Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.05.1932, Qupperneq 20
LÆKNABLAÐIÐ 5Q Norskar vítamínrannsóknir á íslensku smjörlíki. Á sí'Sari árum hefir þess' orðiÖ vart, a'Ö matvælasalar auglýsi vítamín i matvörunni. Margar slíkar auglýsingar eru æÖi villandi, og varasamar að því leyti, a<5 almenningur kann aÖ leggja of mikinn trúnaÖ á hollustugildi þess matar, sem á boÖstólum er. Þetta varÖ fyrir nokkrum árum til þess, aÖ Heil- hrigÖisnefnd Reykjavíkur lét gera fjörefnaprófun á smjörliki þvi, sem þá var framleitt í Rvik. Utkoman varÖ sú, eins og viÖhúiÖ var, aÖ vitamin voru ekki. sem neinu nam, í smjörlíkinu. Nákvæm skýrsla um þessar tilraunir, frá próf. E. Poulsson í Osló, birtist i Læknabl. iQ-5> 8. tbl. SíÖan eru liÖin nokkur ár. Á þeim tima hafa verið gerÖar miklar tilraunir til að einangra vítamín, og ákveÖa kemiska bvgging þeirra og samsetning. Smjörlíkisverksmiðjum hefir af eÖlilegum ástæðum verið mjög hugleikiÖ að ná í slík efni til þess að „vítaminisera" vöru sina. Hafa verksmiÖjurnar stundum þóst hafa í höndm efni til að gera smjörlikið, aÖ þessu leyti, jafn- gilt smjöri. SjörlíkisframleiÖendum er nokkur vorkunn, þótt þeir hafi farið að sögusögn ýmsra rannsóknarstaða erlendis. En vítamínprófanir eru ekki meðfæri nema lærðra og vandaðra vísindamanna, sem óháðir eru verslunar- hagnaði. Hefir líka niðurstaðan orðið sú, að fjörefnagildi smjörlíkis hefir ekki staðist prófanir þeirra vísindamanna, sem treysta má í slíkum efnum. Á síðastl. vori auglýstu smjörlíkisverksmiðjurnar í Rvík æði ógætilega um íjörefni i smjörlíki sinu. Eg hafÖi mikinn grun um, að hér væri orðum aukið, og fékk því, í annað skifti, framgengt við Heilbrigðisnefnd Rvíkur, að smjörlíki frá öllum verksmiðjum bæjarins var sent til próf. E. Poulsson í Osló, til rannsóknar. Próf. E. P., er allir ísl. læknar kannast við, sem farmakolog, hefir látið af kenslustarfi sínu í þessari vísindagrein, og veit- ir nú forstöðu Statens Vitaniininstitut í Osló. Hafa Norðmenn nýlega kom- ið á fót þessari ríkisstofnun. Það var A-fjörefnið, sem prófað var i smjörlíkinu héðan, og notaðir í því skyni rottuyrðlingar, eins og venja er til. Hafa þeir ýmsa góða kosti til að bera í þessu skyni. Það er auðvelt að afla sér þeirra. Þeir auka ört kyn sitt og eru ómatvandir, — jeta alt sem tönn á festir. Læknar, sem fást við þessar rannsóknir, bera rottuyrðlingunum vel söguna. Þeir eru hrein- legar skepnur og fjörugir, og má kenna þeim ýmsar listir. Yrðlingarnir verða að vera heilbrigðir í upphafi, til þess að treysta megi rannsóknunum, og hefir dr. Skúli Guðjónsson í doktorsriti sínu birt merkar vísindalegar rannsóknir um ýmisleg mikilvæg atriði viðvíkjandi undaneldi tilraunadýr- anna. Það, sem gerir rotturnar heppilegar til þessara tilrauna er, að þær veikjast af avitaminosis, ef A-efnið vantar. Próf. E. P. lýsir nú í skýrslu sinni tilhögun rannsóknanna og niðurstöð- um. Rottuyrðlingunum var valið A-vítamínlaust fóður. Að 5—7 vikum liðn- um hættu þeir að dafna; er það prófað með því að vega þá jafnaðarlega á grammavog. Jafnframt tók xerophtalmi að gera vart við sig. Nú var kom- inn tíminn til þess að rannsaka smjörlíkið. Margföld reynsla hefir fært heim sanninn um, að 30 — þrjátíu — ctgr. af venjulegu smjöri á ciag nægja til þess að koma tilraunadýrunum tii þroska á ný. í stað þess að nota smjör,

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.