðun er sú. casus urgentes komi þar einir til greina. Sjúklingarnir eru ekki vegna okkar, heldur erum við þeirra vegna og er skylt að útvega þeim svo góða prognosis, sem unt er. Annars getur slíkt heppnast vel, jafnvel í lélegri baðstofu, það veit eg af eigin reynslu. En það var lika við slíkt tækifæri, að eg fékk ástæðu til að líta á tnálið frá annari hlið. Á heimleiðinni frá sjúklingnum hitti eg bónda. Hann var einn af þessum gömlu mönnum, sem eru vel skynsamir og athugulir, en geta verið dálitið skrítnir. Eftir að hann hafði látið ánægju sína í ljós yfir því, að svo vel hafði til tekist, bætti liann við: „En úr því að hægt er að gera þetta í heimahúsum, hvers vegna eruð ])ið þá að senda fólk á spitala? Er það til þess, að lækn- arnir, sem þar eru, geti líka unnið sér inn peninga?" Eg hefi hugsað um það síðan, hvort almenningsálitið myndi ekki kunna að breytast í þetta horf, ef þetta atriði væri prédikað fyrir fólkinu og kæmist frekar á í reyndinni. Vitanlega eigum vér að forðast að blekkja alþýðu, en vér megum ekki heldur segja of mikið. Ef vér segjum meira en almenningur getur skilið og dregið réttar ályktanir af, þá eigum vér á hættu að spilla fyrir oss. II. Sé það viðurkent, að læknar séu góðir og nýtir starfsmenn þjóðfélagsins, þá er rétt að sjá þeim fyrir þeim kjörum, að þeir geti komist sómasamlega af, ef vel er á haldið, og notið sín við sfarfið. Sú krafa hefir verið sett

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.