Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1932, Side 19

Læknablaðið - 01.05.1932, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 49 fram, a'Ö þaS eigi a'Ö láta læknana hafa nóg a'S starfa og heimta, aS starfiS sé vel af hendi leyst, en láta þeim í té í staÖinn fulla sanngirni og réttlæti, og þar á meÖal sæmileg lí fsskilyrSi. Þetta er áreiÖanlega réttlát krafa og heldur gildi sínu. Nú mun margur segja, aÖ launakjör lækna séu orÖin sæmi- leg, og er það aÖ vissu leyti satt, þegar miÖaÖ er viÖ betri héruÖin, en til- finnanlegt er þaÖ, er launin lækka um 600—1000 krónur á þessu ári. Sumar nauÖsynjar hafa einnig aÖ vísu lækkaÖ í verÖi, en ýmsir verulegir útgjalda- liðir hafa ekki lækkað, svo sem fatnaður, ljós og hiti, vinnulaun, opinber gjöld, bækur og tímarit, húsaleiga og rentur af skuldum. Það er augljóst ranglæti, a'Ö ekki er teki'Ö tillit til nokkurra þessara liða við útreikning verÖ- lagsskrárinnar. ÞaÖ var þó ekki launamáliÖ, sem eg vildi gera að umtalsefni, heldur eitt sérstakt, mikilvægt atriði, en það er húsnæðismál lækna. ÞaÖ hefir áður veriÖ á það bent hér í Læknabl., hve óheppilegt það er fyrir lækna, aÖ þurfa a'Ö kaupa eða reisa sér hús sjálfir, sem hljóta að verða töluvert dýr, ef þau eru sómasamlegir læknisbústaðir, þótt íl)urðarlaus séu. Það eru erfiðleikar á því, fyrir komandi lækni, aÖ hraska í því að fá lán til húsbyggingar eða húskaupa, eins og gengið hefir að fá lán siðari árin, og það er óheppilegt fyrir fráfarandi lækni aÖ eiga húsið, er hann vill flytja burt, sé það á af- skektum stað eÖa í litlu þórpi, eins og víða er hér á landi. Hann má gera ráð fyrir því, að ofan á erfið lánskjör og dýra vexti verði hann aÖ þola ósanngjarnt verðfall á húsinu. Lfr öllu þessu verður ekki bætt me'Ö öðru móti en þvi, aÖ reistir verði opinberir læknabústaðir i þeim héruðum, þar sem ekki er kaupstaður eða eitthvert stærstu kauptúnanna, sem síðan séu leigÖir lækni gegn hæfilegu endurgjaldi. Húsin mega ekki vera of stór né íburðar- mikil, svo að þau verði ekki of dýr. Rikissjóður þarf ekki að reisa þau einn, heldur í samlögum við sýslufélögin og héruÖin. Læknisbústaðir hafa verið reistir i nokkrum héruÖum. Sumstaðar hefir það verið viðkomandi lækn- ir, sem hefir fengið því framgengt, og virðist það þá jafnvel hafa komist á af persónulegum ástæðum. En hvers eins læknis nýtur ekki ávalt lengi við á sama stað. Þannig hefir skapast mismunur á héruðum, ekki frá nátt- úrunnar hendi eða vegna aðgerða stjórnarvaldanna, heldur fyrir atbeina ein- stakra manna. En jæssi munur er engan veginn sanngjarn og á að hverfa, og það sem fyrst. Það verÖur aÖ komast á samræmi í öllum þeim héruðum, sem líkt er ástatt um. Það fyrirkomulag, að hafa sjúkraskýli í læknishúsinu, ])ykir reynast mis- jafnlega, enda er J)aÖ trúlegt, því að það hefir ýmsa auðsæja galla. Ut i j)að atriði skal J)ó ekki farið hér, enda skortir mig persónulega reynslu í j)ví efni. Ymsum kann að j)ykja illa til fallið, að vekja máls á þessu, eins og nú árar, en eg get ekki séð neitt á móti því, að athuga þetta atriði nú, eins og önnur réttlætismál stéttarinnar, j)ví að framkvæmdirnar verða J)ó hvort sem er ekki á þessu ári, og ekki fyr en einhverjar framkvæmdir verða tiltækilegar. Árni Árnason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.